Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Löggæsla

Til að maula á með morgunkaffinu: Um vernd einkalífs í finnsku stjórnarskránni.

10 . grein

1. Einkalíf manna, mannorð og friðhelgi heimilis skulu tryggð. Um vernd persónuupplýsinga gilda sérstök lög. 

2. Innihald persónulegra bréfa og símtala eru leynileg, sem og aðrar trúnaðarupplýsingar sem ganga á milli manna.

3. Með lögum má ákveða með hvaða aðgerðum er heimilt að rjúfa heimilisfrið og eru nauðsynlegar til þess að vernda grundvallarréttindi og frelsi manna og rannsókn á glæpum. Með lögum má einnig ákveða að skerða leynd trúnaðarupplýsinga sé það nauðsynlegt við rannsókn á brotum sem ógna öryggi einstaklingsins eða samfélagsins eða friðhelgi heimilisins, vegna réttarhalda og öryggiseftirlits eða við frelsissviptingu. 

 

Var þetta snúið? Já, það var það áreiðanlega. Enda hafa Finnar sterka nágranna og þurfa að verja sig t.d. gegn njósnum. Fáið ykkur aftur í bollann!  


Grýtingar eru bannaðar!

Ég sá frábæran frambjóðanda í dag sem ég ætla að kjósa. Það er Magnús Thoroddsen. Ef ég kysi einn mann kysi ég hann. Næstur kæmi Þorsteinn Gylfason og úr því ég er byrjaður að telja upp þá er þriðji maður á lista Mikael Karlsson heimspekingur.

Ég var að glugga í sænsku stjórnarskrána í dag og þá norsku. Írska liggur á borðinu ásamt þeirri japönsku. Suður-Afríkumenn hafa víst áhugaverða stjórnarskrá að sagt er, sem mætti skoða.

Stjórnarskráin þarf að innihalda grein um réttinn til að mótmæla. Hann gæti    t d. verði hluti af grein um félaga- og fundafrelsi.

Þar má standa:

1. Leyfilegt er að stofna til friðsamlegra mótmæla. Með friðsamlegum mótmælum er átt við þau sem ekki stofna lífi og heilsu manna í hættu eða valda eignatjóni.

Ég ætlaði að skrifa grýtingar eru bannaðar en hætti við.


Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband