17.12.2010 | 23:12
Múslimum fjölgar í Evrópu og samlögun gengur ekki eins og menn héldu.
Nýlega kom út bók í Danmörku sem heitir ÍSLAMS MAKT Europas ny virkelighed eftir Karen Jespersen og Ralf Pittelkow. Hún er fróðleg og upplýsandi.
Við Vesturlandabúar erum eðlilega hræddastir við hryðjuverk sem tengjast öfgafullri íslamstrú. En það er ekki rétt áhersla að horfa á öfgana og furða sig yfir geðbilun ungra terrorista. Við ættum þess í stað að kynna okkur þessa trú og skilja grundvallaratriði hennar. Þannig er hægt að skilja sprengjurnar (... en ekki réttlæta þær N.B.) og þannig getum við raunar skilið okkur sjálf.
Það er þegar komið í ljós að trúmenn íslams óska ekki samlögunar ( integration) við lífsstíl Vesturlandabúa og það virðast stjórnmálamenn almennt ekki skilja.
En hvers vegna er samlögun óhugsandi? Það er vegna þess að þeim finnst lífstíll okkar ósamrýmanlegur siðareglum íslam í mjög veigamiklum atriðum. Og ekki bara ósamrýmanlegur heldur ósiðlegur og jafnvel fyrirlitlegur.
Það eru sérstaklega sifjamál og fjölskyldumál sem þeir gúttera ekki í lífsstíl okkar: Staða kvenna, frjálslegur hjónabandsskilningur okkar, kynlíf fyrir hjónaband, tíðir skilnaðir og samband karls og konu, fá börn, einstaklingshyggja. Auðvitað fjölmargt annað en þetta eru aðal atriðin.
Venjulegir fjölskyldumúslímar tala ekki mikið um þetta antipatí en viðhorfin koma skírt í ljós í vali jafnvel hófsamasta fólks: Það eru t.d. næstum engin blönduð hjónabönd í Svíþjóð og Danmörku þar sem ég þekki til. Það stuðar hreint og beint að sjá að það virðist ekki koma til greina t.d. fyrir ungan múslíma að giftast sænskri konu. Það er nánast útilokað. Að múslímsk kona sé í hnappheldunni með Svía aða Dana - er enn sjaldgæfara ( ca 1-4%).
Viljandi eða af nauðsyn myndast svokölluð "parallell samfund", sjálfstæð samfélög múslíma í þessum löndum því menn telja þessi gildi ósamrýmanleg.
Ánægja þessa fólks, lífsfylling og dýpstu gildi þess, eins og t.d. gleði yfir miklum barnafjölda í fjölskyldu fara ekki saman við þann lífstíl sem við höfum valið okkur.
Gaman væri að fá komment á þetta. Ég hef einungis áhuga á málefnalegri umræðu. Ég vinn Svíþjóð og þekki sæmilega til múslima og þeir eru margir skjólstæðingar mínir.
Stærsta moska Vestur-Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- juliusvalsson
- heidathord
- jonvalurjensson
- arnaeinars
- svanurg
- zeriaph
- vonin
- jeremia
- fsfi
- axelaxelsson
- asthildurcesil
- lydveldi
- baldher
- benediktae
- bjarnihardar
- gudmundsson
- gattin
- brandarar
- esgesg
- einarbb
- finnbjgisla
- fhg
- vidhorf
- geiragustsson
- fosterinn
- bofs
- zumann
- tilveran-i-esb
- vinaminni
- halldorjonsson
- smali
- hannesgi
- don
- jensgud
- johannbj
- islandsfengur
- jonmagnusson
- bassinn
- askja
- kolbrunb
- kristinn-karl
- krist
- stinajohanns
- lydurarnason
- marinogn
- martasmarta
- mortenl
- pallvil
- predikarinn
- ragnarfreyr
- ragnargeir
- rosaadalsteinsdottir
- logos
- sigurbjorns
- siggigretar
- sjonsson
- siggimaggi
- sigurjonth
- myndasagan
- stebbifr
- svavaralfred
- saemi7
- theodorn
- toshiki
- trj
- valdimarjohannesson
- valgardur
- postdoc
- thorhallurheimisson
Athugasemdir
Sæll, Guðmundur. Klemman virðist vera sú að múslimar sækja í lífskjör okkar vesturlandabúa en ekki lifnaðarhætti. Í sjálfu sér ætti engan að angra þó múslimir eigi sín bænahús og konur þeirra klæðist búrkum. Hinsvegar höldum við fast í tjáningarfrelsi okkar um hvaðeina, líka trúarbrögð. Einnig er viðhorf okkar til kvenréttinda gjörólíkt. Núningur milli svo ólíkra menningarheima er óumflýjanlegur enda reynslan sýnt það. Spurningin er hvort okkur finnist það fjölmenningarinnar virði?
Kveðja, Lýður.
lydurarnason (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 23:47
Samlögun gengur ekki eins og þínir líkar héldu.
Að öðru leyti gekk þetta barasta eins og múslimar héldu, sem aðrir.
Ekki eins og þið hélduð...
Sigurjón, 18.12.2010 kl. 01:12
Sæll Lýður. Tek undir þetta án þess þó að svara síðustu spurningu þinni sem er hin stóra spurning. Þú bendir sérstaklega á tjáningarfrelsið. Fyrst urðu menn eiginlega varir við þennan mun svo um munaði árið 1989 þegar erkiklerkur Khomeni lýsti yfir fatwa gagnvart Salman Rushdie vegna bókarinnar Satanic Verses. Menn áttuðu sig ekki á því hvað var að gerast. En þetta var þó það sem koma skyldi. Síðar gerist mun nær okkur drápið á Theo Van Goch í Hollandi og ófriðarbylgja vegna Múhameðsteikninga. Allt verkur þetta óhug.
Það er augljóst að múslimar virða ekki gagnrýni sem beinist að trú þeirra og sumir virðast "sturlast" ef farið er inn á þetta svið. En við getum nú verið viðkvæmir líka fyrir gagnrýni á okkar Guði.
Ég hef ekki hugmynd um hvar ég stend í þessu máli. Stundum finnst mér ofurögrandi-fjölmiðla-tjáningar-frelsi ekki vera mitt frelsi heldur einhverra annarra öfgamanna sem vill til að eru "mín megin". Ég styð þá með hálfum hug og varla það.
Guðmundur Pálsson, 18.12.2010 kl. 01:13
Þetta á eftir að verða mjög erfitt á komandi árum haldi fjölgun múslima áfram í Evrópu. Ekki það að þetta sé slæmt fólk. Sómafólk upp til hópa en bara að samræma þeirra hugmyndir um samfélagið og okkar.Verður verulega snúið bæði pólitískt og samfélagslega. Erfitt í dag þarna, en eftir 20 ár úfffff.
Sveinn (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 01:17
Það hefur sýnt sig og sannað að múslimar munu aldrei beygja sig undir lög og reglur þeirra landa sem þeir flytja til í Evrópu. Í sömu andrá eru þeir grjótharðir á því að við beygjum okkur undir þeirra lög og reglur, í þeirra heimalandi. Yfirgangur og frekja einkennir þeirra framkomu, heimta sín bænahús en drepa síðan þá sem biðja um kirkju í þeirra heimalandi. Feður og bræður myrða systur og dætur ef þær svo mikið sem líta í áttina að vesturlandabúum. Hvað er að fólki sem þykist ekki sjá svona geiðveiki? Aðeins ein regla ætti að gilda í okkar samfélagi. Skilyrðislaus virðing fyrir okkar lögum og reglum. Norðurlöndin eru búin að missa öll tök á þessum málum svo við skulum byrgja brunnin áður en við lendum sjálf í honum. Besta forvörnin er að sjálfsögðu að hleypa ekki þessu liði inn í landið.
Davíð Þ. Löve, 18.12.2010 kl. 02:04
" Í sjálfu sér ætti engan að angra þó múslimir eigi sín bænahús og konur þeirra klæðist búrkum".
Þessi setning inniheldur mikinn sannleika. Konur er nefnilega ekki múslimar heldur eign múslima.
Þetta á að angra okkur. Þetta á að gera okkur bálreið. Þetta á að brýna okkur til að nota ekkert tækifæri ónotað til að leggja stein í götu íslams.
marcilius (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 02:21
Góð grein og mjög íhugunarverð, Guðmundur!
Og umræðan er strax orðin fjörug og ekki skafið af því.
Jón Valur Jensson, 18.12.2010 kl. 02:27
þegar þú "veist" að guð er með þér í liði, þá er hitt liðið ekki til neins nema að tapa fyrir þér.
en velferðarsamfélög vestur-evrópu er eitthvað sem fólk frá öðrum hlutum heimsins líta öðrum augum en við.
í okkar augum eru atvinnusleysisbætur ekki eitthvað sem er flott að redda sér, þetta er í augum okkar einungis tímabundið net til að við dettum ekki útaf kortinu á meðan illa gengur, sama með flesta aðra styrki, fólk er oftast nær ekki að sækja sér styrki nema þegar þau þurfa á þeim að halda eða finnst það þurfa á þeim að halda.
einnig gerum við okkur grein fyrir að þetta velferðarsamfélag með þetta öryggisnet sem okkur þykir svo sjálfsagt, er til staðar því við öll setjum í púkkið, allir leggja sitt að mörkum.
mikið af innflytjendum sem koma frá mið-austurlöndum koma frá samfélögum þar sem stjórnvöld er í þeirra augum einungis eitthvað sem stjórnar hernum og segir þeim hvað það má og má ekki, lítið traust og þeim dettur ekki í hug að stjórnvöld geri eitthvað fyrir þau nema í mesta lagi haldi uppi aðgang að spítölum og þess háttar grunnnauðsynjum.
þetta fólk kemur hingað og hugsar "vá, ókeypis peningar, og það eins sem ég þarf að gera er að fylla út eitthvað plagg og mæta einu sinni á viku til að fá stimpil, sniðugt"
þetta fólk er ekki illa innrætt og meðvitað að reyna að féfletta þetta velferðarkerfi þar til það bognar undan álaginu, einungis mismunandi menningarheimar og lítill skilningur á hvað liggur að baki.
og auðvitað eru svona einstaklingar til sem eru heimamenn, eins og sást hjá þessarri konu með um 400.000 kr á mánuði, kvartandi undan því að eiga ekki fyrir jólunum. en þetta er í minnihluta svona fólk sem hugsar eins og að samfélagið skuldi sér eitthvað.
og á sama tíma og fólk er að fá mánaðargreiðslur og matarpeningar o.s.frv. eru sumir þeirra að drulla yfir hvernig konur fá að ganga eftirlitslausar, hálfnaktar og keyra bíla og hvað það nú er.
gera sér ekki grein fyrir að samfélag sem getur haldið uppi svona velferðarsamfélagi, er einmitt samfélag sem hefur losnað úr fjötrum kynjamisréttis og trúarbragðabulli.
auðvitað leynast einhverjir bullukollar inn á milli, sem líta á konur sem búfénað eða ódýrt vinnuafl, nú eða trúir á stokka og steina, en þetta fólk er á jaðrinum og mun oftast vera þar.
Egill, 18.12.2010 kl. 03:29
Hafa múslimar eitthvað verið að ónáða ykkur? Ég held að það mundu fleiri kvarta yfir ágangi frá mormónum en múslimum á Íslandi, þrátt fyrir að það séu þrisvar sinnum fleiri múslimar en mormónar hérna. Án þess að ég sé neitt að gagnrýna mormóna, mér finnst þeir vera flott fólk...
Durtur, 18.12.2010 kl. 06:21
Það þarf að semja heilan lagabálk fyrir múslima hér á landi og hann þarf að innihalda ströng viðurlög ef lögin eru brotin. Bann við umskurði, bann við fjölkvæni, bann við klæðnaði sem hylur andlit, bann við giftingum systkinabarna (það er mjög algengt hjá þeim) og ýmislegt fleira. Þessi lög á síðan að kynna fyrir hverjum þeim múslima sem hér ætlar að búa, jafnvel þó það sé aðeins um skamman tíma. Að sjálfsögðu þarf svo hver einasti múslimi að skrifa undir pappíra þess efnis að hann hafi kynnt sér þessi lög og reglur og hann hafi samþykkt að fara eftir þeim að öðrum kosti verði honum/henni tafarlaust vísað úr landi.
Ásta Óla (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 09:54
Mehdi Mozaffari heitir maður, prófessor í Arhus þar sem hann stýrir Miðstöð rannsókna á Íslam. Hann þekkir Íslam vel frá heimalandi sínu Íran þar sem hann ólst upp. Hann segir að það sé ekki íslamskur terrorismi sem við ættum að vera mest hrædd við:
"Hryðjuverkastarfsemi getum við barist gegn því hún er sýnileg. En ósýnilegur hluti íslamismans er hættulegastur því hann reynir að breyta lýðræði okkar, viðurkennir ekki fjölmenningu, sveigjanleika, umburðarlyndi og jafnrétti milli manna sem eru grunnstoðir lýðræðissamfélaga okkar".
Guðmundur Pálsson, 18.12.2010 kl. 10:01
Fólk virðist vera að opna augun fyrir því hvert geðveiki fjölmenningarstefnunar er að leiða samfélög heimsins:
http://island.pan-nationalism.org/nationalism_faq/
Gísli (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 10:14
Ég trúi á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Ef gesturinn samþykkir ekki húsreglur og venjur heimamannsins þá á hann að láta vera að koma í heimsókn. Og heimamaðurinn á að loka dyrum sínu.
Sumt blandast einfaldlega ekki en það er ótrúlega erfitt að fá sumt fólk til að viðurkenna hið augljósa.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 10:23
http://www.youtube.com/watch?v=i9T6o-ROuWE&feature=related Hér er hellingur af fróðleik um hugsunarhátt múslima. Imam segir - það eru tvenskonar lög í vestrænum löndum, þeirra lög og svo okkar lög -. Tyrki sem kom til Svíþjóðar fyrir 40 árum er að flytja úr landi til Tyrkland. Hann er búinn að gefast upp á inflytjendamálum Svía. Er þá ekki mælirinn fullur?
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 11:06
http://www.youtube.com/watch?v=fYXh1-aQuHE&feature=related Hér er gott dæmi um Halal-stlátrun sem múslimar gera kröfu til á vesturlöndum. Tek fram að forsætisráðherra Svíþjóðar er hlyntur þessari miskunarlausu sláturaðferð, enda hef ég sterkan grun um að hann sé laumumúslimi eins og margir aðrir í sænska þinginu. Tek fram að þetta er ekki fyrir viðkvæma að horfa á.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 13:12
Hér virðast flestir sammála og ég tek undir margt hér að ofan. En við megum ekki gleyma að það eru til hófsamir Múslímar sem samlagast vel og þeir eru áætlaðir rúmlega helmingur þeirra.
En er eitthvað til í gagnrýni Múslíma á vestræn þjóðfélög? Finnst sannleiksvottur í henni, mér er spurn? Til dæmis varðandi fjölskyldumálin okkar og samskipti kynjanna? Tíðni skilnaða, skaðar þeir ekki börnin? Kynlífsvæðing, peningadýrkun, yfirborðsmennska? Yfirgangur fjölmiðla? Svo ég nefni eitthvað.
Mér er spurn?
Guðmundur Pálsson, 18.12.2010 kl. 14:09
Guðmundur, mér er spurn- fynst þér að helmingur múslima sem aðlagast vestrænum gildum, sé nóg og hvað með hina sem ekki aðlagast. Í Svíþjóð eru opinberar tölur 400.000 múslimar, en þeir eru að sjálfsögðu miklu fleiri, enda margir ólöglega í landinu. Sérðu fyrir þér, í dag, 2-300.000 múslima bara í Svíþjóð , sem ekki samlagast samfélaginu, en eru á opinberum stykjum í öllum myndum, sem greitt er af skattborgrum landsina. Hvað eru þá margir múslimar í vestur Evrópu sem ekki samlagast, í Frakklandi 2 milljónir og í Þýskalandi annað eins svo tekin séu dæmi. Ég segi bara - Guð minn góður , hvað er að í höfðinu á vestrænum stjórnmálamönnum. Gott dæmi er þegar Kósavo-albanar fengu það land á silvurfati, með aðstð vestrænna heimskingja. Nú er að koma í ljós hvernig lið þetta er. Serbar hafa orð á sér að vera siðlausir , en þeir komast ekki í hálfkvist við Albaníu pakkið. Því miður er þetta svona. Það má líka bæta því við að af einum milljarð múslima á þessari jörð, er helmingurinn 500 milljónir, hvorki læsir né skrifandi og fjölgar þeim mun hraðar en þeim menntuðu. Þetta segir okkur hvað Islam er í raun, en engin segir neitt því þá koma vinstri fíflin og auðnuleysingjarnir og garga " rasist, rasist. Þetta er nú einusinni svona, þegar fólk kýs heimskingja yfir sig.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 15:19
Það er nú gott að yfir helmingur múslima haldi friðinn. En það er einnig dapurt að það þurfi að nota yfir 50% mörkin en ekki 1-4% mörkin.
Ég ber vissa virðingu fyrir hefðum múslima, þ.e.a.s að þeir bera virðingu fyrir menningu sinni og standa upp til að verja hana.
Það er hlutur sem við vesturlandabúar gætum lært af þeim. En ef maður ber virðingu fyrir menningu sinni þá kemur vinstra stóðið og kallar mann þjóðernissinna, rasista eða nasista.
Ég bý í danmörku og á tvo vini sem eru harðkjarna múslimar. En þeir vinguðust við mig einungis sökum þess að ég er Íslendingur ekki dani. Þeir hata dani eins og pestina (reyndar deili ég þessari tilfinningu með þeim, þó ekki í sama magni).
Það er þó staðreynd að múslimir eru stórt vandamál í DK, mjög stórt.
Ég þoli ekki dani en ég reyni þó að fylgja regluverki þeirra.
runar (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 15:31
Sæll Guðmundur.
Þú átt þakkir skyldar fyrir að hefja umræðu um þessi mál.
Það er rétt sem þú segir að á meðan t.d. kristnir geta vel aðlagað sig að fjölmenningasamfélagi eiga múslimir erfitt með það og vilja það fæstir, jafnvel þeir múslímar sem telja má "hógværa". -
Lög Íslam, blönduð djúpum menningarrótum ýmissa siða, gerir það að verkum að múslímar munu ekki aðlagast fyrr en trú þeirra hættir að skipta þá jafn miklu máli og hún gerir í dag. - Fyrir 500 árum var kristni og kristnir menn í svipaðri stöðu. Hvað sem þeir fóru og námu lönd, komu þeir á kristni í stað þeirra siða sem fyrir voru.
Það hjálpar ekki þessari vangetu múslíma, til að aðlagast öðrum samfélögum, að margir þeirra telja vesturlönd fara ránshendi um auðlindir íslamskra ríkja og þvinga vestrænum gildum upp á íslamskar þjóðir.
Að lokum bætir ekki úr skák að Íslam er fyrir vestrænt fólk tiltölulega óskiljanlegur heimur.
Gott dæmi er þessi athugasemd Ástu Ólu hér að ofan sem er dálítið kostuleg. Hún vill semja sér-lög fyrir aðflutta múslíma og banna þeim það sem okkur hinum er heimilt, eins og að umskera sveinbörn og giftingu systkinabarna. (sem hvorutveggja er löglegt á Íslandi)
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.12.2010 kl. 16:31
Mér finnst þetta svona dæmigerð rugl. Hér er sagt að múslímar - svona alment - óska ekki eftir samlögunar við lífsstíl Vesturlandabúa. Og svo er bætt í: svona samlögun er líka óhugsandi vegna viðhorfs múslima.
Og svo fáum við að vita að þar séu til svona 50% hófsama múslima. Aðrir hlýta þá að vera öfga múslimar (5. kolonne fólk sem biða eins og vélmen eftir kallið frá imaminum).
Hér blandast saman hugtök eins og íslamisma og íslam og ekki er gert greinamun á múslima (t.d. sunni og síta). Og svo er flestir svo kallaður múslimar líkleg kúltúr-múslimar. Eins og könnun í Danmerku hefur leitt í ljósi þá fara bara 10 til 15% af múslimum reglulega í mosku. Og til siðast, þá er barnafjölgun i t.d. Danmörku hjá múslímum á niðurleið og hefur verið það lengi.
Gaman að benda á að Daniel Pipe (sem er þekkt fyrir að gagngrýna íslam og íslamisma) telur að 10% af muslímum aðhyllist íslamisma.
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 16:52
Hæ
Ég bý í stærsta músimaríki í heimi, en ég er að vinna í því ríki sem múslimi er upprunin, það er mikill munur þar á milli, þ.e.a.s trúin og hvernig menn og fólk túlkar trúnna. Ég bý í Indónesíu, ég hef aldrey kynnst glaðara og umburðalindara fólki, svo er ég að vinna í Saudi Arabíu það er önnur saga. Þetta allt saman er mikið og flókið mál en frá mínu sjónarhorni legg ég til að á Íslandi verði ekki leifð moska eða önnur tilhlýðrun í múslimskri trú, ef einhver er á annari skoðun legg ég til að sá hin sami kynni sér málin með því að koma til Arabíu og Asíu og skinnji ólíkindarheitin á lifnaðarháttum og trúaryðkunn hér og þar. Sumt er bara ekki hægt að sameina.
Óli
Ólafur Ólafsson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 17:11
Sammála Ólafi. Olía og vatn blandast ekki.
Halldór Jónsson, 18.12.2010 kl. 21:38
http://snaphanen.dk/2010/12/14/julia-caesar-dags-att-vakna-sverige/ Meira múslimanammi frá Svíþjóð , vert umhugsunar fyrir fávísa Íslendinga.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 22:07
Ólafur,
Villt þú ekki banna t.d. Omega og Krossinn? Ef þú ert er annari skoðun þá legg ég til að þú kynnir þig málin í t.d. USA og skinnjar ólikindarheitin á lifnaðarháttum og trúaryðkunn hér og þar. Er það hægt að sameina trú öfga-trú Omegafólksins og trú almenna íslendaga?
Jakob Andreas Andersen, 18.12.2010 kl. 22:22
Er ekki umræðan farin að þykkna aðeins? Hvað um það ég held að það sé ástæða til að hugsa um þetta.
Eins og segir réttilega í bók þeirra Karen Jespersen og Ralf Pittelkow: Íslam er ekki bara trú heldur snýst þetta um vald ( magt ) yfir lögum, siðvenjum og umræðu í því ríki sem það nær verulegri fótfestu.
Vald Íslam er siðavald sem ekki lætur sér segjast og fer ekki eftir venjulegum demokratískum reglum. Það er umhugsumarvert þó trúin í kjarna sínum geti í sjálfu sér verið fögur.
Ég lýsi eftir lögum eða reglugerðum um þennan málaflokk áður en Íslendingar glíma við vanda af því tagi sem umræðan hérna lýsir og Danir, Norðmenn og Svíar þekkja.
Verðandi innanríkisráðuneyti og alþingismenn með aðstoð sérfræðinga frá frændþjóðum okkar og Ríkislögreglustjóra ættu að taka sig til og meta horfur hér á landi næstu 20-50 árin - með tilliti til reynslu Norðurlandabúa. AF STAÐ NÚ LETINGJAR.
Hvað þarf að gera? Hvaða reglur þarf að setja ( ...er hægt að setja er aðal spurningin) og hvaða kröfur eru eðlilegar í lýðræðisþjóðfélagi til þess að vandinn verði sem minnstur?
Og svo öllum missilningi sé eytt. Mér er vel við múslíma eins og aðra. Raunar elska ég múslíma og finnst hamingja þeirra mjög skiljanleg. En mér er líka vel við mína eigin þjóð.
Guðmundur Pálsson, 18.12.2010 kl. 22:56
Sammála Ólafi. Við ættum að hlusta betur á þá sem hafa góða innsýn í þennan heim og hafa reynt þetta á eigin skinni. Það er erfitt ef ekki ómögulegt að snúa við þegar þeir verða orðnir fjölmennir hér.
Valgerður (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 01:53
HæÉg er ekki sérfræðingur í trúmálum þannig að ef ég fer með rangt mál, þá endilega leiðréttið mig...Mér skilst að Múslimar viðurkenni Jesús sem spámann og að Múhameð sé sýðasti spámaðurinn og að Guð múslima sé sá sami og Guð kristina, munurinn sé að múslimar viðurkenna ekki að Jesús sé sonur Guðs. Ég er viss um að kirkjur landsmanna standi öllu fólki opin til að fólk geti notið nærveru Guðs. Síðan ef fólk vill koma saman sér getur fólk eflaust verið með samkomusal. Þegar maður er að vinna með múslima trúar fólki sem yðkar trúnna í sínu heimalandi finnst manni skrítið að því verði yfirleitt eitthvað úr verki, fólkið fer til bæna 5-7 sinnum á dag í 20-50 mín og síðan bætast við matmáls og kaffitímar, ég er hræddur um að þetta sé erfitt að sameina á Íslandi. Umhugsunarefni er að þegar maður kemur inn til lendingar yfir t.d. Jeddha í Arabíu er sirka 1 moska fyrir 30-40 hús sem sagt mikil þörf fyrir Guðshús...Einnig umhugsunarefni ég fór með flugvél Air Atlanta frá Saudi Arabíu með pílagríma til Stokhólm og allir farþegar um 500 talsins með sænsk vegabréf, en engin skildi sænsku?? Flugmaðurinn var að reyna tala við fólkið á sænsku en engin skildi hann það sama var þegar við fórum til Kaupmannahafnar, flugstjórinn ávarpaði fólkið á Dönsku og engin skildi neitt. Maður hefði haldið að önnur kynslóð nýbúa ætti að skilja túngumál þess lands þeir búa í ? Þetta fannst mér skrítið í það minnsta. Allar ákvarðanir varðandi leyfi fyrir moskur og önnur guðshús verða að vera vel ígrundaðar vegna þess að þær verða fordæmisgefandi og erfitt að snúa til baka, því að við viljum ekki banna, heldur... við viljum fara varlega í að leyfa... smá munur á...KvÓli
Ólafur Ólafsson (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 03:56
Trúmálin eru það sem aðskilja okkur sem manneskjur; Skipulögð trúarbrögð verða að hverfa.
Kristni er ekkert skárri en íslam; Menn eru einfaldlega búnir að dissa stóran hluta biblíu.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 12:06
Vinstri hreyfingar á vesturlöndum er orsakavaldurinn fyrir því hvernig komið er. Flæði af bókstafartrúar múslimum til vesturlanda hefur verið með þeirra heimsku og veraldarsýn til þess að ódæði hafa verið framinn hér - 9/11 2001 - Madrit 04 - London 05 - Glaskow 07 - Stokkhólmur 2010. Ef vinstihreifingar væru ekki að sleikja afturendan á ratikala múslimum, þá hefði þeim aldrei verið hleypt inn í vesturlönd. Basta.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 16:15
http://politisktinkorrekt.info/2010/12/19/tokig-feminist-forsvarar-sjalvmordsbombaren/ Hér er gott sýnishorn af því fólki sem ég er að tala um. Það er hrein plága og hættulegra en múslimar
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 16:53
Two thirds of the imams in France live on welfare, as do a similar number in Britain. A majority are foreign-born and trained, and have received little instruction in British culture or its values. A small minority of them have been exposed in the press as “preachers of hate.” The funding of European mosques and Islamic institutions from ultraconservative countries should be a real cause for concern: in France, for example, the Union of Islamic Organizations (UIOF) —an umbrella group of doctrinaire Muslim youth organizations linked to the Muslim Brotherhood—gets a quarter of its annual budget from Saudi Arabia, the United Arab Emirates, Kuwait, and other foreign donors.
enok (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 19:05
Ég ber enga ábyrgð á andúð í garð Múslima ef hún kemur hér fram. Að mínu áliti er aðeins um að ræða vanda sem þarf að sjá fyrir, skilja og taka á.
Komment mín eru hér að ofan og ég bendi sérstaklega á skrif frá 18.12. kl. 22:56
Kveðja
Guðmundur Pálsson, 19.12.2010 kl. 22:13
Hvað sem segja má um athugsemdir hér að framan er ljóst að samgangur þessara tveggja menningarheima er umdeildur og ráð okkar íslendinga ætti að vera að taka umræðuna og forðast hana ekki.
LÁ
Lýður Árnason, 20.12.2010 kl. 00:13
Þessi trúarbrögð voru partur af stríðstólum manna í den; Já farið út og deyjið, þá fáið þið extra líf í lúxus; Annað hvort að kyssa rassinn á Gudda um alla eilífð... eða í gang bang.
Þar sem múslímar trúa á sama Gudda og krissar, þá má gera að því skóna að hreinu meyjarnar í múslíma himnaríki séu krissar sem eru búið að gera að hreinum meyjum.
Þetta verður að vera svoleiðis, annars næst ekki í nóg af hreinum meyjum fyrir hið eilífa gang bang.
En í alvöru, við vitum að trúarbrögð eru púra heimska, heimska og græðgi með dashi af hræðsluáróðri.
Þegar einhver segist trúa á guð, þá er hinn sami að segja að hann sé faktíst ekkert nema Ofurfórnarlamb ofurNígeríusvindlara.
doctore (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 11:55
I bók Karenar Jespersen og Ralf Pittelkow kemur fram að síðustu árin í Hollandi er mikil vakning meðal ungra múslíma og hratt vaxandi fjöldi ímama stundar árangursríkt trúboð í þeim 550 moskum sem finnast í landinu.
Þetta er staðfest í skýrslu Hollensku leyniþjónustunnar AIVD frá 2007, en þar er eftirfarandi greining:
"Róttækt Islam nútímans tjáir sig ekki einungis með ofbeldi eins og maður gæti haldið, þó það sé mest áberandi núna.
Í Hollandi eins og flestum nágrannalöndum í Evrópu eru ýmsar hreyfingar sem ötullega reyna að koma á ströngum íslömskum lögum og grundvallarreglum. Af ýmslum ástæðum vex þessum hreyfingum ásmegin.
Þær eiga uppruna sinn að rekja til íslamskra landa, starfa undir ströngum trúarreglum og tjá með opnum hætti fjandskap sinn gagnvart vestrænu lýðræði og ýmsum myndum þess.
Þær hafna hugmyndinni um samlögun við samfélög sem starfa eftir þessum grunngildum.
Hreyfingarnar leitast hinsvegar ekki eftir að beita ofbeldisfullum aðferðum til að ná markmiðum sínum. Boðskapur þeirra virðist að miklu leiti beinast að því að virkja hópa ungra múslíma í Hollandi og öðrum löndum Evrópu sem eiga í vanda með sjálfsímynd sína ( identitetsproblemer)."
Þetta er góð ástandslýsing finnst mér.
Guðmundur Pálsson, 20.12.2010 kl. 13:54
Hver er munurinn á því að múslimar á Íslandi biðji bænir sínar, gifti hjón og jarði í sér húsnæði sem þeir fá lóð fyrir, eða að þeir biðji bænir sínar í atvinnuhúsnæði(skrifstofuhúsnæði) í Ármúlanum ?
Sjálfsagt að gagnrýna hryðjuverk, kvennakúgun og annað slíkt, það hef ég gert sjálfur enda ekkert að því að benda á ruglið og óþverrann sem fylgir trúarbrögðum.
En að setja út á venjulegt fólk sem hingað hefur flutt bara vegna þess að það er islam trúar og mæla með því að það fái ekki að koma til landsins, að það er fáránlegt í besta falli.
Að alhæfa um alla múslima vegna öfgamanna erlendis frá er svipað eins og að setja kaþólikka á Íslandi í sama flokk og hryðjuverkamenn IRA á Írlandi.
Einar (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 18:41
Einar þú nærð ekki punktinum hér að ofan. Hann er sá að menn krítisera ekki guðstrú múslíma, bænir og helgihald heldur þá sterku og útbeiddu andstöðu þeirra gegn grunni vestrænna samfélaga, lýðræðishefð, jafnræði, stöðu kvenna að viðbættum síauknum kröfum um innleiðingu sharía-laga sem taka sérlega til syfjamála og fjölskyldumála.
Mikilvægt atriði er einnig að það er ekki aðeins lítill harðkjarna hópur múslima sem hefur þessa afstöðu heldur hefur hann stuðning hins breiða meirihluta. Þetta kemur mörgum á óvart.
Guðmundur Pálsson, 20.12.2010 kl. 19:08
En hvaða raunhæfar og stjórnarskrábundnar leiðir leggja menn til? Hvað vill fólk hér á landi gera til að koma í veg fyrir þau mistök sem aðrar þjóðir hafa gert?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 21:28
Er ekki hægt að minna trúaða múslima á þá gömlu og gegnu stefnu þeirra, að þeir eigi ekki að taka sér búsetu með "vantrúuðum"?
Ef þarna hefur orðið stefnubreyting hjá þeim, er það þá af því að þeir ætla sér að gera alla jörðina islamska?
Jón Valur Jensson, 20.12.2010 kl. 23:10
http://politisktinkorrekt.info/2010/12/22/badhus-i-ystad-viker-sig-for-islams-konsapartheid/ Þar sem Íslendingar taka allt upp eftir Svíum, þá er hért sýnishorn af því sem koma skal. Gleðileg jól og vonandi smakkast Sæhrímur vel.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.