Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðing um stjórnarskrá III Um trúfrelsi í finnsku stjórnarskránni. (Finlands grundlag)

Við þurfum að skoða gaumgæfilega allar stjórnarskrár grannþjóða okkar lið fyrir lið og valinn hópur þarf að samlesa allar þessar skrár. Þaðan kemur traustur grunnur fyrir vinnu stjórnlagaþings. 

Hér er kafli úr finnsku stjórnarskránni frá 1999 um trúfrelsi.  

 

Paragraf 11. Um trúfrelsi og rétt til sannfæringar.

1. Sérhver maður hefur frelsi til trúar og sannfæringar.

2. Með trúfrelsi er átt við réttinn til að játa trú, taka þátt í trúariðkun, tjá sig um trúarsannfæringu sína og tilheyra trúfélagi eða söfnuði. Engan má skilda gegn sannfæringu sinni til að að taka þátt í trúarathöfn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég skrifa fyllilega unir þetta og vli bæta við að ríkið mætti ekki hygl einni lífskoðunarstefnu umfram aðrar.

Það yrði veruleg bót ef þetta yrði orðað svona en raunar þarf bara að hafa 5 orð í 6. kaflanum. "Á á Íslandi skal ríkja trúfrelsi."

Orðið trú kemur ekki fyrir í Stjórnarskrá okkar. Ekki helur orðið trúfrelsi. Það er afar einkennilegt. Allt sem kemur fram er að ein stofnun eða félag hafi vernd og stuðning umfram aðrar skylar stofnanir og félög af sama toga.  Loks er svo sá óþrfi tekinn frm að fólki sé frja´lst að vera í því félagi sem það kýs eða ekki. Eitthvað, sem er fyrir í 74gr og óþarfi að tvítaka.

Allur 6. kafli stjórnarskrárinnr hefur það eitt að augljósu markmiði, en það er að hygla hinni kristnu evangelísku kirkju með svo opnu orðalagi að það er í raun hægt að leyfa það bruðl sem nú er stunað og jafnvel gott betur.  Ekkert stenur þó um aðgang hennar að opinberum stofnunum og skólum framar öðrum né að ríkið taki að sér að leggja fram nánast allt rekstrarfé.

Þessi kafli er því allsherjar stjórnarskrárbrot í sjálfu sér.  Hann er ekki um trú eða trúfrelsi, eins og menn vilja meina. Skora á alla að lesa hann og svo aðrar greinar um mannréttindi þegnrétt og jöfnuð.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2010 kl. 10:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rétt að taka fram að framlegð ríkisins til þessa apparats er þrefalt á við rekstrarkostnað lanhelgisgæslunnar.

Maður hlýtur að spyrja sig í hvað þetta fari og hvað réttlæti þetta þegar allir, sem þjónustu sækja þangað, þurfa að greiða hana að fullu úr eigin vasa eins og um einkafyrirtæki sé að ræða. (sem þetta raunar er, því ekki er þetta ríkisfyrirtæki að sögn kirkjunnar)

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2010 kl. 10:52

3 identicon

Annarsvegar er spurning um orðalag trúfrelsis, hinsvegar um aðskilnað ríkis og kirkju þannig að ekkert á fjárlögum sé ætlað til trúmála.  Álít þjóðaratkvæðagreiðslu tímabæra hvað þetta varðar.  Líst annars vel á orðalag finnsku stjórnarskrárinnar um trúfrelsi.

Kvreðja, LÁ

lydurarnason (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 12:35

4 Smámynd: Guðmundur Pálsson

"Á Íslandi skal ríkja trúfrelsi" er gott og ekki hægt að misskilja. Við þessu bætir finnska stjórnarskráin frelsi til sannfæringar sem varðar hvaðeina sem kannski flokkast ekki undir trú heldur lífsskoðun. Þetta varðar hina trúlausu.

Þú minnist á 6 kafla Jón Steinar. Líklega má fella út 63 grein í 6 kafla sem segir að... allir eigi rétt að stofna trúfélög..  og heldur áfram með... að ekki megi kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.

Þetta síðast nefnda virðist óþarft og gæti betur fallið undir félagafrelsi og tjáningarfrelsi. Það á betur heima í sérstökum kafla.

Guðmundur Pálsson, 10.11.2010 kl. 13:35

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hel að 73. og 74. grein dekki þetta ágætlega eins og ég segi og jafnvel má skerpa orðalag þeirra eitthvað til að ekkert fari milli mála. Sé ekki að það þurfi sér kafla.

Hvað trú og sannfæringu varðar er ansi þokukennd lína sem markar af í skilgreiningu. Kannski trú sé skilyrt einhverskonar yfirnáttúru, en það má líka túlka það breitt eins og mér sýnist þjóðkirkjuprestar gera, er þeir kalla trúleysi trúarbrögð. Orðsyfjarnar skipta kannski einhverju. Þ.e. trú í breiðum eða þröngum skilningi. Auðvitað trúa allir einhverju, en það er ansi háð því hvor skilgreiningin liggur að baki.

Ég vona bara að rökræðan brenni ekki upp í slíkum hártogunum, en það er þó viðbúið og vert að hugleiða þetta. Trúmenn hafa einmitt afveigaleitt allar umræður frá málefninu út í svona rauðar síldar, enda standast réttlætingar þeirra ekkert ljós. 

Ef kirkjan er svo sterk sem af er látið og 90% þjóðarinnar að baki henni, sé ég ekki að það þurfi að tryggja henni einhver sérréttindi, hvað þá rekstrar og launakostnað. Það segir sig sjálft er það ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 00:16

6 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég held að best sé að halda sig við viðteknar skilgreiningar td á trú og trúleysi ef eitthvað á að vera hægt að fjalla um þér í stjórnarskrá.

Eins og þú nefnir held ég að ekki sé farsælt að þjóðkirkjan hafi sjálfkrafa sérréttindi. Fólkið sjálft þarf að sýna trú sína og vera virkt og styrkur kirkjunnar þarf að koma innan frá ef svo má segja en ekki koma til vegna stjórnskipunar. Þar að auki er það brot á hlutleysisreglu ríkisins.

Guðmundur Pálsson, 12.11.2010 kl. 00:41

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru trúaðir sem hafa í vörnum sínum reynt að útvatna hugtakið og gera það afstætt.

Það að túlka trúarhugtakið breitt, jafnvel í svo þröngu samhengi er náttúrlega út í hött.  Það er ekki hægt að segja að trúaðir séu fólk, sem öllu trúi eins og nýju neti frekar en að trúlausir trúi akúrat engu. Það getur hver mður sagt sér nema þá helst málsvarar sérréttinda þjóðkirkjunnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband