Leita í fréttum mbl.is

Að velja á stjórnlagaþing þá sem hefja sig yfir dægurþrasið.

Mikilvægasta viðfangsefnið á stjórnlagaþingi er að fá skikkanlega stjórnskipan á Íslandi.

Við þurfum skipan sem landsmönnum finnst vera réttlát og skilvirk. Svo menn segi allir sem einn: "Við þetta vil ég una. Þessu treysti ég. Ég get sjálfur haft áhrif og árif annarra skipta máli einnig. Og ég uni niðurstöðunni."

Af hverju segi ég þetta? Það er vegna þess að takist þetta fáum við endurnýjaða trú á æðstu embættismönnum þjóðarinnar, forseta, alþingismönnum og dómurum.

Við erum að kafna úr vantrú á kerfið, sjálfa stofna samfélagsins og segja má með réttu að það hóti tilveru okkar sem þjóðar á ísmeygilegan hátt, ekki með neinum ofsa eins og stríð gerir heldur hægt og rólega dregur það úr okkur vonina og kraftinn. 

Við hreinlega verðum að gera þetta vel og með glæsibrag.

En til þess að það takist þurfa kosnir fulltrúar að hefja sig yfir dægurþras og flokkadrætti. Næst þessu mikilvæga atriði er að jafna atkvæðisrétt.

Við getum ekki látið kirkjupólitík, trúmál eða ESB þrætur kæfa þingið. Heldur ekki hagsmunamál sérstakra hópa sem vilja þrengja sér inn í skrána, hagsmunasamtaka, félaga eða stétta.

Stjórnarskráin verður að vera framsýn lýðræðisleg sáttarskrá sem sameinar Íslendinga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband