Leita í fréttum mbl.is

Jafnrétti óháð búsetu: Jöfnun atkvæðisréttar er mikið stærra mál en kynjamisrétti.

Sífellt tjá menn óskir um jafnrétti á öllum sviðum. Það er eðlilegt.

Hinsvegar hafa þær röksemdir sem menn hafa notað til að réttlæta misvægi atkvæða á Íslandi ekki grundvallast á neinum almennum hugmyndum um lýðræði, heldur þvert á móti í verið hrópandi í hrópandi mótsögn við þá hugsjón.

Þetta misrétti hefur ráðið lögum og lofum í samfélaginu og engin leið verið að breyta neinu vegna sífelldra flokkadrátta og útreikninga stjórnmálaflokkana sem samstundis hafa sett sig á móti breytingum ef þeir missa spón úr aski sínum. Að sumu leiti er misrétti milli kynjanna bara barnaleikur á við það misrétti sem þarna hefur verið ástundað í áratugi og á auðvitað ekki að líðast.

Jafnrétti með stórum staf hlýtur að felast í jöfnun atkvæðisréttar allra kosningabærra manna óháð tekjum, þjóðfélagsstöðu, kynferði, trúarbrögðum og búsetu.

Íslendingar vilja að réttlætinu sé framfylgt í þessu efni, þjóðfundurinn staðfesti það. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki lengur hundsað þessa ósk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, ég þakka þér boðið. Bloggvini á ég enga. Kýs að standa einn og kann því ágætlega. Gangi þér vel.

Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 09:27

2 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Gangi þér vel sömuleiðis Björn.

Guðmundur Pálsson, 15.11.2010 kl. 10:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekki bara jöfnun atkvæðisréttar sem er aðalmálið, þú talar um jafnrétti óháð búsetu.  Þrátt fyrir að atkvæði vegi meira á landsbyggðinni, hefur jafnrétti óháð búsetu aldrei verið til staðar.  Allt hefur verið sogað til suðvesturhornsins alla tíð. 

Meðan Vestfirðir voru aðal gullnáma landsins, stærsti gjaldeyrissafnarinn þá fengu bankarnir hér ekki að halda eftir því sem hér var þénað, heldur var allt fé dregið suður, og okkur svo skammtað úr hnefa, restin var svo notuð í að byggja upp stór Reykjavíkur svæðið.  Jafnvel enn í dag, borgum við meira með okkur en við fáum.

Þess vegna skal ég skrifa undir að það verði jafnrétti óháð búsetu, en þá í báðar áttir, þannig að jöfnun atkvæða verði en einnig jöfnun búsetu hvar á landi sem er.  Nú má til dæmis sjá að ríkisstjórnin ætlar að leggja niður sjúkrahúsin og heilsugæslustöðvar úti á landi, þegar ljóst er að það er miklu ódýrara að gera aðgerðir þar en til dæmis á Landspítalanum.  Svo mörg eru þau orð frá mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2010 kl. 14:17

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Ég er 100% sammála Ásthildi vinkonu minni. Tillaga kom um að leggja legudeildina hér en 11 aldraðir búa þar og 23 starfa þar, sumir 100% en margir minna.

Guð sér um sína og mun rétta hlut okkar. Lesa Sálm 37

Guð veri með ykkur.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.11.2010 kl. 23:46

5 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Þakka athugasemd. Þetta er rétt hjá ykkur Ásthildur og Rósa og auðvitað visst áhyggjuefni. Jöfnun atkvæðisréttar má helst ekki hafa það í för með sér að landsbyggðin bíði skaða af. Eitthvað verður að bæta fyrir það. Kannski styrkja vald og verksvið sveitarstjórna svo heimamenn stjórni sínum málum?

Guðmundur Pálsson, 16.11.2010 kl. 11:59

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt eitthvað slíkt þarf að koma til,  helst meiri heimastjórn fjórðunganna.  Meiri yfirráð yfir því sem næst manni er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2010 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband