Leita í fréttum mbl.is

Grýtingar eru bannaðar!

Ég sá frábæran frambjóðanda í dag sem ég ætla að kjósa. Það er Magnús Thoroddsen. Ef ég kysi einn mann kysi ég hann. Næstur kæmi Þorsteinn Gylfason og úr því ég er byrjaður að telja upp þá er þriðji maður á lista Mikael Karlsson heimspekingur.

Ég var að glugga í sænsku stjórnarskrána í dag og þá norsku. Írska liggur á borðinu ásamt þeirri japönsku. Suður-Afríkumenn hafa víst áhugaverða stjórnarskrá að sagt er, sem mætti skoða.

Stjórnarskráin þarf að innihalda grein um réttinn til að mótmæla. Hann gæti    t d. verði hluti af grein um félaga- og fundafrelsi.

Þar má standa:

1. Leyfilegt er að stofna til friðsamlegra mótmæla. Með friðsamlegum mótmælum er átt við þau sem ekki stofna lífi og heilsu manna í hættu eða valda eignatjóni.

Ég ætlaði að skrifa grýtingar eru bannaðar en hætti við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég skrifaði í textanum hér fyrir ofan Þorsteinn Gylfason. Hann var kennari minn í heimspekideild. Þetta átti vitaskuld að vera bróðir hans Þorvaldur Gylfason.

Og úr því ég er farinn að tala um þá bræður má geta þess að faðir þeirra Gylfi Þ. Gíslason skrifaði grein sem heitir Endurskoðun stjórnarskrárinnar í Alþýðublaðið 13 og 14 jan 1948. Gylfi var hugmyndafræðingur svokallaðar aðgreiningarhyggju um endurskoðun stjornarskrárinnar á árunum eftir stríð. Hann taldi a frmkvæmdavaldið væri um of undirgefið þinginu og sjórnmálaflokkunum. Helsta umbótatillaga Gylfa var að afnema þingræðið. Magnús Thoroddsen talar um það sama í kynningu sinni til stjórnlagaþings sjá hér. Ég mæli með því að menn kynni sér þetta.

Guðmundur Pálsson, 12.11.2010 kl. 10:36

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sæll, ég er einnig komin með eina 10 á minn lista. Þetta smá kemur.

Kolbrún Baldursdóttir, 12.11.2010 kl. 11:04

3 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Það vildi ég vita hverja þér líst á Kolbrún. Þú segir frá þeim þegar að því kemur. Ég bíð spenntur og fylgist með netsíðu þinni.

Guðmundur Pálsson, 12.11.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband