Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

Heimili fyrir flóttabörn í Suður-Svíþjóð.


Ég átti um daginn samtal við starfskonu í athvarfi fyrir flóttabörn hér í Svíþjóð. Slík heimili eru rekin fyrir börn, oftast unglinga sem eru send til Svíþjóðar einsömul frá fátækum ríkjum til að freista gæfunnar. Á sænsku; Hem för ensamkommande flygtningsbarn. Mörg þeirra eru frá Afganistan, Sómalíu og Sýrlandi. Ungir drengir eru í meirihluta, 15 til 18 ára að aldri, um 5-10% eru stúlkur.

Heimilin eru fjögur sem ég veit um í nágrenninu. Í tveimur húsum eru 18 drengir, ég giska á að þeir séu um 50-60 alls.
Því miður, segir konan eru drengirnir mikið til sjálfala þó starfsmenn sjái um húsin myndast oft "fangelsismenning" innan heimilisins.

Allt kostar og ef einn fær eitthvað þarf annar að fá það sama. Drengirnir hópa sig saman á móti starfsfólkinu og þrýsta á og stundum hóta þeir. Einn fær svefntöflu eða verkjatöflu og þá vill annar fá. Einn þarf að skúra, af hverju sleppur hinn? Þeim er greitt fyrir að halda herbergjum sínum hreinum. Úti við gera þeir ekkert. Slá ekki grasið, snyrta runna, sópa, mála eða laga til úti við. Sérstakir starfsmenn borgarinnar koma til að gera þetta. 

Stundum eru slagsmál á milli drengjanna og lögregla tilkvödd. 

Kona þessi sem ég talaði við var hrædd á næturvöktunum og gat ekki hugsað sér að vera ein á vaktinni eins og tilskipað var af yfirmönnum. Þeir hlusta ekki, sagði hún vonsvikin. Mér var sagt af tveimur starfsmönnum að drengirnir væru allir í skype-sambandi við fjölskyldur sínar í heimalandinu, fá þaðan stuðning og ráð um hvað megi fara fram á og krefjast.
Konan sagði þá vanþakkláta og freka. Margir þeirra eru með kvíða og neikvæðar hugsanir um sjálfan sig og samfélagið. Allir eru þeir auðvitað múslímar og kenndin að vera aðskilinn frá samfélaginu og annarrar trúar minnkar ekki, hún vex þegar þeir eldast.


mbl.is 20 börn hurfu sporlaust í Malmö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband