Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Múslimum fjölgar í Evrópu og samlögun gengur ekki eins og menn héldu.

Nýlega kom út bók í Danmörku sem heitir ÍSLAMS MAKT Europas ny virkelighed eftir Karen Jespersen og Ralf Pittelkow. Hún er fróðleg og upplýsandi.

Við Vesturlandabúar erum eðlilega hræddastir við hryðjuverk sem tengjast öfgafullri íslamstrú. En það er ekki rétt áhersla að horfa á öfgana og furða sig yfir geðbilun ungra terrorista. Við ættum þess í stað að kynna okkur þessa trú og skilja grundvallaratriði hennar. Þannig er hægt að skilja sprengjurnar (... en ekki réttlæta þær N.B.) og þannig getum við raunar skilið okkur sjálf.

Það er þegar komið í ljós að trúmenn íslams óska ekki samlögunar ( integration) við lífsstíl Vesturlandabúa og það virðast stjórnmálamenn almennt ekki skilja.

En hvers vegna er samlögun óhugsandi? Það er vegna þess að þeim finnst lífstíll okkar  ósamrýmanlegur siðareglum íslam í mjög veigamiklum atriðum. Og ekki bara ósamrýmanlegur heldur ósiðlegur og jafnvel fyrirlitlegur. 

Það eru sérstaklega sifjamál og fjölskyldumál sem þeir gúttera ekki í lífsstíl okkar: Staða kvenna, frjálslegur hjónabandsskilningur okkar, kynlíf fyrir hjónaband, tíðir skilnaðir og samband karls og konu, fá börn, einstaklingshyggja. Auðvitað fjölmargt annað en þetta eru aðal atriðin.

Venjulegir fjölskyldumúslímar tala ekki mikið um þetta antipatí en viðhorfin koma skírt í ljós í vali jafnvel hófsamasta fólks:  Það eru t.d. næstum engin blönduð hjónabönd í Svíþjóð og Danmörku þar sem ég þekki til. Það stuðar hreint og beint að sjá að það virðist ekki koma til greina t.d. fyrir ungan múslíma að giftast sænskri konu. Það er nánast útilokað. Að múslímsk kona sé í hnappheldunni með Svía aða Dana - er enn sjaldgæfara ( ca 1-4%).

Viljandi eða af nauðsyn myndast svokölluð "parallell samfund", sjálfstæð samfélög múslíma í þessum löndum því menn telja þessi gildi ósamrýmanleg. 

Ánægja þessa fólks, lífsfylling og dýpstu gildi þess, eins og t.d. gleði yfir miklum barnafjölda í fjölskyldu fara ekki saman við þann lífstíl sem við höfum valið okkur.

Gaman væri að fá komment á þetta. Ég hef einungis áhuga á málefnalegri umræðu. Ég vinn Svíþjóð og þekki sæmilega til múslima og þeir eru margir skjólstæðingar mínir. 


mbl.is Stærsta moska Vestur-Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband