Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta bloggfærsla

Fyrsta færsla. Að neðan má einnig koma skilaboðum til mín. Kveðja. Guðmundur.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Kjarval

 

Já þú segir nokkuð. Við lestur skýrslanna fór stundum í gegnum hugann að ástæðan fyrir allri þessari leynd sjúkraskýrslna væri kannski helst að læknar vildu fela eigin gerðir, þó ég geti ekki sagt að eitthvað sérstakt styngi í stúf í þessum skýrslum, hugsað vel um afa minn ef ég skil rétt.

  Hvað finnst þér þá um þetta. Nú er sagt í dag að listmálarinn Van Gogh hafi sturlast vegna lyfja sem læknar gáfu honum. Finnst þér að það eigi að fara leynt og engin að vita. Málið að Jóhannes Kjarval listmálari var þjóðþekkt persóna, meira en það, þjóðþekktasta persóna Íslands á sínum tíma. Nú var hann lokaður á Geðedild síðustu æviár sín og að sjálfsögðu á þjóðin að vita hvers vegna. Ef svo væri að hann hefði verið lokaður inni að tilefnislausu (sem ég tel ekki) yrði þjóðin svo sannarlega að vita af því.

 Ég held að það sé á hreinu að það voru mistök hjá læknum að setja afa minn eftirlitslaust á þessi tvö geðlyf sumarið 1968 og að þjóðin hafi rétt á að vita það með fjölskyldu hans. Mér finnst þú Guðmundur kominn á heldur hálann ís með að fullyrða að ekki sé rétt að birta þessar skýrslur. Afi er búinn að vera látinn nú í meira en 30 ár og þetta lítið annað en hluti af sögu Íslands. Kv Ingimundur Kjarval

Ingimundur Kjarval, 28.3.2007 kl. 16:06

2 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Blessaður Ingimundur. Ég skil hugmynd þína. Þú nefnir fyrst að ætla mætti að læknar vilji tryggja leynd sjúkraskýrsla til að fela eigin gerðir. Það tel ég vera hæpið. Athugaðu að maður getur fengið afrit af skýrslu sinni frá hvaða heilbrigðisstofnun sem er, rannsakað hana og gert athugasemdir við lækninn sjálfan eða eftirlitsaðila heilbrigðiskerfisins, Landlæknisembættið. 

Þú færð ekki marga með þér í þessu máli ef þú ferð svona að. Hinsvegar marga á móti þér  - að líta ekki á einkalíf föður þíns og sérstaklega veikindi hans nb. eins og þau koma fram í sjúkraskýrslu síðustu árin sem friðhelg. Hvað heldur þú að myndi gerast ef einhver ættingja HKL myndi birta skýrslur hans fá Reykjalundi síðustu árin? Hvaða ummæli fengi sú manneskja? Þú verður að gæta heiðurs þíns einnig Ingimundur.

Hitt er annað, að ég veit ég hvað vakir fyrir þér með því að birta skýrslurnar. Og vel getur verið að það hafi verið brotið á rétti þínum í einhverjum atriðum. En það bætir ekki málstaðinn og persónulega finnst mér þú fara rangt að. 

Guðmundur Pálsson, 3.4.2007 kl. 02:00

3 Smámynd: Ingimundur Kjarval

Sæll Guðmundur. Ég sagði að við lestur skýrslanna fór stundum í gegnum hugann, sem þýðir að ég var ekki með fastmótaða skoðun á því.

En þú sem læknir hlýtur að viðurkenna að það hafi verið meiriháttar mistök að setja gamalmenni á lyfin Diazpam (Valíum) og Artane án nokkurs eftirlits, sérstaklega þega vitað var að hann drakk áfengi. Og ef þú efast um það vil ég vitna í bók Indriða G. Þorsteinssonar sem var í raun opinber æviritari Kjarvals, launaður af ríkinu í 10 ár við það í bitlingi allra bitlinga:

  bls. 294: Samvistir þeirra félaga og Kjarvals á Hótel Borg voru með öðrum hætti. Á seinni árum átti Kjarval það til að drekka nokkuð mikið af glæru, en oftast hittust þeir í kaffi.bls. 312: Guðbergur Bergsson, rithöfundur, var um tíma næturvörður á hótelinu. Hann hefur skrifað að hann hafi kynnst Kjarval talsvert vel þau tvö ár sem hann hafði þennan starfa, "þá orðinn talsvert hrumur og drykkfelldur og kom ég honum oft í bælið, köldum og hröktum, stoltum og einmana en ekki vitund skrýtnum." Honum var afar hlýtt til Matthíasar Johannessen, en yfir höfuð var lund hans köld og hlutlaus. Og ég man hvað líkami hans var kaldur þegar ég kom honum ósjálfbjarga í rúmið." Gæti verið að þessar lýsingar séu ekki af ofurölva gamalmenni, heldur á aukaverkunum lyfjanna?? Og ég á ekki að opinbera þetta? Ég ætti að öskra þetta af húsþökum. Ég er ekki að bæta neinn málstað eða fá einhverja á mitt band, ég er bara að öskra sannleikann vegna þess að hann verður að heyrast. Þínar áhyggjur hversu réttmætar, eru orðna algjört aukaatriði. Þarna er einn mesti listmaður þjóðarinnar eitraður af lyfjum og ég má ekki tala um það?. Kv ------------------------------------------------------------Auðvitað skil ég áhyggjur þínar Guðmundur, en þetta mál er orðið miklu stærra en þær áhyggjur og aðrir hlutir sem skipta meiru máli. Og svo þetta sé á hreinu, Kjarval var afi minn, faðir minn sonur hans eyðilagður með þessari valdaníðlsu ogég aðeins að léðrétta sem er of seint að laga. Kv. Ingimundur Kjarval

Ingimundur Kjarval, 4.4.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband