11.2.2011 | 22:59
Hefðbundin staðgöngumæðrun
Þegar gerð var símakönnun á vegum MMR í janúar sl. kom fram að 85% landsmanna er meðfallinn staðgöngumæðrun ef hún er ekki í hagnaðarskyni. Þetta er út af fyrir sig athyglisvert. En hvaða forsendur voru gefnar þegar spurt var og hvernig staðgöngumæðrun var verið að spyrja um? Það er fremur snúið að skilja þetta.
Til eru tvenns konar tegundir: það er hefðbundin staðgöngumæðrun og full staðgöngumæðrun - og þær eru um margt ólíkar.
Við hefðbundna staðgöngumæðrun gengur kona með barn frá sínu eigin eggi sem er fjóvgað með sæði hins væntanlega föðurs. Hún lætur svo frá sér barnið að lokinni meðgöngu, venjulega til einhvers nákomins. Þetta hefur verið til um aldir, en reynslan hefur sýnt sig að þessi tegund staðgöngumæðrunar er sjálfs takmarkandi. Það er athyglisvert þegar maður leiðir hugann að þessu og skoða sögu staðgöngumæðrunar.
Þetta gerist nánast einungis í "innsta kreds" innan fjölskyldna, milli systra, vinkvenna o.s.fv. og t.d. indverskar eða afrískar mæður myndu aldrei fást til að vera með í þess háttar.
Hinn takmarkandi þáttur eru fyrst og fremst tilfinningatengsl móðurinnar við sitt eigið barn.
Þetta stendur ekki til að leyfa á Íslandi.
Hér er nokkurs virði finnst mér að átta sig á að þessi tegund er sjálfstakmarkandi og að leyfa hana með lögum myndi hvorki leiða til innflutnings á konum til að ganga með barn fyrir aðra og ekki heldur þróast yfir í starfsemi í hagnaðarskyni hér á landi.
Konur erlendis munu heldur ekki fást til að taka þátt í þessu fyrir íslenskar konur eða það sem er líklegra, að konur vilji síður egg úr konum sem þær vita ekkert um hvorki lifnaðarhætti eða erfðaupplag. Reynslan sýnir okkur þetta.
Ég hugsa með mér að þrátt fyrir áhættu við meðgöngu og aðra flækjuþætti að þegar ein kona nákomin gerir líkt fyrir aðra af fórnfýsi og hjartagæsku þá sé um óvenjulegt kærleiksverk að ræða. Ég á erfitt með að vera á móti því.
Leiði maður hugann að hinni tegund staðgöngumæðrunar sem er svokölluð full staðgöngumæðrun ( full surrogacy ) er allt annað uppi á tengingnum, hún vekur upp stærri siðferðislegri vanda og flækjustigið meira, ég mun tala um það nánar síðar.
En þá kem ég aftur að könnunni sem ég minntist á hér að ofan: Ég spyr mig hvort þeir sem hafi svarað hafi almennt gert sér grein fyrir því að það er ekki verið að spyrja um það sem ég hef lýst hér að ofan - heldur fulla staðgöngumæðrun sem er allt annað!!
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Bloggvinir
- juliusvalsson
- heidathord
- jonvalurjensson
- arnaeinars
- svanurg
- zeriaph
- vonin
- jeremia
- fsfi
- axelaxelsson
- asthildurcesil
- lydveldi
- baldher
- benediktae
- bjarnihardar
- gudmundsson
- gattin
- brandarar
- esgesg
- einarbb
- finnbjgisla
- fhg
- vidhorf
- geiragustsson
- fosterinn
- bofs
- zumann
- tilveran-i-esb
- vinaminni
- halldorjonsson
- smali
- hannesgi
- don
- jensgud
- johannbj
- islandsfengur
- jonmagnusson
- bassinn
- askja
- kolbrunb
- kristinn-karl
- krist
- stinajohanns
- lydurarnason
- marinogn
- martasmarta
- mortenl
- pallvil
- predikarinn
- ragnarfreyr
- ragnargeir
- rosaadalsteinsdottir
- logos
- sigurbjorns
- siggigretar
- sjonsson
- siggimaggi
- sigurjonth
- myndasagan
- stebbifr
- svavaralfred
- saemi7
- theodorn
- toshiki
- trj
- valdimarjohannesson
- valgardur
- postdoc
- thorhallurheimisson
Athugasemdir
góður punktur Guðmundur. Það þarf allavega að hafa strangt eftirlit með slíku að fólk sé ekki notað jafnvel gegn vilja til að koma barni í heiminn. Ég segi nú bara heimurinn versnandi fer, allt er til og siðferði okkar hefur stórlega farið aftur. Hvar eru öll góðu gildin?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2011 kl. 08:15
Sæll Guðmundur! Takk fyrir pælinguna. Minni á málfund um fulla staðgöngumæðrun í hádeginu á manudag í safnaðarheimili Neskirkju á vegum Þjóðmálanefndar þjóðkirkjunnar. Bkv. B
Baldurkr (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.