Leita í fréttum mbl.is

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN: Hver er sjálfstæðisstefnan? Er hún niður lögð? Þá hverfur auðvitað fylgið.

 
Suma menn og konur innan Sjálfstæðisflokksins dreymir um að flokkurinn hleypi að umræðum um fjölskyldumál, um kristni og jafnvel fóstureyðingar (Ég er fjölskyldulæknir, málið er mér skilt.)

Hægri stefnunni hafa ávallt fylgt ákveðin mál og þau eru þessi: 
1. Lífsverndarstefna, 
2. Velvilji til kristni og kirkju
3. Áhugi á kjarnafjölskyldunni og viðgangi hennar.
Þessi þrjú atriði fjalla um siðferði og innri mál og við hliðina á þeim hin ytri málefni samfélagsins: 
4. Kröftugt atvinnulíf og heilbrigð peningastefna. ( Athugið heilbrigð, enginn gróðastefna því peningarnir þjóna manninum, ekki öfugt) 
5. Frelsi einstaklingsins.
Sumir segja að þetta sé BÚIÐ MÁL INNAN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS.
En að mínu áliti, aldeilis ekki, því þetta eru undirstöðumál þjóðarinnar - alveg sama hvað er á dagskrá flokka. 
Ef unga kynslóðin innan flokksins skilur þetta ekki, er það auðvitað til mikils tjóns. 
Þroskaðir sjálfstæðismenn eiga að taka slaginn um þetta; já taka slaginn við skoðananbræður sína af ungu kynslóðinni.
Því þetta ræður langsamlega mestu hvernig þjóðinni reiðir af.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Albert Ríkarðsson

Takk fyrir upptalninguna, kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins sem ansi margir eru farnir að gleyma og sumir segja við mig,  þú ert orðin ansi gamall. Að lokum vil ég benda á vitalið við ólaf fyrrum landlæknir í útvarpinu í gærkvöldi. 

Albert Ríkarðsson, 24.10.2015 kl. 15:45

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð og tímabær grein, Guðmundur!

En vilji FLokkurinn ekki sjálfstæðisstefnuna, taka aðrir við keflinu. surprised wink smile

Jón Valur Jensson, 25.10.2015 kl. 00:53

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Pistill þinn veldur manni áhyggjum um framtíð sjálfstæðisstefnunnar í höndum ungra eins og þeir birtust á Landsfundi

Halldór Jónsson, 29.10.2015 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband