Leita í fréttum mbl.is

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN: Hver er sjálfstæðisstefnan? Er hún niður lögð? Þá hverfur auðvitað fylgið.

 
Suma menn og konur innan Sjálfstæðisflokksins dreymir um að flokkurinn hleypi að umræðum um fjölskyldumál, um kristni og jafnvel fóstureyðingar (Ég er fjölskyldulæknir, málið er mér skilt.)

Hægri stefnunni hafa ávallt fylgt ákveðin mál og þau eru þessi: 
1. Lífsverndarstefna, 
2. Velvilji til kristni og kirkju
3. Áhugi á kjarnafjölskyldunni og viðgangi hennar.
Þessi þrjú atriði fjalla um siðferði og innri mál og við hliðina á þeim hin ytri málefni samfélagsins: 
4. Kröftugt atvinnulíf og heilbrigð peningastefna. ( Athugið heilbrigð, enginn gróðastefna því peningarnir þjóna manninum, ekki öfugt) 
5. Frelsi einstaklingsins.
Sumir segja að þetta sé BÚIÐ MÁL INNAN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS.
En að mínu áliti, aldeilis ekki, því þetta eru undirstöðumál þjóðarinnar - alveg sama hvað er á dagskrá flokka. 
Ef unga kynslóðin innan flokksins skilur þetta ekki, er það auðvitað til mikils tjóns. 
Þroskaðir sjálfstæðismenn eiga að taka slaginn um þetta; já taka slaginn við skoðananbræður sína af ungu kynslóðinni.
Því þetta ræður langsamlega mestu hvernig þjóðinni reiðir af.


Heimili fyrir flóttabörn í Suður-Svíþjóð.


Ég átti um daginn samtal við starfskonu í athvarfi fyrir flóttabörn hér í Svíþjóð. Slík heimili eru rekin fyrir börn, oftast unglinga sem eru send til Svíþjóðar einsömul frá fátækum ríkjum til að freista gæfunnar. Á sænsku; Hem för ensamkommande flygtningsbarn. Mörg þeirra eru frá Afganistan, Sómalíu og Sýrlandi. Ungir drengir eru í meirihluta, 15 til 18 ára að aldri, um 5-10% eru stúlkur.

Heimilin eru fjögur sem ég veit um í nágrenninu. Í tveimur húsum eru 18 drengir, ég giska á að þeir séu um 50-60 alls.
Því miður, segir konan eru drengirnir mikið til sjálfala þó starfsmenn sjái um húsin myndast oft "fangelsismenning" innan heimilisins.

Allt kostar og ef einn fær eitthvað þarf annar að fá það sama. Drengirnir hópa sig saman á móti starfsfólkinu og þrýsta á og stundum hóta þeir. Einn fær svefntöflu eða verkjatöflu og þá vill annar fá. Einn þarf að skúra, af hverju sleppur hinn? Þeim er greitt fyrir að halda herbergjum sínum hreinum. Úti við gera þeir ekkert. Slá ekki grasið, snyrta runna, sópa, mála eða laga til úti við. Sérstakir starfsmenn borgarinnar koma til að gera þetta. 

Stundum eru slagsmál á milli drengjanna og lögregla tilkvödd. 

Kona þessi sem ég talaði við var hrædd á næturvöktunum og gat ekki hugsað sér að vera ein á vaktinni eins og tilskipað var af yfirmönnum. Þeir hlusta ekki, sagði hún vonsvikin. Mér var sagt af tveimur starfsmönnum að drengirnir væru allir í skype-sambandi við fjölskyldur sínar í heimalandinu, fá þaðan stuðning og ráð um hvað megi fara fram á og krefjast.
Konan sagði þá vanþakkláta og freka. Margir þeirra eru með kvíða og neikvæðar hugsanir um sjálfan sig og samfélagið. Allir eru þeir auðvitað múslímar og kenndin að vera aðskilinn frá samfélaginu og annarrar trúar minnkar ekki, hún vex þegar þeir eldast.


mbl.is 20 börn hurfu sporlaust í Malmö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

33 spurningar til frambjóðenda til embættis Biskups Íslands

Svo þjóðin geti kynnst biskupsframbjóðendum og komist að því á hlutlægan hátt hvað þeir standa fyrir langar mig að fá fram sæmilega einlæg svör og svolítið biskupsleg frá hverjum og einum. Menn svara ekki hér á þessum vetvangi en einhver staðar. Hér gæti ég hugsað mér umræðu um spurningar. 

Þó stefnumið skipti máli skiptir persónan einnig máli finnst mér og því ríð ég á vaðið með spurningar sem ég vil fá svör við.

1. Hvert er að þínu mati hlutverk Biskups Íslands?

2. Hver eru helstu stefnumið þín fyrir þjóðkirkjuna næstu árin?

3. Hver eru helstu vandamálin sem blasa við innan skipulags kirkjunnar?

4. Hver eru helstu vandamálin sé litið til trúarlífs þjóðarinnar og siðferðis?

5. Á kirkjan að skipta sér af siðferði þjóðarinnar og þá hvernig?

5. Hvar eru takmörk embættisins? Hvað ætti biskup ekki að skipta sér af?

6. Hvað er sönn trú?

7. Hver er Jesú Kristur?

8. Hvað er sannleikur?

9. Hvernig getur maðurinn þekkt hina sönnu trú og lært að þekkja Guð og vilja hans?

10. Hvernig útskýrir þú hið illa. Bölið í heiminum?

11. Mætti ég biðja þig að útskýra Faðirvorið. Hverja setningu fyrir sig og hvað hún merkir?

12. Hvers vegna ertu kristin(n). Hvað varð til þess á yngri árum og hvenær gerðist það?

13. Hverjir eru helstu persónulegu áhrifavaldar þínir á leið þinni?

14. Hverra lítur þú upp til sem fyrirmynda og hvers vegna?

15. Eru öll trúarbrögð leit að hinum sanna Guði eða hefur kristin trú þar einhverja sérstöðu?

16. Margir segja að trú sé á undanhaldi hjá ungu fólki. Ef það er rétt, hver er skýring þín á því og hvað ber að gera í því?

17 "Kirkjan er lýðræðisleg stofnun og almenningur á að móta stefnu kirkjunnar." "Kirkjan er stofnun sem verður að fylgja lögmáli Guðs og því verður hún að vera sjálfstæð og getur ekki alltaf farið eftir skoðun fjöldans." Hver er skoðun þín á þessum fullyrðingum?

18. Trú og skynsemi. Gætir þú gefið þitt sjónarhorn á þessum hugtökum?

19. Trú verður fyrir aukinni gagnrýni og jafnvel áreitni. Hvert er viðhorf þitt til þessarrar gagnrýni og hvernig ber að taka henni. Hvað eiga kristnir menn að gera - og kirkjan.

20. Hefur kirkjan of lítil áhrif? Kemur að þínu mati til greina að kirkjan reki skóla eða leikskóla? Jafnvel að kirkjan hafi dagblað, tímarit eða sjónvarpssendingar?

21. Hvert er álit þitt á fríkirkjulegum söfnuðum og öðrum kirkjudeildum ss. kaþólskum og söfnuði rétttrúaðra. Ber þjóðkirkjunni hafa samráð við þessar kirkjur, eða fara sína eigin leið?

22. Margir segja að hjónabandið og fjölskyldan eigi í vök að verjast. Finns þér koma til greina að styðja hjónabandið og fjölskylduna með einhverjum hætti, jafnvel vekja máls á því við stjórnvöld?

23 Hver er afstaða þín til fóstureyðinga? Ber kirkjunni að taka þátt í umræðum um fóstureyðingamál og andæfa þeim eða ber henni að halda sig til hlés?

24. Hver er afstaða þín til jafnréttis kynjanna? Hver er skoðun þín á öðru jafnrétti?

25. Hver er þín stjórnmálaskoðun? Skiptir stjórnmálaskoðun biskups máli?

26. Hvert er viðhorf þitt til deilu Palestínumanna og Ísraelsríkis? Og kjarnorkudeilu við Írana?

27. Margir einstaklingar sem barist hafa gegn óréttlæti hafa valið að grípa til terrorisma. Hvað finnst þér um það?

28. Ef þú mættir gagnrýna forvera þína í embætti. Hvernig myndir þú gera það?

29. Hvað tekur við ef þú verður biskup. Hvernig mun almenningur verða var við þig í embætti?

30. Hvernig er háttað persónulegu bænalífi yðar?

31. Hver er eftirlætis Davíðssálmur þinn? 

32. Mætti ég biðja þig að útskýra Trúarjátningu kristinna manna, merkingu hverrar hendingar fyrir sig og þýðingu hennar fyrir einstaklinginn?

 

33. Hvaða orð úr Ritningunni verða einkunnarorð þín í embætti?


Ný tillaga um staðgöngumæðrun. Umsögn mín

Ég hef áður sent umsögn vegna fyrri tillögu til þingsályktunar um staðgöngumæðrun og það virðist hafa verið tillit til hennar að einhverju leiti.

Ég er ánægður með að þingmenn virðast ætla að haga tillögugerð þannig að staðgöngumæðrun sé einungis ætluð þeim örfáu konum eða pörum (áætlað kringum fimm á ári) sem á þurfa að halda vegna sjúkdóma og að meirihluti þingmanna sé samþykkur því að reyna að girða fyrir að þetta þróist yfir í annað en stefnt var að. Mikilvægustu breytingarnar eru:

a. Að hindra að staðgöngumæðrun verði talinn sjálfsagður meðgönguvalkostur allra þeirra sem æskja þess eftir örfá ár. Ég leiddi líkur að því í fyrri umsög minni að það yrði þróunin ef löggjafinn hugði ekki að sér.

b. Hitt atriðið sem ég nefndi í umsögn minni og margir hafa tekið undir m.a. allir flutningsmenn tillögunar leggjast gegn staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni. Löggjafinn virðist átta sig á því að það er ekki nóg að tilgreina þetta í lögunum heldur þarf að fylgja því eftir á margvíslegan máta með viðbótarákvæðum.

c. Löggjafinn hefur einnig fallið frá því að breyta skilgreiningunni á móðurhlutverkinu og það er vel.

d. Menn virðast mótfallnir því að greitt sé fyrir staðgöngumæðrun erlendis og börnin færð hingað heim. Því er ég fyllilega sammála. Það er á grundvelli þessarra breytinga sem ég set mig niður og hugsa málið upp á nýtt en það virðast fjölmörg atriði sem þurfa athugunar við.

 

Athugasemdir mínar lúta að eftirfarandi:

1. Þegar búið er að leyfa staðgöngumæðrun fyrir ákveðin hóp er ekki ólíklegt að einhverjum þyki á sér brotið ef menn geta ekki sjálfir á eigin spítur gert það sama erlendis og komið með barnið heim. Sú útfærsla staðgöngumæðrunar er sem kunnugt er ekki framkvæmanleg nema fyrir greiðslu. Því hefur bann við staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni sérstaka þýðingu. Ekki er nægilegt að segja slíka starfsemi ólöglega hér á landi heldur þarf að girða fyrir að hægt verði að kaupa þessa þjónustu erlendis og koma með börn hingað til lands. Það er einfaldast gert með þeim hætti að óheimilt verði s.k. lögum að gefa út íslenskt vegabréf fyrir börn sem getin eru með staðgöngumæðrun erlendis. Þetta lít ég á að sé algjört grundvallaratriði ef Ísland á að verða fyrirmyndarland í þessum málum.

2. Það er hæpið að hægt verði að girða fyrir greiðslu fyrir staðgöngumæðrun ef fólk er ákveðið í að láta af hendi fé fyrir greiðan. Það gæti myndast hefð fyrir undirborðsgreiðslum og getur löggjafin þá ekkert gert nema það sé tekið fram að það sé óheimilt og greint frá viðurlögum við slíku broti. Einnig gæti það gerst að menn kærðu sig kollótta um slík viðurlög í formi sekta og legðu á sig að greiða staðgöngumóður fyrir greiðan og sektina að auki. Það er líklegasta niðurstaðan að mínu áliti og því set ég hana fram hér. Slík viðurlög þurfa því að vera afgerandi eins og um barnasölu/kaup sé að ræða.

3. Mín skoðun er sú að til að hindra að þetta þróist sem atvinnuvegur sé óhjákvæmilegt annað en að tiltaka í lögum að óheimilt sé að greiða fyrir vinnutap staðgöngumóður.

Við getum séð fyrir okkur hjúkrunarfræðing sem hefur um 700 þús í laun á mánuði með vöktum. Hún myndi þá reikna sér 6,3 milljóna króna viðurgernig á 9 mánaða tímabili fyrir vinnutap og það segir sig sjálft að velgjörð er þá nafnið tómt og skjótt myndi þróast markaður. Menn myndu leita eftir konum sem hefðu lág laun í sínu fasta starfi til að viðurgerningur yrði lágur. Mjög mikilvægt er að menn falli ekki í þá gryfju að greiða fyrir vinnutap því það stríðir algjörlega gegn hugmyndinni um velgjörð. Orlof fyrir staðgöngumóður á ekki við því þetta er ekki launað starf heldur velgjörð.

4. Ég vil benda á að fæðingarorlof eru greiðslur af almannafé og því er ekki sanngjarnt og rétt að hafa það tvöfalt þ.e. bæði fyrir staðgöngumóður og fjölskylduna sem fær barnið. Ég mæli með því að fæðingarorlofið fylgi barninu og sé það samkomulag hvernig það skiptist. Maður gæti séð fyrir sér skiptingu t.d. 1-3 mán til staðgöngumóður ( sem tekin eru út á síðustu mánuðum meðgöngu í stað greiðslu fyrir vinnutap) og restin til hinnar nýju fjölskyldu.

5. Auglýsingar. Fyrirsjáanlegt er að skortur verður á staðgöngumæðrum þegar menn hafa áttað sig á þessum möguleika hér innanlands ef jafnframt er girt fyrir að greitt sé fyrir hann erlendis. Þá mun að öllum líkindum skapast ástand sem felur í sér að konur og pör sem sárlega finnst þeim þurfa þessa úrlausn verða ekki sátt og finnst jafnvel á sér brotið. Það eiga ekki allir systur, vinkonur eða aðra velgjörðarmenn sem geta gert þetta. Gera má ráð fyrir að þá skapist þrýstingur að greiða fyrir þjónustuna og auglýsa hana jafnvel með gylliboðum í blöðum, á netinu osfv. Löggjafinn þarf að hafa skíra sýn á þessum vanda sem næstum örugglega mun skapast.

6. Farsælt væri að greina frá í lögunum eða meðfylgjandi reglugerð hvaða útgjaldaliðir megi falla undir útlagðan kostnað. Það getur verið nauðsynlegt að vita þegar frá byrjun hvað hann felur í sér svo kostnaður víki ekki út fyrir skynsamleg mörk og nálgist það sem gæti kallast “launuð velgjörð”.

7. Talað er um í frumvarpi að staðgöngumæðrun sé ætlað að koma á móts við konur og pör sem geta ekki eignast börn vegna ágalla svo sem legleysis, krabbameinsmeðferðar eða erfðagalla. Það er vissulega vel hugsað. Ég spyr mig hvernig löggjafinn ætli að gæta jafnræðis og mæta fólki af sanngyrni til dæmis þegar kona með sykursýki, gikt, síþreytu eða þrönga grind vill einnig fara fram á sömu þjónustu. Eða aðra króníska sjúkdóma. Hvað með fötluðu konuna (sem annars er hraust) sem langar í barn eða manninn sem er einn og ógiftur? Eða eldri hjónin sem langaði í barn en misstu af lestinni. Verður ekki að sinna þessu fólki einnig? Er ekki hætt við lögsóknum síðar meir á hendur ríkinu og fólk fer að átta sig að lögin mismuna fólki?

8. Með vísan í lið 7. legg ég til þá einföldu lausn að greina milli sjúkra og heilbrigðra. Þannig að eingöngu sé heimilt s.k. lögum þessum að koma á móts við það fólk sem líður af sjúkdómum samkv.sjúkdómaskrá ICD10 (svo viðmið sé alþjóðlega viðurkennt) sem sannanlega hindra meðgöngu, en ekki þá sem teljast heilbrigðir. Þeir sem falla þá utan þessarar skilgreiningar eru frískir karlmenn og konur óháð aldri. Undir þá skilgreiningu falla einnig frískir gagnkynhneigðir og samkynhneigðir einstaklingar. Engir þessara teljast hafa sjúkdóma.

Spurningin er: Ef samkynhneigðir karlmenn fá aðgang að þessu úrræði, sem ég býst við að verði baráttumál fyrir einhverja hópa, verður þá ekki að veita öllum frískum karlmönnum það sama óháð því hvort þeir búa einir eða með maka? Það virðist blasa við. Því legg ég til að þessi einföldu landamæri séu virt.

9. Hvernig má koma í veg fyrir að staðgöngumæðrun verði atvinnuvegur fátækra erlendra kvenna sem flytjast til landsins til að fá hér réttindi gagngert til að geta gengið með börn fyrir aðrar konur? Þessu þarf að svara. Hægt er að sjá fyrir sér aðstæður þar sem kona frá fjarlægu landi sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt á þremur árum fer úr sínu venjubundna starfi og ákveði að ganga með fyrir aðrar konur - nokkrum sinnum. Hún er huganlega meðvituð um velgjörðarákvæðið en þóknun fyrir vinnutap og mögulegar undirborðsgreiðslur tryggja ríkulega þóknun, jafnvel þó svo viðkomandi lendi í því að greiða sekt fyrir að hafa þegið greiðslu. Það sem ég vil benda á er að sekt er engin hindrun. Þegar þessi mynd er dregin upp verður að hafa í huga að gríðarlega sterkur hvati rekur þetta áfram ( ekki ólíkt og verslun með fíkniefni) , bæði þeirra sem vilja barnið og hins sem vill peningana.

10. Tillaga sem nefnd er í þingsályktunartexta um að huganlega megi binda skilyrði við að staðgöngumóðir sé náinn ættingi eða vinkona til að fyrirbyggja misnotkun lagana. Hún er athyglisverð fyrir það að hún er töluvert “íslensk” og gæti tryggt eðlilegt aðhald án mikilla afskipta ríkis og stofnana. Ég set mig alls ekki á móti henni. Hún gæti tryggt að um raunverulega velgjörð sé að ræða, fyrir utan það mikilvægasta – að tryggja velferð barnsins ef eitthvað fer úrskeiðis t.d. skilnaður eða andlát. Sé þessi leið valin þarf hinsvegar að hafa í huga að margar konur og pör hafa alls ekki aðgang að slíku velgjörðarfólki, jafnvel fæstir. Það getur valdið óánægju og undið upp á sig.

11. Endurskoðurnarákvæði eftir 2-5 ár finnst mér áhugaverð tillaga sem getur róað þá sem óttast að þessi lög verði til tjóns þar meðtalið mig sjálfan. Endurskoðun að auki eftir 10-15 ár er jafnvel enn áhugaverðari því það tekur tíma fyrir ágalla að koma í ljós.


Staðgöngumæðrun á Íslandi, hver gæti framvindan orðið?

 

Ég hef velt því fyrir mér hverjar gætu orðið afleiðingar væntanlegrar lagasetningar á Íslandi.  Að athuguðu máli held ég að íslenskar staðgöngumæður verði í byrjun ekki margar. Kannski nokkur tilfelli fyrstu árin, færri en tíu á ári. Og þetta er einmitt það sem löggjafinn gerir ráð fyrir. 

Staðgöngumæður gætu orðið vinkonur og systur, tekjulágar konur af erlendu bergi brotnar sem mun kannski fjölga þegar árin líða og hugsjónakonur sem vilja e.t.v."prófa einu sinni" fyrir kynsystur sínar. Ég tel útilokað að menntaðar velstæðar konur muni leggja þetta fyrir sig. 

Hinsvegar munu lög um staðgöngumæðrun líklega valda því að þetta verður með tímanum talin sjálfsagður meðgönguvalkostur. Og ekki bara fyrir konur sem hafa sjúkdóma í legi eða geta heilsunnar vegna ekki gengið með barn, heldur í raun alla þá sem þess æskja. 

Þetta tel ég vera mikilvægt atriði og grundvöllur þess að við getum leitt líkum að því að staðgöngumæðrun muni breyta samfélaginu í veigamiklum atriðum. Ég held þetta muni ekki gerast strax - en kannski á 5-10 árum og þá komi fram hin hugarfarslegu áhrif laganna.

Af þessum orsökum sé ég fyrir mér þá framvindu að ekki verði nóg framboð á staðgöngumæðrum hérlendis og þá muni fólk leita fyrir sér erlendis til að fá þessa þjónustu.

Þessa staðhæfingu byggi ég á því að fleiri konur munu æskja þessarar þjónustu, vegna ýmissa aðstæðna sem torvelda meðgöngu og ekki síst félagslegra ástæðna sem ekki hefur verið mikið bent á í umræðunni.

Við getum ef til vill séð fyrir okkur konu sem langar í sitt annað eða þriðja barn og vegna vanlíðunar í síðustu meðgöngu ætlar hún að láta ganga með fyrir sig í þetta sinn. Önnur mynd væri af karlmanni sem skilur á besta aldri og missir tengsl við börnin sín eða forsjá forsjá þeirra. Hann leigir sér staðgöngumóður erlendis og tekur barn heim. Þetta hljómar framandlega nú en það er ekki víst það verði það eftir 10-15 ár - ef lögin ná fram að ganga.  

Þá verður staðan sú, að hérlendis verður hún velgjörð en sé leitað utan landsteina mun þurfa að borga fyrir hana. Ekki er hægt að útiloka að einhvers konar undirborðs-greiðsla þróist hér á landi fyrir viðvikið sem muni auka framboð. Mér finnst það hugsanlegt og það verður að minnsta kosti ekki hægt að koma í veg fyrir það. Peningar munu hjá vissum hópi þykja sjálfsagðir fyrir svo stórt viðvik í formi greiðslna inn á erlenda reikninga, gegnum þriðja aðila eða á annan hátt með leyndum hætti. Það er rétt að hafa þetta í huga en ekki sem neina meginreglu.

Engin leið er að banna fólki að leita greiðans erlendis ef löggjafinn heimilar þetta hérlendis en þessi verslun með meðgöngur og leigumæður blasir við sem nýtt alþjóðlegt vandamál í samskiptum ríkra þjóða og fátækra.Það er orðin gríðarleg verslun nú þegar og veltir milljörðum dollara.

Sumir segja að þetta sé verslun með börn. Nákvæmara er þó að segja að staðgöngumæðrun feli ekki í sér beina sölu á barni en ótvírætt erum að ræða sölu á móðurréttinum eða afsölun á honum því samkvæmt venjulegum skilningi ( lagalegum skilingi einnig) er móðir sú kona sem gengur með barnið. Hún er sú sem tengist því gegnum meðgönguna og nærir það við brjóst sér. Nú gæti maður spurt: Er hægt að versla með móðurréttinn? Stríðir það ekki gegn mannréttindum?

Eða ætla menn að fara bakdyraleiðina og breyta skilgreiningunni á því hvað sé móðir? Það blasir við ef litið er á tillögu okkar háttvirtu alþingismanna að breyta einfaldlega skilgreiningunni en þar stendur: 

Í barnalögum, nr. 76/2003, er tiltekið í 5. gr. að móðir barns sem getið er með tæknifrjóvgun skuli teljast sú kona sem elur barnið. Þetta ákvæði getur ekki staðið samhliða heimild í lögum um tæknifrjóvgun til staðgöngumæðrunar enda þarf að tryggja það að móðir barns sem getið er með tæknifrjóvgun geti líka verið önnur en sú kona sem elur það. 

 

Ekki stendur til að spyrja þjóðina hvað henni finnst um þessa róttæku breytingu og enginn bregst við að því er virðist. Spurningin er, vilja menn að samfélag okkar breytist í þessa veruna?

 

Mínar tillögur í málinu eru þessar:   

1. Að bíða með frumvarpið en hefja samráð meðnágrannalönd okkar um hvaða skref séu heppileg í þessu efni. Bæði varðandi fulla staðgöngu innanlands og kaup á slíkri þjónustu erlendis. 

2. Í bili að leyfa hefðbundna staðgöngumæðrun til að koma á móts við þær konur/ pör sem geta nýtt sér hana. Hún er sjálfstakmarkandi og beinist einkum að því að hafa leyfi til að njóta hjálpar frá systur eða vinkonu sem er reyndar markmið frumvarpsins.

3. Að rýmka reglur fyrir venjulega ættleiðingu og setja í hana fjármuni svo hún geti reynst fleyrum raunverulegur valkostur.

4. Að banna fulla staðgöngumæðrun áfram.

5. Banna innflutning á börnum sem eru getin við fullastaðgöngumæðrun í hagnaðarskyni erlendis.

6. Hvetja alþjóðasamfélagið og WHO til að móta sameiginlega ásættanlega stefnu varðandi kaup Vesturlandabúa á fullri staðgöngumæðrun í þriðja heiminum. 

 


Athyglisverðar tillögur Kristins H. Gunnarssonar um nýtt fiskveiðikerfi

Af heimasíðu Gunnars: 

Fiskveiðar og fiskvinnsla - framtíðarsýn

Löggjöf um atvinnugreinina grundvallist á ákvæðum stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi og verði útfærð samkvæmt reglum um samkeppni sem almennt gilda í atvinnurekstri. Reglur verði almennar og gilda um sérhvern útgerðarflokk og allar vinnsluaðferðir. Jafnræði verði milli aðila í sjávarútvegi varðandi aðgang að fiski og veiðiheimildum. 
Þjóðareign auðlindarinnar verði bundið í stjórnarskrá og staðfest með almennum aðgangi að miðunum sem verði ákvarðaður með lögum.

Hópurinn leggur til að þjóðareignin verði staðfest með almennum aðgangi að fiskimiðunum á þann hátt að hverjum manni verði heimilt að róa 5 daga í viku hverri allt árið ( 8 mánuði ársins) með handfæri án þess að afla sér sérstakra veiðiheimilda. Eigi verði fleiri en tveir menn á bát með allt að fjórum rúllum og hver róður má ekki standa lengur en xx klst.
Greitt verði auðlindagjald af hverjum veiddum fiski til hins opinbera sem skiptist að jöfnu milli landssvæða/sveitarfélaga og ríkisins. Auðlindagjald verði ákveðið hlutfall af markaðsverði fisksins og greiðist við sölu hans.

Greitt verði mengunargjald sambærilegt við það sem þegar er komið á í stóriðju og flugsamgöngum, sem endurspegli kostnað vegna mengunarinnar sem af veiðunum hlýst. Gjaldinu verði ætlað að stuðla að veiðum með sem minnstri mengun og hafa áhrif á val veiðarfæra og skipa til þess að svo verði. Mengunargjaldið reiknast einkum út frá olíunotkun og útblástursmengun tekur mið af heimsmarkaðsverði á CO2. 

Fiskimiðunum umhverfis landið verði skipt í fjögur veiðisvæði. Hlutur hvers 
svæðis í hverri fiskitegund af leyfðum heildarafla verði skv. veiði síðustu 20 ára. Hafrannsóknarstofnun getur lagt til að breyta veiðiálagi á tilgreindum miðum. Sérstakur markaður starfar á hverju svæði sem ráðstafar veiðiheimildum skv. þeim reglum sem ákveðnar verða. Auðlindagjald hvers svæðis skiptist að jöfnu milli þess og ríkisins. 

Veiðiheimildir utan 200 mílna falla ekki undir ofangreind fjögur svæði og verði sérstakt svæði, svo og veiðiheimildir í djúpsjávar- og uppsjávartegundum, innan sem utan 200 mílna, sem samanlagt mynda fimmta veiðisvæðið.Vinnslu- og frystiskip hafa aðeins rétt til veiða á fimmta veiðisvæði.

Útgefnar veiðiheimildir veita aðeins rétt til veiða á tilgreindu veiðisvæði. Sérstakur markaður starfar á hverju svæði sem ráðstafar veiðiheimildum skv. reglum sem ákveðnar verða. Nauðsynlegt er að veiðiheimildir verði í boði sem oftast, t.d. vikulega og leigutíminn verði breytilegur en þó aldrei lengri en 10 ár. Auðlindagjald hvers svæðis skiptist að jöfnu milli þess og ríkisins. 

Ríkið annast útleigu veiðiheimilda á markaði. Á hverju ári verði ákveðið hlutfall veiðiheimilda í boði á hverju veiðisvæði. Viðhaft verði uppboðsmarkaðsfyrirkomulag og gjaldið fyrir veiðiheimildirnar nefnist veiðiheimildagjald. Sérhver getur keppt um veiðiheimildir hvar sem er, en áfram gilda takmörk gegn samþjöppun svo sem um hámark heimilda í höndum skyldra aðila. Tekjur af veiðiheimildagjaldi skiptast jafnt milli svæðis og ríkis.

Beint framsal veiðiheimilda verði óheimilt.

Skilgreind verði strandhelgi umhverfis landið ( 12 - 25 mílur) og skylt verður að landa fiski veiddum innan hennar á viðkomandi veiðisvæði. Þær veiðar verði undanþegnar mengunargjaldi.

Jafnræði verði milli aðila í atvinnugreininni varðandi aðgang að veiðiheimildum og fiski.
Veiðar og vinnsla verði algerlega aðskilin og óheimilt að niðurgreiða kostnað eða með öðrum hætti að skekkja samkeppnisstöðu vinnslufyrirtækja með millfærslu frá útgerð til fiskvinnslu. Óheimilt verði einnig að selja fisk til vinnslu í beinni sölu á lægra verði en er á fiskmarkaði. Sérreglur vinnsluskipa verði felldar niður. Vinnsluskip komi með allan afla að landi.

Skylt verður að selja fisk innanlands. Erlendir aðilar hafi einungis heimild til þess að kaupa fisk á markaði.

Auðlindagjaldi verði m.a. ráðstafað til þess að greiða skuldir sem ríkið hefur yfirtekið vegna kerfisbreytingarinnar. Íbúar á hverju svæði taka ákvörðun um ráðstöfun á sínum hluta auðlindagjaldsins. 

Aðlögun núverandi kerfis að nýju fyrirkomulagi

Nú þegar verði fjórðungur veiðiheimilda til reiðu eftir nýju kerfi og allar eftir 10 ár.
Handhafi kvóta eigi tvo kosti:

a. Semji um að halda kvótanum allt að 10 árum, en sæti þó skerðingum sem eru nauðsynlegar til þess að ná fram markmiðinu að ofan. Sannanleg fjárfesting í aflaheimildum síðastliðin 15 ár milli óskyldra aðila verði metin út frá kaupverði og forsendum hennar um nýtingartíma. Litið verði til þess að kaupverð sé í eðlilegu samhengi við fiskverð og að ekki haft þurft lengri tíma en 15 ár til þess að greiða fjárfestinguna. Útgerðarmanni verði bætt það sem vantar upp á að forsendur kaupanna standist vegna kerfisbreytingarinnar nú með lengri umsömdum nýtingartíma eða umsamdri fjárhæð. 

b. Semji um að ríkið yfirtaki allar veiðiheimildarnar strax með sömu skilmálum og í a. 

 

Höfundar tillagna eru: 

Kristinn H. Gunnarsson, Bolungavík
Ólafur Halldórsson, Ísafirði
Elín Björg Ragnarsdóttir, Reykjavík
Gísli Halldórsson, Ísafirði
Lýður Árnason, Hafnarfirði
Sigurður J. Hreinsson, Ísafirði
Magnús Reynir Guðmundsson, Ísafirði    


Staðgöngumæðrun á Íslandi, hver gæti framvindan orðið?

 

Ég hef velt því fyrir mér hverjar gætu orðið afleiðingar væntanlegrar lagasetningar á Íslandi.  Að athuguðu máli held ég að íslenskar staðgöngumæður verði í byrjun ekki margar. Kannski nokkur tilfelli fyrstu árin, færri en tíu á ári. Og þetta er einmitt það sem löggjafinn gerir ráð fyrir. 

Staðgöngumæður gætu orðið vinkonur og systur, tekjulágar konur af erlendu bergi brotnar sem mun kannski fjölga þegar árin líða og hugsjónakonur sem vilja e.t.v."prófa einu sinni" fyrir kynsystur sínar. Ég tel útilokað að menntaðar velstæðar konur muni leggja þetta fyrir sig. 

Hinsvegar munu lög um staðgöngumæðrun líklega valda því að þetta verður með tímanum talin sjálfsagður meðgönguvalkostur. Og ekki bara fyrir konur sem hafa sjúkdóma í legi eða geta heilsunnar vegna ekki gengið með barn, heldur í raun alla þá sem þess æskja. 

Þetta tel ég vera mikilvægt atriði og grundvöllur þess að við getum leitt líkum að því að staðgöngumæðrun muni breyta samfélaginu í veigamiklum atriðum. Ég held þetta muni ekki gerast strax - en kannski á 5-10 árum og þá komi fram hin hugarfarslegu áhrif laganna.

Af þessum orsökum sé ég fyrir mér þá framvindu að ekki verði nóg framboð á staðgöngumæðrum hérlendis og þá muni fólk leita fyrir sér erlendis til að fá þessa þjónustu.

Þessa staðhæfingu byggi ég á því að fleiri konur munu æskja þessarar þjónustu, vegna ýmissa aðstæðna sem torvelda meðgöngu og ekki síst félagslegra ástæðna sem ekki hefur verið mikið bent á í umræðunni.

Við getum ef til vill séð fyrir okkur konu sem langar í sitt annað eða þriðja barn og vegna vanlíðunar í síðustu meðgöngu ætlar hún að láta ganga með fyrir sig í þetta sinn. Önnur mynd væri af karlmanni sem skilur á besta aldri og missir tengsl við börnin sín eða forsjá forsjá þeirra. Hann leigir sér staðgöngumóður erlendis og tekur barn heim. Þetta hljómar framandlega nú en það er ekki víst það verði það eftir 10-15 ár - ef lögin ná fram að ganga.  

Þá verður staðan sú, að hérlendis verður hún velgjörð en sé leitað utan landsteina mun þurfa að borga fyrir hana. Ekki er hægt að útiloka að einhvers konar undirborðs-greiðsla þróist hér á landi fyrir viðvikið sem muni auka framboð. Mér finnst það hugsanlegt og það verður að minnsta kosti ekki hægt að koma í veg fyrir það. Peningar munu hjá vissum hópi þykja sjálfsagðir fyrir svo stórt viðvik í formi greiðslna inn á erlenda reikninga, gegnum þriðja aðila eða á annan hátt með leyndum hætti. Það er rétt að hafa þetta í huga en ekki sem neina meginreglu.

Engin leið er að banna fólki að leita greiðans erlendis ef löggjafinn heimilar þetta hérlendis en þessi verslun með meðgöngur og leigumæður blasir við sem nýtt alþjóðlegt vandamál í samskiptum ríkra þjóða og fátækra.Það er orðin gríðarleg verslun nú þegar og veltir milljörðum dollara.

Sumir segja að þetta sé verslun með börn. Nákvæmara er þó að segja að staðgöngumæðrun feli ekki í sér beina sölu á barni en ótvírætt erum að ræða sölu á móðurréttinum eða afsölun á honum því samkvæmt venjulegum skilningi ( lagalegum skilingi einnig) er móðir sú kona sem gengur með barnið. Hún er sú sem tengist því gegnum meðgönguna og nærir það við brjóst sér. Nú gæti maður spurt: Er hægt að versla með móðurréttinn? Stríðir það ekki gegn mannréttindum?

Eða ætla menn að fara bakdyraleiðina og breyta skilgreiningunni á því hvað sé móðir? Það blasir við ef litið er á tillögu okkar háttvirtu alþingismanna að breyta einfaldlega skilgreiningunni en þar stendur: 

Í barnalögum, nr. 76/2003, er tiltekið í 5. gr. að móðir barns sem getið er með tæknifrjóvgun skuli teljast sú kona sem elur barnið. Þetta ákvæði getur ekki staðið samhliða heimild í lögum um tæknifrjóvgun til staðgöngumæðrunar enda þarf að tryggja það að móðir barns sem getið er með tæknifrjóvgun geti líka verið önnur en sú kona sem elur það. 

 

Ekki stendur til að spyrja þjóðina hvað henni finnst um þessa róttæku breytingu og enginn bregst við að því er virðist. Spurningin er, vilja menn að samfélag okkar breytist í þessa veruna?

 

Mínar tillögur í málinu eru þessar:   

1. Að bíða með frumvarpið en hefja samráð meðnágrannalönd okkar um hvaða skref séu heppileg í þessu efni. Bæði varðandi fulla staðgöngu innanlands og kaup á slíkri þjónustu erlendis. 

2. Í bili að leyfa hefðbundna staðgöngumæðrun til að koma á móts við þær konur/ pör sem geta nýtt sér hana. Hún er sjálfstakmarkandi og beinist einkum að því að hafa leyfi til að njóta hjálpar frá systur eða vinkonu sem er reyndar markmið frumvarpsins.

3. Að rýmka reglur fyrir venjulega ættleiðingu og setja í hana fjármuni svo hún geti reynst fleyrum raunverulegur valkostur.

4. Að banna fulla staðgöngumæðrun áfram.

5. Banna innflutning á börnum sem eru getin við fullastaðgöngumæðrun í hagnaðarskyni erlendis.

6. Hvetja alþjóðasamfélagið og WHO til að móta sameiginlega ásættanlega stefnu varðandi kaup Vesturlandabúa á fullri staðgöngumæðrun í þriðja heiminum. 

 

 


Full staðgöngumæðrun

Full staðgöngumæðrun er það fyrirbæri þegar fósturvísir frá pari sett í leg konu með tæknifrjóvgun og hún gengur með barnið til þess að láta það af hendi strax við fæðingu. Hún er erfðafræðilega óskyld barninu og er eingöngu burðarmóðir.

 

Vísindaleg þróun sem hefur rótækar afleiðingar:  

Staðgöngumæðrun er ekki svo rótæk hugmynd ef horft er á hana frá sjónarmiði læknavísinda, heldur rökrétt framhald af tækni sem hefur verið í undirbúningi lengi:   Í grundvallaratriðum er settur er fósturvísir inn í leg konu og hann látinn vaxa. 

Hún er hins vegar afar róttæk félagslega - það er fyrirséð að lögleiðing hefur mikil áhrif á samfélagið allt en nákvæmlega hvernig er erfitt að gera sér grein fyrir.

Ég fjalla ekki um siðfræðilega eða heimspekilega um málið en læt lesandanum eftir að álykta útfrá þeirri stöðu sem ég held að geti komið upp ef staðgöngumæðrun verður lögleidd hér á landi. Ég falla einnig um aðstæður við staðgöngumæðrun erlendis því málin verður að skoða í samhengi þar sem Íslendingar sækja einnig þangað við hugsanlega lögleiðingu hér á landi.  

Staðgöngumæðrun á Íslandi, hver gæti framvindan orðið? 

Ég hef velt því fyrir mér hvort þetta verði algengt hér á landi og að athuguðu máli held ég að staðgöngumæður verði í byrjun ekki margar. Kannski verða nokkur tilfelli fyrstu árin, færri en tíu.  

Staðgöngumæður verða helst vinkonur og systur, einhverjar tekjulágar konur af erlendu bergi brotnar sem mun kannski fjölga þegar árin líða og hugsjónakonur sem vilja e.t.v."prófa einu sinni" fyrir kynsystur sínar. Ég tel útilokað að menntaðar velstæðar konur muni leggja þetta fyrir sig.

Hinsvegar munu lög um staðgöngumæðrun líklega valda því að þetta verður með tímanum talin sjálfsagður meðgönguvalkostur. Og ekki bara fyrir konur sem skortir leg eða geta heilsunnar vegna ekki gengið með barn, heldur í raun alla þá sem þess æskja.  Þetta er mikilvægt atriði og grundvöllur þess að við getum leitt líkum að því að staðgöngumæðrun muni breyta samfélaginu í veigamiklum atriðum. Ég held þetta muni ekki gerast strax - en kannski á 5-10 árum og þá komi fram hin hugarfarslegu áhrif laganna.

Ég sé fyrir mér þá framvindu að ekki verði nóg framboð á staðgöngumæðrum hérlendis og þá muni fólk leita fyrir sér erlendis til að fá þessa þjónustu. Þessa staðhæfingu byggi ég á því að fleiri konur munu æskja þessarar þjónustu, vegna ýmissa aðstæðna sem torvelda meðgöngu og ekki síst félagslegra. Karlmenn einnig þegar tímar líða.

Þá mun ekki verða spurt að því hvort starfsemin sé velgjörð ( enda útilokað fyrir Íslending að fá ókeypis leigumóður erlendis) heldur mun meðgangan verða keypt.

Þá verður staðan sú að hérlendis verður hún velgjörð en sé leitað utan landsteina mun þurfa að borga fyrir hana.  

Ekki er hægt að útiloka að einhvers konar undirborðsgreiðsla þróist hér á landi fyrir viðvikið sem eykur framboð. Mér finnst það hugsanlegt og það verður að minnsta kosti ekki hægt að koma í veg fyrir það. Peningar munu hjá vissum hópi þykja sjálfsagðir fyrir svo stórt viðvik í formi greiðslna inn á erlenda reikninga, gegnum þriðja aðila eða á annan hátt með leyndum hætti. Það er rétt að hafa þetta í huga en ekki sem neina meginreglu.

Engin leið er að banna fólki að leita þjónustunnar erlendis ef löggjafinn heimilar þetta hérlendis. Ekki nema það standi sérstaklega í lögum að óheimilt sé að gera það. Og þó mun það varla duga því hvað gerist þegar maður kemur með hvítvoðung fæddan í öðru landi til landsins og kaupin eru þegar gerð? Á að vísa honum burt?

Það gengur ekki, nema einhvers staðar komi fram í lögum að slík börn megi ekki koma inn í landið eða fái ekki ríkisborgararétt. Hvað gera menn þá, á að senda hvítvoðunginn burt? Ég get ekki séð lausnina í fljótu bragði.

Full staðgöngumæðrun erlendis er knúin af fjármagni og er næstum aldrei hrein velgjörð. Þannig virkar markaðurinn. Þetta er orðin gríðarleg verslun nú þegar sem veltir milljörðum dollara.

Sumir segja að þetta sé verslun með börn.  Nákvæmara er þó að segja að staðgöngumæðrun feli ekki í sér beina sölu á barni en ótvírætt erum að ræða sölu á móður réttinum eða afsölun á honum því samkvæmt venjulegum skilningi ( og lagalegum einnig) er móðir sú kona sem gengur með barnið. Hún er sú sem tengist því gegnum meðgönguna og nærir það við brjóst sér.

Nú gæti maður spurt: Er hægt að versla með móður réttinn? Stríðir það ekki gegn mannréttindum? Eða ætla menn að fara bakdyraleiðina og breyta skilgreiningunni á því hvað sé móðir? Það blasir við í tillögu okkar háttvirtu alþingismanna að breyta skilgreiningunni. Ekki stendur til að spyrja þjóðina að því.

Veruleiki staðgöngumóðurinnar: 

Erlendar staðgöngumæður eru valdar af læknum og lögfræðingum (og fyrirtækjum þeirra) sem meta hæfni konunnar til að gegna þessu hlutverki. Hún þarf að vera hraust og lyfjalaus, með nógu stóra grind að hún henti til barnsburðar og það er skilyrði að hún hafi átt barn áður.  Betra getur verið að hún hafi annað litarhaft en vesturlandabúinn því þá er minni hætta á því að hún tengist barninu þegar það fæðist. Þetta notfæra menn sér óspart í Ameríku þar sem fátækar blökkukonur eru í meirihluta staðgöngumæðra.

Kona sem fætt hefur áður er yfirleitt fjölskyldukona og á mann og stórfjölskyldu. Það hefur sýnt sig að þessar konur verða oft að dyljast fyrir fjölskyldu sinni til að geta tekið að sér verkefnið. Börn hennar eru ekki látin horfa upp á kviðinn vaxa heldur er hún í oftast meðgöngubúðum undir eftirliti (Indland)  Þessar konur fá skólun (oftast frákjarkmiklum eldri konum)  og læra að semja sig að aðstæðum, þægjast án spurninga, mótspyrnu eða mótmæla. 

Leigumæður þurfa að fylgja ákveðnu matarræði, svefnvenjum, hreinlæti, kynlífi, böðum, halda sig frá alkóhóli og lyfjum o.s.frv.  Einnig þurfa þær að samþykkja að barnið  sé tekið með keisaraskurði, en það er ávallt gert í lok meðgöngu.  

Misfarist meðgangan fá þær enga þóknun.

Sé barnið gallað fer konan í fóstureyðingu.

Þessar konur eru samvinnuþýðar vegna þess að miklir peningar eru í boði, kannski u.þ.b. 1/4 til 1/2 af þeirri upphæð sem fyrirtækið fær.  Þær eru í engri aðstöðu til að mótmæla við þessar aðstæður og liggur mikið við oft bæði heiðurinn og öll þóknunin ef þær óhlýðnast. 

Fjármagnið ræður: 

Í heimi fullrar staðgöngumæðrunar eru það fyrst ogfremst peningar sem ráða. Enda eru þeir miklir og báðir aðilar eru áfjáðir í viðskiptin, hefur að þessu leitinu verið líkt við viðskipti með eiturlyf, vopn og kynlíf þare sem engri stýringu verður við komið: Konan sem fær meiri peninga en hún hefur nokkru sinni séð og maðurinn/konan/parið sem fær barn, eitthvað sem þeim er ómetanlegt hvernig sem á það er litið.  Að því viðbættu er þetta viðurværi þeirra lækna, lögfræðinga og fjölda starfsfólks sem kemur að þessu og þar eru einnig miklir fjármunir í spilinu. 

Allir hafa aðgang að þessari þjónustu sem eiga peninga og það eru vitaskuld ekki bara barnlaus pör eða ófrjóar konursem fá úrlausn mála sinna heldur einnig einstaklingar karlar og konur, samkynhneigðir og gagnkynhneigðir. Þó eru það hinir ríku og sterku sem knýja þetta áfram og þeir sem hafa öfluga málsvarendur eða þrýstihópa. Konur, fátækir, börn og reglur samfélagsins líða. 

Sé um einstakling að ræða þarf einnig að kaupa egg eða sæði sem þykir henta. Það er vitaskuld valið eftir gæðum og litaðir koma ekki til greina né heldur gallaðir, lágvaxnir eða tregir svo dæmi sé tekið. Ný tegund útvalningarhyggju gægist þarna fram og þó hún sé í öðru formi en við þekkjum frá síðustu öld er í raun skyld hugsun á ferðinni.

Vandi staðgöngumóðurinnar: 

Leigumóðirin gengur með barnið og myndar tengsl við það eins og eðlilegt er. Þessi tengsl þarf að rjúfa þegar barnið er tilbúið venjulega í viku 38-42 þegar hún fer í keisara.

Hún þarf einnig að gangast undir meiri fósturskimun heldur en við eigum að venjast til að tryggja að barnið sé eðlilegt. Menn sjá fram á að það muni aukast í þessum iðnaði og konum verði skipað að fara í fóstureyðingu án þess að þær ráði því sjálfar.

Einnig er hægt að gera sér það í hugarlund að kona sem gengur með barnið og er skipað að fara í fóstureyðingu vegna fósturgalla neiti því, ( sé henni það heimilt, s.k. samningi).  Hún gengur þá með barnið og eftir það gætu erfðaforeldrarnir hafnað barninu. Hún situr því uppi með barnið - kannski hálfvolg, því hún vildi peninga en ekki barn.  Aðstæðurnar geta því orðið erfiðar og hæglega skapast aðstæður þar sem enginn vill barnið.

Á hinn bóginn eru þekkt tilfelli þar sem leigumóðirin vill ekki afhenda barnið eftir að hafa gengið með það og skapast þá dómsmál vegna hvítvoðungsins. Fjölda mörg dæmi eru um þetta.

Einnig er hugsanlegt og jafnvel mjög líklegt með tímanum að iðnaðurinn leitist við að koma á móts við kúnnann um kyn og stúlkubörnum verði eytt kerfisbundið snemma í meðgöngu. Þetta er þekkt á Indlandi

Sjúkdómar og frávik á meðgöngu:

Margt getur komið upp á í meðgöngu sem erfitt er að fella í samning eða vafasamt:  Móðirin fær hættulegan blóðþrýsting sem ógnar lífi hennar og barnsins. Meðgöngusykursýki getur komið fram eða blæðingar á síðasta mánuði. Hver ber ábyrgðina og kostnaðinn á varanlegum skaða hjá móður eða barni?

Meðgöngueitrun (preeklampsia og eklampsia) kemur oft fyrir venjulegan fæðingartíma. Þá er barnið tekið með keisara fyrir tímann og maður spyr sig hvað sé gert í slíkum tilfellum við barnið hálfvaxið. Fer það á nýburadeild eða því bara látið deyja? Ekki veit ég hvað tíðkast þegar þetta hefur breyst í peningaknúinn iðnað í framandi löndum.

Börn sem fæðast af annarri móður munu ekki fá móðurmjólk af brjósti. Ekki er mjólkin einungis holl og styrkir ónæmiskerfið heldur gegnir sog brjósta veigamiklu hlutverki við að tengja saman móður og barn tilfinningalega og líkamlega.

 

Það virðist vera veigamiklir gallar á tillögu alþingismannanna um fulla staðgöngumæðrun og niðurstaða mín er sú að ekki sé forsvaranlegt að lögleiða hana að svo stöddu. 

Mínar tillögur í málinu eru þessar:   

Að bíða með frumvarpið en hefja samráð meðnágrannalönd okkar um hvaða skref séu heppileg í þessu efni. Bæði varðandi fulla staðgöngu innanlands og kaup á slíkri þjónustu erlendis. 

Í bili að leyfa hefðbundna staðgöngumæðrun til að koma á móts við þær konur/ pör sem geta nýtt sér hana. Hún er sjálfstakmarkandi og beinist einkum að því að hafa leyfi til að njóta hjálpar frá systur eða vinkonu sem er reyndar markmið frumvarpsins.

Að rýmka reglur fyrir venjulega ættleiðingu og setja í hana fjármuni svo hún geti reynst fleyrum raunverulegur valkostur.

Að banna fulla staðgöngumæðrun áfram.

Banna innflutning á börnum sem eru getin við fullastaðgöngumæðrun í hagnaðarskyni erlendis.

Hvetja alþjóðasamfélagið og WHO til að móta sameiginlega  ásættanlega stefnu varðandi kaup Vesturlandabúa á fullri staðgöngumæðrun í þriðja heiminum. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hefðbundin staðgöngumæðrun

Þegar gerð var símakönnun á vegum MMR í janúar sl. kom fram að 85% landsmanna er meðfallinn staðgöngumæðrun ef hún er ekki í hagnaðarskyni. Þetta er út af fyrir sig athyglisvert. En hvaða forsendur voru gefnar þegar spurt var og hvernig staðgöngumæðrun var verið að spyrja um? Það er fremur snúið að skilja þetta.

Til eru tvenns konar tegundir: það er hefðbundin staðgöngumæðrun og full staðgöngumæðrun - og þær eru um margt ólíkar.

Við hefðbundna staðgöngumæðrun gengur kona með barn frá sínu eigin eggi sem er fjóvgað með sæði hins væntanlega föðurs.  Hún lætur svo frá sér barnið að lokinni meðgöngu, venjulega til einhvers nákomins. Þetta hefur verið til um aldir, en reynslan hefur sýnt sig að þessi tegund staðgöngumæðrunar er sjálfs takmarkandi. Það er athyglisvert þegar maður leiðir hugann að þessu og skoða sögu staðgöngumæðrunar.

Þetta gerist nánast einungis í "innsta kreds" innan fjölskyldna, milli systra, vinkvenna o.s.fv. og t.d. indverskar eða afrískar mæður myndu aldrei fást til að vera með í þess háttar.  

Hinn takmarkandi þáttur eru fyrst og fremst tilfinningatengsl móðurinnar við sitt eigið barn.

Þetta stendur ekki til að leyfa á Íslandi.

Hér er nokkurs virði finnst mér að átta sig á að þessi tegund er sjálfstakmarkandi og að leyfa hana með lögum myndi hvorki leiða til innflutnings á konum til að ganga með barn fyrir aðra og ekki heldur þróast yfir í starfsemi í hagnaðarskyni hér á landi.

Konur erlendis munu heldur ekki fást til að taka þátt í þessu fyrir íslenskar konur eða það sem er líklegra, að konur vilji síður egg úr konum sem þær vita ekkert um hvorki lifnaðarhætti eða erfðaupplag. Reynslan sýnir okkur þetta. 

Ég hugsa með mér að þrátt fyrir áhættu við meðgöngu og aðra flækjuþætti að þegar ein kona nákomin gerir líkt fyrir aðra af fórnfýsi og hjartagæsku þá sé um óvenjulegt kærleiksverk að ræða. Ég á erfitt með að vera á móti því.

Leiði maður hugann að hinni tegund staðgöngumæðrunar sem er svokölluð full staðgöngumæðrun ( full surrogacy ) er allt annað uppi á tengingnum, hún vekur upp stærri siðferðislegri vanda og flækjustigið meira, ég mun tala um það nánar síðar.

En þá kem ég aftur að könnunni sem ég minntist á hér að ofan: Ég spyr mig hvort þeir sem hafi svarað hafi almennt gert sér grein fyrir því að það er ekki  verið að spyrja um það sem ég hef lýst hér að ofan - heldur fulla staðgöngumæðrun sem er allt annað!!

 


Staðgöngumæðrun: ný tegund frjálsræðis hjá áttavilltri þjóð eða mannréttindi?

Nokkrir ævintýramenn á Alþingi vinna nú að því að leyfa staðgöngumæðrun. Þetta er gert fyrir þrýsting frá nokkrum einstaklingum sem hafa fengið með sér kven- og fæðingarlækna sem hafa sérstakra hagsmuna að gæta.

Mín skoðun er sú að ef staðgöngumæðrun verður leyfð á Íslandi muni íslenska þjóðfélagið hægt og rólega breytast í grundvallaratriðum. Hvers vegna? Vegna þess að hún er svo óskaplega róttæk í eðli sínu.

Látið er að því liggja að um sé að ræða góðverk sem nokkrir einstaklingar munu koma að á hverju ári. Ég held þetta muni leiða af sér ófyrirsjáanlegar breytingar á hugsun okkar allra um barneignir, meðgöngur, fjölskyldulíf, barnauppeldi. Þetta eru grunngildi sem menn eiga ekki að vera að róta í finnst mér vegna þess að vitum ekki hvaða afleiðingar það hefur. Það munu koma sífellt nýjar kröfur um hverjum mun leyfilegt að nýta sér þessi úrræði og ég fullyrði að við munum komast í ógöngur.

Það er einnig ætlunin að breyta lagalegri skilgreiningu á móðurhlutverkinu, enda er nauðsynlegt að breyta barnalögum ef þetta nær fram að ganga. Í stað hefðbundin skilnings, að móðir sé sú kona sem elur barn verður hugtakið útvíkkað og sagt að það sé einnig sú sem fær aðra konu til að ganga með barn og á erfðaefnið. Og takið nú eftir: Sú sem elur barnið (staðgöngumóðirin) skal þá ekki teljast móðir þess [að skilningi barnalaga.] Þetta þykir rétt að gera svo staðgöngumóðirin geti ekki krafist barnsins að lokinni meðgöngu.

Er þetta óskapnaður? Ég bara spyr.

Nú er í nýlega framlagðri tillögu á nokkurra alþingismanna talað um að leyfa hana með ströngum skilyrðum og aðeins  í velgjörðarskyni.

1. Mig langar fyrst að tala um ströng skilyrði:

Ég held að það sé ógerningur að gera upp á milli kvenna og t.d. að leyfa konu sem ekki getur átt barn vegna legmissis að leigja staðgöngumóður en ekki til dæmis konu sem lenti í öðrum óskyldum sjúkdómi segjum alvarlegum giktsjúkdómi, áunninni sykursýki eða bara þröngri grind og getur þess vegna ekki átt barn á meðan hún er frjósöm. Hún áttar sig á þessu ( kannski eftir margar tilraunir til að eignast barn) og mun krefjast réttar síns og á vitaskuld alveg sama rétt eins og konan sem ég nefndi áður. Og hvað með einstæða karlmenn eða eldri pör og aðra sem hafa sterkar en eðlilegar óskir, ég sé langan lista. Það gengur ekki að mismuna fólki á þennan hátt og ég held að það muni ekki standast jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Af þessari ástæðu er ég algjörlega andvígur því að leyfa staðgöngumæðrun því annað hvort þarf að leyfa þetta fyrir alla - eða engan.

2. Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni:

Í tillögu alþingis er sagt: „Hugtakið staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni felur í sér að ekki sé greitt fyrir aðstoðina sem veitt er. Þrátt fyrir það er eðlilegt að greitt sé fyrir sanngjarnan aukakostnað, svo sem lækniskostnað sem fellur á þungaða konu auk annars kostnaðar (lesist lögfræðikostnaðar, mitt innskot) sem tengist meðgöngu, eða mögulegt vinnutap staðgöngumóður sem skerðir fjárhag hennar."

Hvað felur þetta í sér? Allur læknis- og lögmannskostnaður er greiddur ( erlendis er það oft uþb.helmingur kostnaðar) og að auki fjárhæð sem nemur þeirri sem konan fengi ef hún er í venjulegri vinnu og hættir henni t.d. vegna meðgöngu fyrir aðra. Svo bætist við fæðingarorlof.

Það hlýtur hver maður að sjá að sé þetta leyft er þegar kominn upp atvinnuvegur. Fyrir mér er þessi velgjörðartitill algjör blekking. Þetta mun þróast yfir í það að settur verður verðmiði á þessa þjónustu enda er það reynsla allra þeirra þjóða sem leyfa þetta. 

Þetta er því önnur ástæða ( á meðal ótal margra annarra ) fyrir því að ég er mótfallinn tillögu ævintýragjarnra alþingismanna um staðgöngumæðrun. 


Næsta síða »

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband