Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hefðbundin staðgöngumæðrun

Þegar gerð var símakönnun á vegum MMR í janúar sl. kom fram að 85% landsmanna er meðfallinn staðgöngumæðrun ef hún er ekki í hagnaðarskyni. Þetta er út af fyrir sig athyglisvert. En hvaða forsendur voru gefnar þegar spurt var og hvernig staðgöngumæðrun var verið að spyrja um? Það er fremur snúið að skilja þetta.

Til eru tvenns konar tegundir: það er hefðbundin staðgöngumæðrun og full staðgöngumæðrun - og þær eru um margt ólíkar.

Við hefðbundna staðgöngumæðrun gengur kona með barn frá sínu eigin eggi sem er fjóvgað með sæði hins væntanlega föðurs.  Hún lætur svo frá sér barnið að lokinni meðgöngu, venjulega til einhvers nákomins. Þetta hefur verið til um aldir, en reynslan hefur sýnt sig að þessi tegund staðgöngumæðrunar er sjálfs takmarkandi. Það er athyglisvert þegar maður leiðir hugann að þessu og skoða sögu staðgöngumæðrunar.

Þetta gerist nánast einungis í "innsta kreds" innan fjölskyldna, milli systra, vinkvenna o.s.fv. og t.d. indverskar eða afrískar mæður myndu aldrei fást til að vera með í þess háttar.  

Hinn takmarkandi þáttur eru fyrst og fremst tilfinningatengsl móðurinnar við sitt eigið barn.

Þetta stendur ekki til að leyfa á Íslandi.

Hér er nokkurs virði finnst mér að átta sig á að þessi tegund er sjálfstakmarkandi og að leyfa hana með lögum myndi hvorki leiða til innflutnings á konum til að ganga með barn fyrir aðra og ekki heldur þróast yfir í starfsemi í hagnaðarskyni hér á landi.

Konur erlendis munu heldur ekki fást til að taka þátt í þessu fyrir íslenskar konur eða það sem er líklegra, að konur vilji síður egg úr konum sem þær vita ekkert um hvorki lifnaðarhætti eða erfðaupplag. Reynslan sýnir okkur þetta. 

Ég hugsa með mér að þrátt fyrir áhættu við meðgöngu og aðra flækjuþætti að þegar ein kona nákomin gerir líkt fyrir aðra af fórnfýsi og hjartagæsku þá sé um óvenjulegt kærleiksverk að ræða. Ég á erfitt með að vera á móti því.

Leiði maður hugann að hinni tegund staðgöngumæðrunar sem er svokölluð full staðgöngumæðrun ( full surrogacy ) er allt annað uppi á tengingnum, hún vekur upp stærri siðferðislegri vanda og flækjustigið meira, ég mun tala um það nánar síðar.

En þá kem ég aftur að könnunni sem ég minntist á hér að ofan: Ég spyr mig hvort þeir sem hafi svarað hafi almennt gert sér grein fyrir því að það er ekki  verið að spyrja um það sem ég hef lýst hér að ofan - heldur fulla staðgöngumæðrun sem er allt annað!!

 


Staðgöngumæðrun - hvað á að leyfa og hvað á að banna.

Fyrir fimm árum síðan var gefin út bók sem vakti mikla athygli. Hún fjallar um það hvernig smám saman hefur orðið til iðnaður og markaður tengdur honum til að geta börn, ganga með börn fyrir aðra, selja sæði, egg og sem afleiðing af því nánast hanna börn eins og við helst viljum hafa þau.

Bókin ber nafnið THE BABY BUSINESS og var gefin út af Harvard útgáfunni Höfundi hennar Debora L. Spar þykir hafa tekist vel upp á hlutlausan og greinargóðan hátt að varpa ljósi á starfsemi sem er óðum að verða að alþjóðaviðskiptum sem tengast tæknifrjóvgun, ættleiðingum og ekki minnst staðgöngumæðrun. Nú þurfum við Íslendingar að fara að kynna okkur þetta.

 

Ég vil beina ahyglinni sérlega að staðgöngumæðrun, sem svo hefur verið nefnd. Staðgöngumæðrun er bönnuð á Íslandi. Það hefur einhverra hluta vegna ekki þótt eðlilegt að kona gangi með barn fyrir aðra í greiðaskini eða fyrir peninga. 

Nú er kominn nýr flötur á málið hér á Íslandi. Komin er fram tillaga til þingsályktunar sem lögð var fyrir alþingi þann 30. nóv. síðastliðinn.

Tillagan leggur til að heilbrigðisráðherra skipi starfshóp sem undirbúi frumvarp sem heimili staðgöngumæðrun á Íslandi.  Tillagan tekur til nokkur atriði sem starfshópurinn skal taka mið af við vinnu sína en þau eru:

  1. staðgöngumæðrun verði aðeins heimiluð í velgjörðarskyni
  2. sett verði ströng skilyrði fyrir staðgöngumæðrun í því augnamiði að tryggja sem best réttindi, skyldur og hagsmuni staðgöngumæðra og væntanlegra foreldra og réttindi og hag þeirra barna sem hugsanlega verða til með þessu úrræði
  3. verðandi staðgöngumæður og verðandi foreldrar verði skyldugir til að gera með sér bindandi samkomulag um staðgöngumæðrun. 

 

Nú leikur mér forvitni á að vita hvað mönnum finnst um þetta. Það er alltaf viss hætta á því að svona mál fái enga eða litla umfjöllun í litlu samfélagi og það sé látið eftir hagsmunatengdum sérfræðingum að komast að niðurstöðu.

Það er mikilvægt að tala um þessi mál af stillingu og reyna að setja sig sæmilega inn í rök og mótrök.

Þetta er ekki fyrst og fremst læknisfræði heldur siðferðismál og ætti að vera hægt að komast nálægt kjarna málsins með brjóstvitinu.  Ég bíð eftir áhugaverðum samræðum. 


Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband