4.1.2011 | 22:48
Staðgöngumæðrun - hvað á að leyfa og hvað á að banna.
Fyrir fimm árum síðan var gefin út bók sem vakti mikla athygli. Hún fjallar um það hvernig smám saman hefur orðið til iðnaður og markaður tengdur honum til að geta börn, ganga með börn fyrir aðra, selja sæði, egg og sem afleiðing af því nánast hanna börn eins og við helst viljum hafa þau.
Bókin ber nafnið THE BABY BUSINESS og var gefin út af Harvard útgáfunni Höfundi hennar Debora L. Spar þykir hafa tekist vel upp á hlutlausan og greinargóðan hátt að varpa ljósi á starfsemi sem er óðum að verða að alþjóðaviðskiptum sem tengast tæknifrjóvgun, ættleiðingum og ekki minnst staðgöngumæðrun. Nú þurfum við Íslendingar að fara að kynna okkur þetta.
Ég vil beina ahyglinni sérlega að staðgöngumæðrun, sem svo hefur verið nefnd. Staðgöngumæðrun er bönnuð á Íslandi. Það hefur einhverra hluta vegna ekki þótt eðlilegt að kona gangi með barn fyrir aðra í greiðaskini eða fyrir peninga.
Nú er kominn nýr flötur á málið hér á Íslandi. Komin er fram tillaga til þingsályktunar sem lögð var fyrir alþingi þann 30. nóv. síðastliðinn.
Tillagan leggur til að heilbrigðisráðherra skipi starfshóp sem undirbúi frumvarp sem heimili staðgöngumæðrun á Íslandi. Tillagan tekur til nokkur atriði sem starfshópurinn skal taka mið af við vinnu sína en þau eru:
- staðgöngumæðrun verði aðeins heimiluð í velgjörðarskyni
- sett verði ströng skilyrði fyrir staðgöngumæðrun í því augnamiði að tryggja sem best réttindi, skyldur og hagsmuni staðgöngumæðra og væntanlegra foreldra og réttindi og hag þeirra barna sem hugsanlega verða til með þessu úrræði
- verðandi staðgöngumæður og verðandi foreldrar verði skyldugir til að gera með sér bindandi samkomulag um staðgöngumæðrun.
Nú leikur mér forvitni á að vita hvað mönnum finnst um þetta. Það er alltaf viss hætta á því að svona mál fái enga eða litla umfjöllun í litlu samfélagi og það sé látið eftir hagsmunatengdum sérfræðingum að komast að niðurstöðu.
Það er mikilvægt að tala um þessi mál af stillingu og reyna að setja sig sæmilega inn í rök og mótrök.
Þetta er ekki fyrst og fremst læknisfræði heldur siðferðismál og ætti að vera hægt að komast nálægt kjarna málsins með brjóstvitinu. Ég bíð eftir áhugaverðum samræðum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Heimspeki, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
- juliusvalsson
- heidathord
- jonvalurjensson
- arnaeinars
- svanurg
- zeriaph
- vonin
- jeremia
- fsfi
- axelaxelsson
- asthildurcesil
- lydveldi
- baldher
- benediktae
- bjarnihardar
- gudmundsson
- gattin
- brandarar
- esgesg
- einarbb
- finnbjgisla
- fhg
- vidhorf
- geiragustsson
- fosterinn
- bofs
- zumann
- tilveran-i-esb
- vinaminni
- halldorjonsson
- smali
- hannesgi
- don
- jensgud
- johannbj
- islandsfengur
- jonmagnusson
- bassinn
- askja
- kolbrunb
- kristinn-karl
- krist
- stinajohanns
- lydurarnason
- marinogn
- martasmarta
- mortenl
- pallvil
- predikarinn
- ragnarfreyr
- ragnargeir
- rosaadalsteinsdottir
- logos
- sigurbjorns
- siggigretar
- sjonsson
- siggimaggi
- sigurjonth
- myndasagan
- stebbifr
- svavaralfred
- saemi7
- theodorn
- toshiki
- trj
- valdimarjohannesson
- valgardur
- postdoc
- thorhallurheimisson
Athugasemdir
Skilgreining: Hugtakið staðgöngurmæðrun felur í sér að tæknifrjóvgun er framkvæmd á konu sem hyggst ganga með barn fyrir aðra konu og að staðgöngumóðirin hafi fallist á það fyrir meðgönguna að láta barnið af hendi strax eftir fæðingu.
Guðmundur Pálsson, 5.1.2011 kl. 07:55
Tilgangurinn með staðgöngumæðrum er í raun afar fallegur og samkvæmt þessum lögum má það ekki vera í hagnaðarskyni. Hinsvegar velti ég fyrir mér þessari klausu
verðandi staðgöngumæður og verðandi foreldrar verði skyldugir til að gera með sér bindandi samkomulag um staðgöngumæðrun.
Í hverju fellst þetta samkomulag, væntalega á það við að að bera allan kostnað af tæknifrjókun og því sem tengist lækniskostnaði. En er það eitthvað meira?
Ég held að það sé fátt fallegra en að gera þetta fyrir konu eða hjón. Svo framarlega um leið og barnið er fætt hafi staðgöngu móðurinn engin réttindi að barninu. Hún á ekki að geta krafist þess að fá það aftur, eins og hefur komið fyrir t.d. í BNA.
Linda, 5.1.2011 kl. 10:13
Málið er flókið bæði siðferðislega og læknisfræðilega.
Reynslan erlendis frá hefur sýnt að þær konur sem gera þetta eru oft fátækar konur í erfiðri stöðu, ungar, einhleypar, litaðar eða af lægri stétt. Oft er leitað er til landa sem hafa önnur siðferðisviðmið og litið er framhjá t.d. kvenréttindum.
Varðandi peningahliðina er reyndin sú að oft eru greiddar stórar fjárhæðir ( þó lagt hafi verið upp með velgjörðarstarfsemi ) en þær fara jafnan eftir "gæðum" mæðranna og öryggi samninga. Í velgjörðarskyni þýðir einnig að ávallt er dekkaður kostnaður við lækna og lögfræðinga sem er umtalsverður. Annað sem ég vil benda á að það verður til í kringum þetta ókúltúr, subbuskapur, miðlarastarfsemi manna sem gera lítið úr áhættu en eru ávallt tilbúnir að „hjálpa" svo lengi sem greitt er fyrir, finna réttu meðgöngumæðurnar osfv.
En áfram með smjörið: Fjölbyrjur eru taldar betri því þær hafa meðgöngureynslu. Sum hvít pör í bandaríkjunum velja svarta móður því að minni líkur eru á því að hún tengist barninu og sjái sig um hönd eftir 9 mánuði. Þessu er yfirleitt stjórnað af miðlurum sem oftar en ekki eru lítil en sjálfstæð fyrirtæki lögfræðinga og lækna sem sjá um samningahlið og almennt kontróll.
Í velgjörðarskyni þýðir: Að dekka skuli læknis og lögfræðikostnað + „vinnutap" staðgöngumóður sem skerðir fjárhag hennar eins og segir í frumvarpi. Þetta þýðir að mínu viti í raun að sáralítill munur er á staðgöngumæðrun fyrir greiðslu eða í velgjörðarskyni. Þetta er ein af meginforsendum fyrir mótbárum mínum.
Á bernskudögum staðgöngumæðrunar var oft um að ræða samninga upp á eina A4 síðu en nú er oft um stóra skilmálabók að ræða því að mörgu er að hyggja:
Barnið gæti reynst vanskapað við sónarskoðun annað hvort seint eða snemma á meðgöngu. Eða litningapróf ekki eins og við var að búast. Hvað ber þá að gera? Oft eru skilmálar um að meðgöngumóðirin fari í fóstureyðingu.
Hér eru nokkur dæmi um algengs fylgikvilla á meðgöngu og við fæðingu sem gætu gert málið erfitt viðfangs:
Móðir gæti fengið háþrýsting eða sykursýki sem ógnar lífi barnsins eða móðurinnar. Meðgöngueitrun gæti komið upp og valdið því að taka þarf barnið með keisara löngu fyrir tímann. Konan fær tvíbura eða fylgjublæðingu sem ógnar lífi beggja. Konan fæðir sitjanda, er með þrönga grind og fær framfall á naflastreng sem veldur súrefnisskorti hjá barni og alvarlegum skaða. Eru menn tilbúnir að taka öllu því sem getur gerst? Á að setja þetta í bindandi samkomulag? Linda það er það sem auðvitað er verið að ýja að.
Staðgöngumóðir þarf á meðgöngu að fylgja reglum samnings varðandi mataræði, lyfjagjafir, alkóhólneyslu, akstur, öryggisbelti, sund, líkamsæfingar, kynlíf á meðgöngu o.s.frv.
Það er enginn að segja að þetta sé ekki hægt en það er erfitt að horfa framhjá því að þetta er afar sérstök söluvara. Óvarlegt er að segja að um sé að ræða kaup/sölu á barni en það er ansi nálægt því.
Einnig þarf að huga að jafnræðisreglu varðandi lög um þetta á Íslandi. Það er ekki hægt að velja úr hóp sem má sinna þessu og leyfa eingöngu systrum eða vinkonun að gera þetta. Það brýtur jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Það verður eitt yfir alla að ganga. Einnig huga að því að karlmenn munu sækjast eftir því að eignast barn upp á eigin spítur og í valdi peninga útvega sér "leg" og börn.
Guðmundur Pálsson, 5.1.2011 kl. 10:48
Þakkir áttu skildar, Guðmundur, fyrir að vekja máls á þessu efni, sem flestir eru gersamlega sofandi fyrir. Það var smá-fjölmiðlainnhlaup í þetta mál um daginn, vel planað, sýndist mér, af hálfu þeirra sem vilja prómótera þetta mál, og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, tók fullan þátt í því. Sá flokkur má nú gæta sín á því að brenna sig ekki á enn einu "frjálslyndismálinu", – hvernig fór með vændislöggjöf þess flokks, frumvarp hans sem borið var fram með ótrúlega djarfri stuttbuxna-frjálshyggju í greinargerð um að fólki ætti að vera frjálst að selja líkama sinn? Endaði það ekki með ósköpum?
Ég líki þessum málum ekki saman, var hér aðeins að benda á veikleika þess flokks fyrir öllu því sem "frjálslynt" (en kannski ekki svo djúphugsað) á að heita. Í fleiri nýlegum málum þar er fram komið, að flokkurinn hefur alveg yfirgefið sína kristnu varðveizlustefnu (conservatisma) og sagt skilið við sína kristnu grasrót eða kosið að senda henni langt nef með þeim skilaboðum, að hún sé velkomin að vera, en hafi þar ekkert annað að gera!
Þú vekur hér máls á hinum mörgu erfiðu tilfellum sem koma upp í sambandi við staðgöngumæðrun, auk augljóslega hæpinna atriða varðandi þetta fyrirbæri sjálft, að hægt eigi að vera að kaupa tíma og afnot af líkama konu og í raun notfæra sér aðstæður hennar til að kaupa hana til verksins.
Fátæk kona á þar færri kosta völ en sæmilega stæð, er ennfremur kannski "meðfærilegri" vegna stéttarstöðu sinnar; og svo eru fjölbyrjur taldar betri en frumbyrjur til verksins, enda allt í lagi að slíta þeim svolítið meira, eða hvað? Taka sumar kannski þetta að sér ítrekað? Veiztu dæmi þess, Guðmundur?
Þú hefur áður skrifað um þetta mál á öðru vefsetri. Ég ætla að vísa hér á það seinna, kem aftur og einnig á nýrri síðuna þína með innlegg.
Með kærri kveðju,
Jón Valur Jensson, 6.1.2011 kl. 06:26
Sæll Jón Valur. Auðvitað veit ég ekki hvað er rétt í þessu frekar en öðru minn ágæti en mikið væi ég ánægður að sjá viðbrögð manna og hugleiðingar.
Guðmundur Pálsson, 6.1.2011 kl. 10:31
Takk, Guðmundur, en það sem þú færir hér í tal, er afar mikilsvert, og hittist þannig á, að þetta eru ekki hlutir sem málflytjendur þessarar nýju stefnu hér á landi hafa verið að tíunda, og undarlegt er að sjá dr. Reyni Tómas Geirsson, yfirmann kvennadeildar Lsp., láta setja sig í það hlutverk að prómótera sérdeilis hæpið og að mér virðist hreint óþarfamál sem þetta.
En svona gæluverkefni, hvort sem þau eru fyrir ART Medica – sem er nú fyrirtæki sem mætti kanna nánar, en hefur virzt iðið við að koma sér áfram við Kragaþingmenn – eða fyrir pínulitla þrýstihópa, svona gæluverkefni, endurtek ég, eru látin renna í gegnum Alþingi á sama tíma og heimili landsins með sinn gríðarlega skuldavanda hafa mátt bíða nær hálft kjörtímabil eftir bráðnauðsynlegum úrræðum!
Jón Valur Jensson, 6.1.2011 kl. 13:20
Í tillögu alþingismannanna segir orðrétt:
„Staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni hefur verið líkt við vændi og hugsanlegt er að konur sem búa við fátækt og þröngar félagslegar aðstæður gerist staðgöngumæður vegna slæmra aðstæðna."
Sænski þjóðfélagsrýnirinn Kajsa Ekis Ekman segir að til þess að geta sannfært fólk um að td. vændi sé eðlilegt þurfi að beita ákveðinni orðræðulist ( retorik ) sem fyrst og fremst gengur út á það að sannfæra fólk um að konan sé ekki fórnarlamb.
Hér er gert það sama ( Óbeint: það er svo fjarri því að hún sé fórnarlamb að hún fer ekki einu sinni fram á peninga! )
Orðræðan byggir einnig á þeirri sýn að maðurinn er ekki skilin sem ein heild: Konan er ekki að selja sjálfa sig eða líf sitt, heldur að lána ákveðinn líkamshluta til notkunar fyrir aðra! Þetta er fyrir mér kastreruð sín á manneskjur og veröldina sjálfa og mér verður órótt.
Í orðræðunni er jafnframt reynt að tóna niður hlutverk peninganna. En þegar maður fer að skoða peningana í dæminu eru doktorar og lögfræðingar sjálf olían í maskíneríinu rétt eins og miðlararnir eru í vændinu. Ekkert er mögulegt án þeirra, þeir fá alltaf greitt og velgjörðin er amk ekki þeirra. Maður spyr sig: Ef að einungis er um að ræða nokkur tilfelli á ári eins og fullyrt er, huganlega 5-6 er þá ekki rétt að fara fram á velgjörð frá þeim einnig.
Það er þegar hægt og hefur alltaf verið mögulegt að ganga með barn fyrir aðra. Það liggur engin refsing við því. Staðgöngumóðin er þá einnig gjafi eggsins. Þetta er kallað hefðbundin staðgöngumæðrun ( traditional surrogacy ). Það er enginn milliliður nauðsynlegur og varla velkist nokkur í vafa um að gjöf staðgöngumóðurinnar er stór. En í því dæmi er ríkinu ekki ætlað að skipta sér af.
Það sem átt er við með því að lögleiða staðgöngumæðrun á Íslandi er allt annað: Það er þegar hin þungaða kona hefur enga erfðafræðilega tengingu við barnið og það hefur verið getið með glasafrjóvgun. Barnið er svo afhent í lokin. Þetta er einungis mögulegt með afskiptum hins alþjóðlega barnaiðnaðar ( baby business ) og konan verður einungis samningsbundin burðarmóðir. Að auki breyta menn svo lögum ( lagalegri skilgr. á orðinu móðir á barnalögum ) til að gera hana fullkomlega réttlausa svo hún geti ekki krafist barnsins í lok meðgöngunnar.
Guðmundur Pálsson, 6.1.2011 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.