Leita í fréttum mbl.is

Til að tempra valdið ber að afnema þingræðið. Hvað þýðir þetta?

Margir hafa bent á að til að auka virðingu Alþingis beri að afmarka starfssvið þess við löggjafarstörf og samningu fjárlaga. Að afskipti löggjafarvaldsins af framkvæmdavaldinu séu óeðlileg við núverandi kerfi.

Menn eins og Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður (sem er einn af okkar albestu frambjóðendum) hefur lagt til að leggja eigi niður hið svonefnda þingræði. En þingræði felur í sér að engin ríkisstjórn megi sitja í landinu nema meirihluti alþingismanna styðji hana.

Mér hefur sýnst þetta vera skynsamlegt til að tempra valdið - og hafa ekki of mikið á einni hendi.

Hann bendir á að þess í stað ætti við alþingiskosningar að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu ( auk alþingismanna) og hann velji síðan samráðherra sína án afskipta Alþingis.

Þetta styð ég. Þetta er að mínu áliti gott fyrirkomulag til að styrkja stjórnskipunina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband