Leita í fréttum mbl.is

Lifandi stjórnarskrá (living constitution) að hætti Bandríkjamanna?

Lifandi skrá:  

Stjórnarskráin bandaríska er lifandi skrá (living constitution) eins og Bandaríkjamenn segja stundum um sína skrá frá 1787 og eru stoltir af. Með lifandi skrá er ekki aðeins átt við að hún sé skiljanleg og höfði til fólksins heldur þróist hún einnig í takt við tímann. Höfuðgildin eru einföld, frelsi og réttlæti og varðandi stjórnskipunina sjálfa, að tempra ríkisvaldið.

Það væri óskandi að okkur takist það sama og reynir það mikið á samlyndi manna og víðsýni. Ég held að mestu skipti hvernig við hugsum hana þegar í byrjun og hugarfar stjórnarskrármanna verður að vera óbundið af eigin hagsmunum.

Mistökin gætu legið í þessu:

Stjórnarskráin má ekki festa einhvern hóp samfélagsins í skoðum sem annar hópur ákveður,  (þessi setning er frá Gunnari Hersveini ) en töluverð hætta er á því eftir áföll þjóðarinnar. Það væri afleitt og skaðlegt og hverjir gætu staðið fyrir því?

Einsýnir aktívistar, einstaklingar sem eingöngu vilja á þing til þess að skara eld að sínum hópi, kyni eða þjóðfélagsskoðun. Kjósum þá ekki, heldur þá sem hafa hag allra Íslendinga að leiðarljósi. 

Stjórnarskráin á að vera skír og sem styst, en ekki laus við túlkunarmöguleika. Hæstiréttur getur skorið úr um sérstök vandasöm túlkunaratriði varðandi stjórnarskrána eins og algengt er erlendis og það er betra en að hafa alla þætti niður njörfaða. Sama fyrirkomulag gæti hent í Íslandi.

En stjórnarskráin má ekki verða eins og skjal í rammgerðum peningaskáp í læstri hvelfingu heldur meira í líkingu við traust skip á hafi úti með okkur sjálf innanborðs.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband