Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðingar um stjórnarskrá I

Ný stjórnarskrá þarf að byggja á hefðinni. Byggja á þeirri stjórnarskrárhefð sem við þegar höfum, en sníða þarf af vankanta og herða á vissum hlutum sem sátt næst um.

Hún má með öðrum orðum ekki vera útópísk eða tæknileg, ögrandi eða öfgafull jafnvel þó það kunni að vera freistandi fyrir suma hópa að vinna að því.

1. Með útópíu á ég við að hún innihaldi hugmyndir sem ekki er hægt að fylgja eftir og ekki framkvæma. ( Fjallað er um þetta í leiðara Morgunblaðsins í dag ) Það er töluverð hætta á því að við setjum inn sykursætar friðar og jafnréttisútópíur í stjórnarskrá. Við skulum hafa þetta klassiskt og traust. Sæknum í smiðju annarra lýðræðisþjóða.

2. Að hún verði of tæknileg, full af tölum og formúlum td. við hönnun á nýju kosningakerfi, tilvísana í veraldarvefinn osfv eins og allir séu nettengdir. Það gengur ekki. Við getum skrifað viðbótarlög um kosningakerið sem stjórnarskráin vísar til. Varðandi kosningakerfið: standa má td.: Allir kosningabærir menn skulu hafa jafnan atkvæðisrétt. Meira þarf ekki.

3. Stjórnarskráin á að vera falleg skrá. Ég á við fallega orðuð og með sígildar traustar hugmyndir sem standast tímans tönn. Og menn þurfa að hugsa hana þannig frá byrjun. Við þurfum að gæta okkar á ögrandi eða öfgafullu orðalagi. Hún má td. ekki vera hægri- eða vinstrisinnuð, ekki heldur minna á  kvenréttindaskrá. Með öðru orðum: Stjórnarskrá má ekki ögra neinum hópi þjóðfélagsins. Hún er fyrir alla Íslendinga. 

Þetta gerir það að verkum að þekktir baráttumenn á sviði stjórnmálanna þó einarðir séu eru ekki endilega bestu fulltrúarnir á stjórnlagaþing. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ýmsar góðar hugmyndir hér, Guðmundur, og velkominn í baráttuna!

Já, ég held það þurfi að stemma stigu við bæði allt of ýtarlegum tæknikratískum tillögum og einnig við losaralegum útópíum sem öllu lofa upp í stóru þjóðarermina. Að lofa of miklu í stjórnarskrá til að unnt eða raunhæft sé að standa við það er vísasti vegurinn til að gdera hana að marklausu plaggi.

En leiðari Moggans í dag er makalaust fyndinn og hittir um flest í mark.

Og aftur: velkominn í bloggið, Guðmundur!

Jón Valur Jensson, 8.11.2010 kl. 14:35

2 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Þakka þér fyrir Jón. Það tók tímann fyrir mig að opna gáttina - og þora í "takkana".  Sumar skrár eru all ýtarlegar eins og td. finnska stjórnarskráin en ég held að vegna samstöðuleysis sé skynsamlegast fyrir Íslendinga að reyna að koma sér saman um tiltölulega einfalda skíra stjórnarskrá sem byggir á þeirri sem við höfum. 

Finlands grundlag er á www.finlex.fi/sv/laki/ajantasa/1999/19990731

Guðmundur Pálsson, 8.11.2010 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband