Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

33 spurningar til frambjóðenda til embættis Biskups Íslands

Svo þjóðin geti kynnst biskupsframbjóðendum og komist að því á hlutlægan hátt hvað þeir standa fyrir langar mig að fá fram sæmilega einlæg svör og svolítið biskupsleg frá hverjum og einum. Menn svara ekki hér á þessum vetvangi en einhver staðar. Hér gæti ég hugsað mér umræðu um spurningar. 

Þó stefnumið skipti máli skiptir persónan einnig máli finnst mér og því ríð ég á vaðið með spurningar sem ég vil fá svör við.

1. Hvert er að þínu mati hlutverk Biskups Íslands?

2. Hver eru helstu stefnumið þín fyrir þjóðkirkjuna næstu árin?

3. Hver eru helstu vandamálin sem blasa við innan skipulags kirkjunnar?

4. Hver eru helstu vandamálin sé litið til trúarlífs þjóðarinnar og siðferðis?

5. Á kirkjan að skipta sér af siðferði þjóðarinnar og þá hvernig?

5. Hvar eru takmörk embættisins? Hvað ætti biskup ekki að skipta sér af?

6. Hvað er sönn trú?

7. Hver er Jesú Kristur?

8. Hvað er sannleikur?

9. Hvernig getur maðurinn þekkt hina sönnu trú og lært að þekkja Guð og vilja hans?

10. Hvernig útskýrir þú hið illa. Bölið í heiminum?

11. Mætti ég biðja þig að útskýra Faðirvorið. Hverja setningu fyrir sig og hvað hún merkir?

12. Hvers vegna ertu kristin(n). Hvað varð til þess á yngri árum og hvenær gerðist það?

13. Hverjir eru helstu persónulegu áhrifavaldar þínir á leið þinni?

14. Hverra lítur þú upp til sem fyrirmynda og hvers vegna?

15. Eru öll trúarbrögð leit að hinum sanna Guði eða hefur kristin trú þar einhverja sérstöðu?

16. Margir segja að trú sé á undanhaldi hjá ungu fólki. Ef það er rétt, hver er skýring þín á því og hvað ber að gera í því?

17 "Kirkjan er lýðræðisleg stofnun og almenningur á að móta stefnu kirkjunnar." "Kirkjan er stofnun sem verður að fylgja lögmáli Guðs og því verður hún að vera sjálfstæð og getur ekki alltaf farið eftir skoðun fjöldans." Hver er skoðun þín á þessum fullyrðingum?

18. Trú og skynsemi. Gætir þú gefið þitt sjónarhorn á þessum hugtökum?

19. Trú verður fyrir aukinni gagnrýni og jafnvel áreitni. Hvert er viðhorf þitt til þessarrar gagnrýni og hvernig ber að taka henni. Hvað eiga kristnir menn að gera - og kirkjan.

20. Hefur kirkjan of lítil áhrif? Kemur að þínu mati til greina að kirkjan reki skóla eða leikskóla? Jafnvel að kirkjan hafi dagblað, tímarit eða sjónvarpssendingar?

21. Hvert er álit þitt á fríkirkjulegum söfnuðum og öðrum kirkjudeildum ss. kaþólskum og söfnuði rétttrúaðra. Ber þjóðkirkjunni hafa samráð við þessar kirkjur, eða fara sína eigin leið?

22. Margir segja að hjónabandið og fjölskyldan eigi í vök að verjast. Finns þér koma til greina að styðja hjónabandið og fjölskylduna með einhverjum hætti, jafnvel vekja máls á því við stjórnvöld?

23 Hver er afstaða þín til fóstureyðinga? Ber kirkjunni að taka þátt í umræðum um fóstureyðingamál og andæfa þeim eða ber henni að halda sig til hlés?

24. Hver er afstaða þín til jafnréttis kynjanna? Hver er skoðun þín á öðru jafnrétti?

25. Hver er þín stjórnmálaskoðun? Skiptir stjórnmálaskoðun biskups máli?

26. Hvert er viðhorf þitt til deilu Palestínumanna og Ísraelsríkis? Og kjarnorkudeilu við Írana?

27. Margir einstaklingar sem barist hafa gegn óréttlæti hafa valið að grípa til terrorisma. Hvað finnst þér um það?

28. Ef þú mættir gagnrýna forvera þína í embætti. Hvernig myndir þú gera það?

29. Hvað tekur við ef þú verður biskup. Hvernig mun almenningur verða var við þig í embætti?

30. Hvernig er háttað persónulegu bænalífi yðar?

31. Hver er eftirlætis Davíðssálmur þinn? 

32. Mætti ég biðja þig að útskýra Trúarjátningu kristinna manna, merkingu hverrar hendingar fyrir sig og þýðingu hennar fyrir einstaklinginn?

 

33. Hvaða orð úr Ritningunni verða einkunnarorð þín í embætti?


Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband