Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Múslimum fjölgar í Evrópu og samlögun gengur ekki eins og menn héldu.

Nýlega kom út bók í Danmörku sem heitir ÍSLAMS MAKT Europas ny virkelighed eftir Karen Jespersen og Ralf Pittelkow. Hún er fróðleg og upplýsandi.

Við Vesturlandabúar erum eðlilega hræddastir við hryðjuverk sem tengjast öfgafullri íslamstrú. En það er ekki rétt áhersla að horfa á öfgana og furða sig yfir geðbilun ungra terrorista. Við ættum þess í stað að kynna okkur þessa trú og skilja grundvallaratriði hennar. Þannig er hægt að skilja sprengjurnar (... en ekki réttlæta þær N.B.) og þannig getum við raunar skilið okkur sjálf.

Það er þegar komið í ljós að trúmenn íslams óska ekki samlögunar ( integration) við lífsstíl Vesturlandabúa og það virðast stjórnmálamenn almennt ekki skilja.

En hvers vegna er samlögun óhugsandi? Það er vegna þess að þeim finnst lífstíll okkar  ósamrýmanlegur siðareglum íslam í mjög veigamiklum atriðum. Og ekki bara ósamrýmanlegur heldur ósiðlegur og jafnvel fyrirlitlegur. 

Það eru sérstaklega sifjamál og fjölskyldumál sem þeir gúttera ekki í lífsstíl okkar: Staða kvenna, frjálslegur hjónabandsskilningur okkar, kynlíf fyrir hjónaband, tíðir skilnaðir og samband karls og konu, fá börn, einstaklingshyggja. Auðvitað fjölmargt annað en þetta eru aðal atriðin.

Venjulegir fjölskyldumúslímar tala ekki mikið um þetta antipatí en viðhorfin koma skírt í ljós í vali jafnvel hófsamasta fólks:  Það eru t.d. næstum engin blönduð hjónabönd í Svíþjóð og Danmörku þar sem ég þekki til. Það stuðar hreint og beint að sjá að það virðist ekki koma til greina t.d. fyrir ungan múslíma að giftast sænskri konu. Það er nánast útilokað. Að múslímsk kona sé í hnappheldunni með Svía aða Dana - er enn sjaldgæfara ( ca 1-4%).

Viljandi eða af nauðsyn myndast svokölluð "parallell samfund", sjálfstæð samfélög múslíma í þessum löndum því menn telja þessi gildi ósamrýmanleg. 

Ánægja þessa fólks, lífsfylling og dýpstu gildi þess, eins og t.d. gleði yfir miklum barnafjölda í fjölskyldu fara ekki saman við þann lífstíl sem við höfum valið okkur.

Gaman væri að fá komment á þetta. Ég hef einungis áhuga á málefnalegri umræðu. Ég vinn Svíþjóð og þekki sæmilega til múslima og þeir eru margir skjólstæðingar mínir. 


mbl.is Stærsta moska Vestur-Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndir í tuttugu og níu liðum um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland.

Hér eru hugmyndir mínar í tuttugu og níu liðum um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. 

 

1. Góð stjórnarskrá þarf að endurspegla þau grunngildi sem við viljum lifa eftir hér á landi. Okkar stjórnarskrá þarf að efla lýðræði og gefa okkur skíra stjórnskipan sem endurvekur trú Íslendinga á þjóðskipaninni. Hún þarf að vera fyrir alla landsmenn.

 

2. Hún þarf að vera á eðlilegu og einföldu máli sem allir skilja. 100-150 stuttar greinar sem rúmast á 10 til 20 blaðsíðum.

 

3. Stjórnarskrárvinnan á ekki að vera átakavöllur um það hvort Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki. Ég bið kjósendur að sniðganga þá sem vilja gera stjórnarskár vinnuna að slíku máli. Þessi mál verða tekin fyrir á öðrum vettvangi, með þjóðaratkvæði og aðeins þannig næst sátt um málið.

 

4. Við þurfum ramma sem stuðlar að sátt milli manna svo þeir geti þroskast og látið drauma sína rætast: Menntað sig, unnið og séð fyrir sér, fjölgað sér og fundið merkinu í lífi sínu.

Ræktað sína lífsskoðun eða trú og fundið fyrir öryggi. Stjórnarskráin leggur þennan grunn.

 

5. Ríkisvaldið þarf eðlilegar skorður og skipulag þess þarf að vera skiljanlegt venjulegum borgara.

Ég kem með hugmyndir og útfærslur hér að neðan.  

 

6.  Ný stjórnarskrá þarf að byggja á hefðinni. Þeirri stjórnmálahefð sem við þegar höfum en sníða þarf af vankanta og herða á vissum hlutum sem sátt næst um. Það er ekki skynsamlegt að rífa allt upp með rótum úr þeirri stjórnarkrá sem fyrir er.

 

7. Hún má ekki vera útópísk eða tæknileg, ögrandi eða öfgafull jafnvel þó það kunni að vera freistandi fyrir suma hópa að vinna að því.

 

8. Stjórnarskráin má ekki festa einhvern hóp samfélagsins í skorðum sem annar hópur ákveður.

 

9. Hafa í skránni ákvæði, sem treysta aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. 

 

10. Ráðherrar eiga ekki að vera lagasemjendur eins og er við líði í dag með ráðgjafa sína í ráðuneytinu að semja lög að geðþótta ráðherrans, vitandi að lögin fara í gegn um Alþingi sama hvað hver segir, annars falli stjórnin. Ráðherrar verða að fá starfsreglur sem aðskilur starfssvið þeirra frá löggjafanum.

 

11. Ég er hlynntur því að kjósa sérstaklega forsætisráðherra sem er ábyrgur fyrir því að velja einstaka fagráðherra utan hóps alþingismanna. Ráðherrarnir starfa í grunnin eins og framkvæmdastjórar og eru ábyrgir gagnvart forsætisráðherra sem hefur hið formlega umboð kjósenda. Allir ráðherrar eiga svo að vera samábyrgir fyrir hverri stjórnarathöfn.

 

12. Mín hugmynd er að setja reglur um starfssvið Alþingis og afmarka störf alþingismanna við samningu almennra laga, afgreiðslu fjárlaga og störf í þingnefndum sem mega fá stærra hlutverk og meira fjármagn.

 

13. Þingnefndir alþingis mættu því vera valdameiri og sjá t.d. um stefnumótun og lagagerð á sviðum menntamála, samgöngumála osfv. Með þessu móti virkjast stjórnarandstaðan sem samvinnuaðili sem hefur skort mjög á og einræðistilburðir og ráðherraræði minnkar.

Ráðuneytin hafi hins vegar ekki þetta stefnumótunarhlutverk (eins og nú er) heldur séu ráðuneytin eingöngu stofnum sem sér um framkvæmd laga. Enda eru innan ráðuneytanna ekki þeir fulltrúar sem við kjósum til að skipuleggja framtíð okkar heldur eru það alþingismenn sem gera það með lagasetningu.

 

14. Afnám s.k. þingræðis kemur til greina eins og margir hafa bent á. Það felur í sér að líf hverrar ríkisstjórnar er ekki háð Alþingi um stuðning hverju sinni. Hinsvegar getur Alþingi á grundvelli málefna fellt ríkisstjórnina með vantrauststillögu með meir en helmingi atkvæða.

 

15. Hægt væri að hafa almennar kosningar þannig að þær fælu ávallt í sér kosningar á framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi og eftir sérstökum reglum kosning á nýjum dómurum.

Algjörlega nýtt form kosninga

Þannig: Menn kjósa til alþingis bæði flokk og einstaklinga - og einstaklinga geta menn þá kosið yfir flokkslínurnar ef þér hugnast svo. Ég hafði þegar nefnt kosningu forsætisráðherra.  Í þriðja lagi fari fram s.k. dómarakosning. Tökum dæmi:  Til að fylla þann flokk dómara sem landið þarfnast í hæstarétti þarf á einhverju tímabili einn dómara. Þú kýst á milli þeirra dómara sem teljast faglega hæfir. Segjum að þrír séu hæfir. Þú kýst einn þeirra. Hann er æviráðinn og ekki hægt að reka hann. Það er ástæða til að allir kosningabærir menn komi að þessu mikilvæga atriði. Þá er hægt að segja með sanni að fólk kjósi sér dómsvaldið og enginn úr öðrum kimum valdsins kemur að því.  Það er margt hægt í okkar fámenna landi sem ógerningur er erlendis, og því ekki að nýta okkur það. 

 

 

16. Kjördæmaskipun þarf að líta á og jafna kosningarétt um allt land. Jafnt atkvæðavægi óháð búsetu. Um fjölda kjördæma veit ég ekki.

17. Ég er ekki sérlega hlynntur einstaklingsframboðum. Hætt er við að peningar, ætterni og kunningsskapur ríki yfir slíku kerfi. Nei, betra er að hafa áfram stjórnmálaflokka í framboði, helst þó hvort tveggja flokka og einstaklinga, sem veita hvorir öðrum aðhald.

Ad menn geti kosið flokka og/eða einstaklinga eftir því sem þeim hentar. Sbr. kerfi í Ástralíu. Útstrikanir fái aukið vægi og e.t.v. að það fari fram s.k. þreföld kosning. 

 

18. Ísland er ríki sem byggir á kristnum hefðum en ég er hlynntur því að kirkjan sé sjálfstæð gagnvart ríkinu. Stjórnarskráin má heldur ekki vinna gegn kristninni á neinn hátt en hafa þarf ákvæði um trúfrelsi eins og er í öðrum stjórnarskrám vestrænna lýðræðisþjóða og í Bandaríkjunum. Það kemur vel til greina að kjósa sérstaklega um stöðu kirkjunnar, 62. greinina í þjóðaratkvæðagreiðslu og líklega mun það skapa mesta sátt um þetta viðkvæma mál. Mín skoðun er sú að kirkjan hafi ekkert að óttast við fullt sjálfstæði. Sjá nánar á www.kirkjan um stjórnlagathing og aðra pistla mína hér að neðan.

 

19. Það má ekki halla á neinn hóp í stjórnarskránni: Ekki eldri borgara eða börn. Ekki konur, veikt fólk, fatlað eða vanskapað, trúaða eða trúlausa. Enginn hópur má heldur ætla sér sérstaka meðferð eða forréttindi. Allir skulu vera jafnir að metum að lögum eins og hefð okkar býður.

 

20. Eignarréttur auðlinda og nýting hans á að tilheyra þjóðinni. Þó þarf að gæta sín og má ákvæðið ekki vera klaufalega orðað og hindra skynsamlega nýtingu auðlynda.

 

21. Það má ekki vera ákvæði um að við megum ekki verja okkur sem þjóð. Því er marklaust og skaðlegt að segja að við megum ekki taka þátt í að verja landið. Tímarnir breytast og við verðum eins og aðrar þjóðir að gera okkur grein fyrir að frið þarf að tryggja.

 

22. Ekki er fráleitt að segja að Ísland þurfi alltaf að vera varið með einum eða öðrum hætti annað hvort af okkur sjálfum eða með hjálp annarra ríkja eða ríkjabandalaga. Þetta vilja margir Íslendingar ekki viðurkenna en hér þarf virkilega að hugsa málið og sjást ekki yfir þetta mikilvæga atriði.

 

23. Fleiri ákvæði þarf um öryggi ríkisins, hryðjuverkaógn, jarðskjálfta, eldgos, alvarlega mengunarslys í norðurhöfum og aðrar náttúruhamfarir og er hægt að leita í smiðju nágrannalandanna varðandi þetta.

 

24. Ákvæði um að grunnmenntun barna í landinu skuli gjaldfrjáls. Þetta er skynsamlegt og við skulum hafa þetta inni, það gera Finnar.  Þetta er eina "gjaldfrelsisákvæðið" sem ég get stutt.

 

 25. Skráin þarf að innihalda ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér hugnast að forseti, þing (2/3)og almenningur ( 30 þús undirskriftir) geti eftir nánari reglum kallað til þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Mikilvægt: Sérstakt kerfi þarf að byggja upp ( almennar upplýsingaskrifstofur, jafnvel í tengslum við bókasöfnin í landinu eins og í skandinavíu ) svo undirbúningur fyrir atkvæðagreiðslur sé eðlilegur og allir geti tekið þátt og ekki minnst að upplýsingaflæði fyrir slíkar kosningar sé hlutlaust, ódýrt og aðgengilegt öllum.

26. Ekki er heppilegt að dómsmálaráðherra landsins skipi dómara eins og nú er.  Í héraði er nú sami aðili sem rannsakar og dæmir mál og hefur mannréttindaráð Evrópu gert athugasemd við þetta. Setja mætti á stofn héraðsdómstóla á fjórum stöðum úti á landi til að mæta þessum kröfum.  

27. Setja þarf á laggirnar stjórnlagadómstól. Hlutverk hans er að fara yfir þau lög sem alþingi samþykkir og úrskurða hvort ný lög brjóti í bága við stjórnarskrána. Önnur álitamál sem varða grunnlög okkar fara fyrir þennan dóm.

28. Ég vil hafa í stjórnarskrá lög sem ákveða hámarkssetu manna á alþingi. Alþingismenn geti aðeins starfað í 10 ár. Hugmyndin er að tryggja eðlilega endurnýjun  í valdastöðum. 

29. Forseti Íslands: Kjörtímabilin séu 6 ár í stað fjögurra og hann megi aðeins sitja tvö tímabil hið mesta. Ég vil að forsetinn hafi áfram málskotsrétt og geti borið einstök lög undir þjóðina sem fjalla um mikilvæg álitamál sem öll þjóðin þarf að koma að. 


 


Stjórnarskráin: Algerlega ný tegund kosninga verði tekin upp á Íslandi.

Hér eru hugmyndir mínar í tuttugu og tvemur liðum um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland.  Hugmyndir um nýja tegund kosninga eru undir liðum 9 og 10.

 

1. Góð stjórnarskrá þarf að endurspegla þau grunngildi sem við viljum lifa eftir hér á landi. Okkar stjórnarskrá þarf að efla lýðræði og gefa okkur skíra stjórnskipan sem endurvekur trú Íslendinga á þjóðskipaninni. Hún þarf að vera fyrir alla landsmenn.

 

2. Hún þarf að vera á eðlilegu og einföldu máli sem allir skilja. 100-150 stuttar greinar sem rúmast á 10 til 20 blaðsíðum.

 

3. Stjórnarskrárvinnan á ekki að vera átakavöllur um það hvort Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki. Ég bið kjósendur að sniðganga þá sem vilja gera stjórnarskár vinnuna að slíku máli. Þessi mál verða tekin fyrir á öðrum vettvangi, með þjóðaratkvæði og aðeins þannig næst sátt um málið.

 

4. Við þurfum ramma sem stuðlar að sátt milli manna svo þeir geti þroskast og látið drauma sína rætast: Menntað sig, unnið og séð fyrir sér, fjölgað sér og fundið merkinu í lífi sínu.

Ræktað sína lífsskoðun eða trú og fundið fyrir öryggi. Stjórnarskráin leggur þennan grunn.

 

5. Ríkisvaldið þarf eðlilegar skorður og skipulag þess þarf að vera skiljanlegt venjulegum borgara.

Ég kem með hugmyndir og útfærslur hér að neðan.  

 

6.  Ný stjórnarskrá þarf að byggja á hefðinni. Þeirri stjórnmálahefð sem við þegar höfum en sníða þarf af vankanta og herða á vissum hlutum sem sátt næst um. Það er ekki skynsamlegt að rífa allt upp með rótum úr þeirri stjórnarkrá sem fyrir er.

 

7. Hún má ekki vera útópísk eða tæknileg, ögrandi eða öfgafull jafnvel þó það kunni að vera freistandi fyrir suma hópa að vinna að því.

 

8. Stjórnarskráin má ekki festa einhvern hóp samfélagsins í skorðum sem annar hópur ákveður.

 

9. Hafa í skránni ákvæði, sem treysta aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. 

 

 Ráðherrar eiga ekki að vera lagasemjendur eins og er við líði í dag með ráðgjafa sína í ráðuneytinu að semja lög að geðþótta ráðherrans, vitandi að lögin fara í gegn um Alþingi sama hvað hver segir, annars falli stjórnin. Ráðherrar verða að fá starfsreglur sem aðskilur starfssvið þeirra frá löggjafanum.

Ég er hlynntur því að kjósa sérstaklega forsætisráðherra sem er ábyrgur fyrir því að velja einstaka fagráðherra utan hóps alþingismanna. Ráðherrarnir starfa í grunnin eins og framkvæmdastjórar og eru ábyrgir gagnvart forsætisráðherra sem hefur hið formlega umboð kjósenda. Allir ráðherrar eiga svo að vera samábyrgir fyrir hverri stjórnarathöfn.

Mín hugmynd er að setja reglur um starfssvið Alþingis og afmarka störf alþingismanna við samningu almennra laga, afgreiðslu fjárlaga og störf í þingnefndum sem mega fá stærra hlutverk og meira fjármagn. Þingnefndir alþingis mættu því vera valdameiri og sjá t.d. um stefnumótun og lagagerð á sviðum menntamála, samgöngumála osfv. Með þessu móti virkjast stjórnarandstaðan sem samvinnuaðili sem hefur skort mjög á og einræðistilburðir og ráðherraræði minnkar.

Ráðuneytin hafi hins vegar ekki þetta stefnumótunarhlutverk (eins og nú er) heldur séu ráðuneytin eingöngu stofnum sem sér um framkvæmd laga. Enda eru innan ráðuneytanna ekki þeir fulltrúar sem við kjósum til að skipuleggja framtíð okkar heldur eru það alþingismenn sem gera það með lagasetningu.

 

Afnám s.k. þingræðis kemur til greina eins og margir hafa bent á. Það felur í sér að líf hverrar ríkisstjórnar er ekki háð Alþingi um stuðning hverju sinni. Hinsvegar getur Alþingi á grundvelli málefna fellt ríkisstjórnina með vantrauststillögu með meir en helmingi atkvæða.

 

Hægt væri að hafa almennar kosningar þannig að þær fælu ávallt í sér kosningar á framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi. Og eftir sérstökum reglum kosning á nýjum dómurum. Algjörlega ný tegund kosninga. Það á ég eftir að útfæra nánar en set niður nokkra punkta hér að neðan. Það er margt hægt í okkar fámenna landi sem ógerningur er erlendis, og því ekki að nýta okkur það. 

 

10. Kjördæmaskipun þarf að líta á og jafna kosningarétt um allt land. Jafnt atkvæðavægi óháð búsetu. Ég er ekki sérlega hlynntur einstaklingsframboðum. Hætt er við að peningar, ætterni og kunningsskapur ríki yfir slíku kerfi. Nei, betra er að hafa áfram stjórnmálaflokka í framboði, helst þó hvort tveggja sem veitir hvort öðru aðhald.

Og það sama gildi um kosningar að menn geti kosið flokka eða einstaklinga eftir því sem þeim hentar. Útstrikanir fái aukið vægi og e.t.v. að það fari fram s.k. þreföld kosning. Sérhver kjósi löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. 

Í fyrsta lagi löggjafarvald:  Menn kjósa bæði flokk og einstaklinga  - og einstaklinga geta menn þá kosið yfir flokkslínurnar ef þér hugnast svo. Í öðru lagi kosning forsætisráðherra.  Í þriðja lagi fari fram s.k. dómarakosning. Tökum dæmi:  Til að fylla þann flokk dómara sem landið þarfnast í hæstarétti þarf á einhverju tímabili einn dómara. Þú kýst á milli þeirra dómara sem teljast faglega hæfir. Segjum að þrír séu hæfir. Þú kýst einn þeirra. Hann er æviráðinn og ekki hægt að reka hann. Það er ástæða til að  allir kosningabærir menn komi að þessu. Þá er hægt að segja með sanni að fólk kjósi sér dómsvaldið og enginn úr öðrum kimum valdsins kemur að því.  Ég veit að konur verða hrifnar af þessu.

 

11. Ísland er ríki sem byggir á kristnum hefðum en ég er hlynntur því að kirkjan sé sjálfstæð gagnvart ríkinu. Stjórnarskráin má heldur ekki vinna gegn kristninni á neinn hátt en hafa þarf ákvæði um trúfrelsi eins og er í öðrum stjórnarskrám vestrænna lýðræðisþjóða og í Bandaríkjunum. Það kemur vel til greina að kjósa sérstaklega um stöðu kirkjunnar, 62. greinina í þjóðaratkvæðagreiðslu og líklega mun það skapa mesta sátt um þetta viðkvæma mál. Mín skoðun er sú að kirkjan hafi ekkert að óttast við fullt sjálfstæði. 

 

12. Það má ekki halla á neinn hóp í stjórnarskránni: Ekki eldri borgara eða börn. Ekki konur, veikt fólk, fatlað eða vanskapað, trúaða eða trúlausa. Enginn hópur má heldur ætla sér sérstaka meðferð eða forréttindi. Allir skulu vera jafnir að metum að lögum eins og hefð okkar býður.

 

13. Eignarréttur auðlinda og nýting hans á að tilheyra þjóðinni. Þó þarf að gæta sín og má ákvæðið ekki vera klaufalega orðað og hindra skynsamlega nýtingu auðlynda.

 

14. Það má ekki vera ákvæði um að við megum ekki verja okkur sem þjóð. Því er marklaust og skaðlegt að segja að við megum ekki taka þátt í að verja landið. Tímarnir breytast og við verðum eins og aðrar þjóðir að gera okkur grein fyrir að frið þarf að tryggja.

 

15. Ekki er fráleitt að segja að Ísland þurfi alltaf að vera varið með einum eða öðrum hætti annað hvort af okkur sjálfum eða með hjálp annarra ríkja eða ríkjabandalaga. Þetta vilja margir Íslendingar ekki viðurkenna en hér þarf virkilega að hugsa málið og sjást ekki yfir þetta mikilvæga atriði.

 

16. Fleiri ákvæði þarf um öryggi ríkisins, hryðjuverkaógn, jarðskjálfta, eldgos, alvarlega mengunarslys í norðurhöfum og aðrar náttúruhamfarir og er hægt að leita í smiðju nágrannalandanna varðandi þetta.

 

17. Ákvæði um að grunnmenntun barna í landinu skuli gjaldfrjáls. Þetta er skynsamlegt og við skulum hafa þetta inni, það gera Finnar.  Þetta er eina "gjaldfrelsisákvæðið" sem ég get stutt.

 

 18. Skráin þarf að innihalda ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér hugnast að forseti, þing (2/3)og almenningur ( 30 þús undirskriftir) geti eftir nánari reglum kallað til þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Mikilvægt: Sérstakt kerfi þarf að byggja upp ( almennar upplýsingaskrifstofur, jafnvel í tengslum við bókasöfnin í landinu eins og í skandinavíu ) svo undirbúningur fyrir atkvæðagreiðslur sé eðlilegur og allir geti tekið þátt og ekki minnst að upplýsingaflæði fyrir slíkar kosningar sé hlutlaust, ódýrt og aðgengilegt öllum.

19. Ekki er heppilegt að dómsmálaráðherra landsins skipi dómara eins og nú er.  Í héraði er nú sami aðili sem rannsakar og dæmir mál og hefur mannréttindaráð Evrópu gert athugasemd við þetta. Setja mætti á stofn héraðsdómstóla á fjórum stöðum úti á landi til að mæta þessum kröfum.  

20. Setja þarf á laggirnar stjórnlagadómstól. Hlutverk hans er að fara yfir þau lög sem alþingi samþykkir og úrskurða hvort ný lög brjóti í bága við stjórnarskrána. Önnur álitamál sem varða grunnlög okkar fara fyrir þennan dóm.

 21. Ég vil hafa í stjórnarskrá lög sem ákveða hámarkssetu manna á alþingi. Alþingismenn geti aðeins starfað í 10 ár. Hugmyndin er að tryggja eðlilega endurnýjun  í valdastöðum.  

22. Forseti Íslands: Kjörtímabilin séu 6 ár í stað fjögurra og hann megi aðeins sitja tvö tímabil hið mesta. Ég vil að forsetinn hafi áfram málskotsrétt og geti borið einstök lög undir þjóðina sem fjalla um mikilvæg álitamál sem öll þjóðin þarf að koma að. 


Að velja á stjórnlagaþing þá sem hefja sig yfir dægurþrasið.

Mikilvægasta viðfangsefnið á stjórnlagaþingi er að fá skikkanlega stjórnskipan á Íslandi.

Við þurfum skipan sem landsmönnum finnst vera réttlát og skilvirk. Svo menn segi allir sem einn: "Við þetta vil ég una. Þessu treysti ég. Ég get sjálfur haft áhrif og árif annarra skipta máli einnig. Og ég uni niðurstöðunni."

Af hverju segi ég þetta? Það er vegna þess að takist þetta fáum við endurnýjaða trú á æðstu embættismönnum þjóðarinnar, forseta, alþingismönnum og dómurum.

Við erum að kafna úr vantrú á kerfið, sjálfa stofna samfélagsins og segja má með réttu að það hóti tilveru okkar sem þjóðar á ísmeygilegan hátt, ekki með neinum ofsa eins og stríð gerir heldur hægt og rólega dregur það úr okkur vonina og kraftinn. 

Við hreinlega verðum að gera þetta vel og með glæsibrag.

En til þess að það takist þurfa kosnir fulltrúar að hefja sig yfir dægurþras og flokkadrætti. Næst þessu mikilvæga atriði er að jafna atkvæðisrétt.

Við getum ekki látið kirkjupólitík, trúmál eða ESB þrætur kæfa þingið. Heldur ekki hagsmunamál sérstakra hópa sem vilja þrengja sér inn í skrána, hagsmunasamtaka, félaga eða stétta.

Stjórnarskráin verður að vera framsýn lýðræðisleg sáttarskrá sem sameinar Íslendinga.

 


Er þjóðaratkvæði nauðsynlegt um 62. grein stjórnarskrárinnar og stöðu þjóðkirkjunnar?

Biskupsstofa fór þess á leit við mig að ég gerði grein fyrir afstöðu minni til 62. gr. stjórnarskrárinnar sem hljóðar svo:

„Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.”

Lagðar voru fyrir eftirfarandi spurningar og hér eru svörin:

Telur þú þörf á að breyta þessari grein?
 
Já, líklega er þörf á að breyta þessu ákvæði. En aðeins með þjóðaratkvæðagreiðslu svo að sem flestir komi að þessari ákvörðun.
 
 
Ef svo er þá hvernig?
 
Um breytingar á greininni þarf víðtækt samráð og það er ekki heppilegt að kosnir stjórnlagaþingsmeðlimir fari að þrátta um trúmál og stöðu kirkjunnar af þeirri ástæðu að ef það gerist skapast óeining um mjög viðkvæmt mál og jafnvel er hætta á að öll stjórnarskrárvinnan fari í uppnám.  Örfáir einstaklingar eiga ekki að skera úr um þetta mál og er beinlínis rangt að gera það.
 
 
Hvernig er afstaða þín til núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju?
 
Þjóðkirkjan er sterkt akkeri í íslenskri sögu og þjóðlífi og Ísland er ríki sem byggir á kristnum gildum sem nauðsynlegt er að varðveita.
 
En fólkið á sjálft að varðveita þessi gildi en ekki ríkisvaldið, hvorki er það rétti aðilinn til þess né heldur þess megnugt. Ekkert ríki getur haldið lifandi trú að fólki svo vel sé. Ef það gerist mun sú sama trú afbakast og spillast.
 
Mín persónulega skoðun er því sú að kirkjan ætti að vera sjálfstæð gagnvart ríkisvaldinu. En vera sterk - jafnsterk og fólkið sjálft í landinu, hinir trúuðu leyfa henni að vera.
 
Ég held því að það sé gott fyrir hina kristnu kirkju og þjóðina að sjálfstæði þessarra tveggja aðila sé tryggt og ég tel raunar að það geti eflt trúarlíf þegar til lengdar lætur, gert það sannara og betra.
 
Stjórnarskráin má vitaskuld ekki vinna gegn kristni á neinn hátt en hafa mætti ákvæði um trúfrelsi svipað og greinir í öðrum stjórnarskrám vestrænna lýðræðisþjóða og í Bandaríkjunum Það er nútímalegt og ekki andstætt kristinni boðun.
 
Tökum dæmi um finnsku stjórnarskrána þar sem fjallað  er um trúfrelsi í 11. grein, en þar stendur:
 
Um trúfrelsi og rétt til sannfæringar.

1. Sérhver maður hefur frelsi til trúar og sannfæringar.
2. Með trúfrelsi er átt við réttinn til að játa trú, taka þátt í trúariðkun, tjá sig um trúarsannfæringu sína og tilheyra trúfélagi eða söfnuði.
     Engan má skilda gegn sannfæringu sinni til að að taka þátt í trúarathöfn.
 
Þetta virkar hófsamt og spillir ekki fyrir neinum hvorki þeim sem trúa eða þeim trúlausu.
 
Ég legg áherslu á að við þurfum að halda okkur viðgrundvallaratriðin og ekki fara að róta of mikið í kirkjupólitík.
 
Mín skoðun er sú að það eigi að kjósa sérstaklega um stöðu kirkjunnar í stjórnarskránni, 62. greinina í þjóðaratkvæðagreiðslu og líklega mun það skapa mesta sátt um málið. Sama gildir raunar um ESB, en það mál hefur sama klofningskarakter og aðeins þjóðin sjálf getur greitt úr vanda af þeim toga.
 


Stjórnarskrárvinnan: Má ekki verða átakavöllur um það hvort Ísland gangi í ESB eða ekki.

Hér eru hugmyndir mínar í nítján liðum um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. 

 

1. Góð stjórnarskrá þarf að endurspegla þau grunngildi sem við viljum lifa eftir hér á landi. Okkar stjórnarskrá þarf að efla lýðræði og gefa okkur skíra stjórnskipan. Hún þarf að vera fyrir alla landsmenn.

 

2. Hún þarf að vera á eðlilegu og einföldu máli sem allir skilja. 100-150 stuttar greinar sem rúmast á 10 til 20 blaðsíðum.

 

3. Stjórnarskrárvinnan á ekki að vera átakavöllur um það hvort Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki. Ég bið kjósendur að sniðganga þá sem vilja gera stjórnarskárvinnuna að slíku máli. Þessi mál verða tekin fyrir á öðrum vettvangi.

 

4. Við þurfum ramma sem stuðlar að sátt milli manna svo þeir geti þroskast og látið drauma sína rætast: Menntað sig, unnið og séð fyrir sér, fjölgað sér og fundið merkinu í lífi sínu.

Ræktað sína lífsskoðun eða trú og fundið fyrir öryggi. Stjórnarskráin leggur þennan grunn.

 

5. Ríkisvaldið þarf eðlilegar skorður og skipulag þess þarf að vera skiljanlegt venjulegum borgara.

 

6.  Ný stjórnarskrá þarf að byggja á hefðinni. Þeirri stjórnmálahefð sem við þegar höfum en sníða þarf af vankanta og herða á vissum hlutum sem sátt næst um.

 

7. Hún má ekki vera útópísk eða tæknileg, ögrandi eða öfgafull jafnvel þó það kunni að vera freistandi fyrir suma hópa að vinna að því.

 

8. Stjórnarskráin má ekki festa einhvern hóp samfélagsins  í skorðum sem annar hópur ákveður.

 

9. Hafa í skránni ákvæði, sem treysta aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Huga þarf að þessu sambandi: Ráðherrar eiga ekki að vera lagasemjendur eins og er í dag. Mín hugmynd er að setja reglur um starfssvið ráðherra og afmarka störf alþingismanna við að setja almenn lög og afgreiða fjárlög. Afnám s.k. þingræðis kemur til greina eins og margir hafa bent á.

 

Hægt væri að hafa almennar kosningar þannig að þær fælu ávallt í sér kosningar á framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi. Og eftir sérstökum reglum kosning á nýjum dómurum. Algjörlega ný tegund kosninga.

 

 

10. Kjördæmaskipun þarf að líta á og jafna kosningarétt um allt land. Jafnt atkvæðavægi óháð búsetu. 

 

11. Ísland er ríki sem byggir á kristnum hefðum en kirkjan er sjálfstæð gagnvart ríkinu. Best er að hafa ekkert nánar skrifað um hvernig því skuli háttað. Stjórnarskráin má heldur ekki vinna gegn kristninni á neinn hátt en hafa þarf ákvæði um trúfrelsi eins og er í öðrum stjórnarskrám vestrænna lýðræðisþjóða og í Bandaríkjunum. Það kemur vel til greina að kjósa sérstaklega um stöðu kirkjunnar, 62. greinina í þjóðaratkvæðagreiðslu og líklega mun það skapa mesta sátt.

 

12. Það má ekki halla á neinn hóp í stjórnarskránni: Ekki eldri borgara eða börn. Ekki konur, veikt fólk, fatlað eða vanskapað, trúaða eða trúlausa. Enginn hópur má heldur ætla sér sérstaka meðferð eða forréttindi. Allir skulu vera jafnir að metum að lögum eins og hefð okkar býður.

 

13. Eignarréttur  auðlinda og nýting hans á að tilheyra þjóðinni. Þó þarf að gæta sín og má ákvæðið ekki vera klaufalega orðað og hindra skynsamlega nýtingu auðlynda.

 

14. Það má ekki vera ákvæði um að við megum ekki verja okkur sem þjóð. Því er marklaust og skaðlegt að segja að við megum ekki taka þátt í að verja landið. Tímarnir breytast og við verðum eins og aðrar þjóðir að gera okkur grein fyrir að frið þarf að tryggja.

 

15. Ekki er fráleitt að segja að Ísland þurfi alltaf að vera varið með einum eða öðrum hætti annað hvort af okkur sjálfum eða með hjálp annarra ríkja eða ríkjabandalaga. Þetta vilja margir Íslendingar ekki viðurkenna en hér þarf virkilega að hugsa málið og sjást ekki yfir þetta mikilvæga atriði.

 

16. Fleiri ákvæði þarf um öryggi ríkisins, hryðjuverkaógn, jarðskjálfta, eldgos, alvarlega mengunarslys í norðurhöfum og aðrar náttúruhamfarir og er hægt að leita í smiðju nágrannalandanna varðandi þetta.

 

17. Ákvæði um að grunnmenntun barna í landinu skuli gjaldfrjáls. Þetta er skynsamlegt og við skulum hafa þetta inni. Þetta er eina "gjaldfrelsisákvæðið" sem ég get stutt.

 

 18. Skráin þarf að innihalda ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér hugnast að forseti, þing og almenningur geti eftir nánari reglum kallað til þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Sérstakt kerfi þarf að byggja upp ( almennar upplýsingaskrifstofur ) svo undirbúningur fyrir atkvæðagreiðslur sé eðlilegur og allir geti tekið þátt.  

19. Ekki er heppilegt að dómsmálaráðherra landsins skipi dómara eins og nú er.        


Forsætisráðherra velji frjálst hæfustu menn sem ráðherra. Rh. sé ekki þingmaður á sama tíma.

Helsti hugmyndafræðingur svo kallaðrar aðgreiningarhyggju um endurskoðun stjórnarskrárinnar á árunum eftir stríð var Gylfi Þ Gíslason. Hann taldi að framkvæmdavaldið væri um of undirgefi þinginu og stjórnmálaflokkunum og ein helsta umbótatillaga Gylfa var sú að afnema þingræðið en innleiða þess í stað fyrirkomulag þar sem þjóðkjörinn forseti eða forsætisráðherra veldi ríkisstjórn.

Þetta gæti verið happadrjúgt í dag tel ég vera því að eigi að verða raunveruleg aðgreining löggjafarvalds og framkvæmdavalds verður að breyta sambandi þessara þátta.

Ríkisstjórn hvers tíma eru einungis framkvæmdastjórar ráðuneyta til 4ra ára. Í Noregi fær formaður þess flokks sem sigrar kosningar umboð til að mynda ríkisstjórn. Hann verður forsætisráðherra og velur því sitt ráðherralið frjálst og getur valið hvaða menn sem hann vil utan þings eða innan, til þess að gegna embætti ráðherra. Hann velur þá sem hann treystir best. Velji hann þingmann segir hann af sér þingmennsku um stund til að tryggja aðskilnað tveggja valdsviða.

Þetta tryggir að löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið starfi aðskilið því ráðherra er ekki heimilt í sínu ráðuneyti að semja lög og leggja fyrir Alþingi.

Forsætisráðherra sem hefur umboð frá kjósendum velur semsagt ríkisstjórn og ráðherrar eru ábyrgir gagnvart honum. Allir ráðherrar ættu að vera samábyrgir fyrir sérhverri stjórnarathöfn en ekki hver fyrir sig eins og nú er.


Til að tempra valdið ber að afnema þingræðið. Hvað þýðir þetta?

Margir hafa bent á að til að auka virðingu Alþingis beri að afmarka starfssvið þess við löggjafarstörf og samningu fjárlaga. Að afskipti löggjafarvaldsins af framkvæmdavaldinu séu óeðlileg við núverandi kerfi.

Menn eins og Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður (sem er einn af okkar albestu frambjóðendum) hefur lagt til að leggja eigi niður hið svonefnda þingræði. En þingræði felur í sér að engin ríkisstjórn megi sitja í landinu nema meirihluti alþingismanna styðji hana.

Mér hefur sýnst þetta vera skynsamlegt til að tempra valdið - og hafa ekki of mikið á einni hendi.

Hann bendir á að þess í stað ætti við alþingiskosningar að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu ( auk alþingismanna) og hann velji síðan samráðherra sína án afskipta Alþingis.

Þetta styð ég. Þetta er að mínu áliti gott fyrirkomulag til að styrkja stjórnskipunina.


Jafnrétti óháð búsetu: Jöfnun atkvæðisréttar er mikið stærra mál en kynjamisrétti.

Sífellt tjá menn óskir um jafnrétti á öllum sviðum. Það er eðlilegt.

Hinsvegar hafa þær röksemdir sem menn hafa notað til að réttlæta misvægi atkvæða á Íslandi ekki grundvallast á neinum almennum hugmyndum um lýðræði, heldur þvert á móti í verið hrópandi í hrópandi mótsögn við þá hugsjón.

Þetta misrétti hefur ráðið lögum og lofum í samfélaginu og engin leið verið að breyta neinu vegna sífelldra flokkadrátta og útreikninga stjórnmálaflokkana sem samstundis hafa sett sig á móti breytingum ef þeir missa spón úr aski sínum. Að sumu leiti er misrétti milli kynjanna bara barnaleikur á við það misrétti sem þarna hefur verið ástundað í áratugi og á auðvitað ekki að líðast.

Jafnrétti með stórum staf hlýtur að felast í jöfnun atkvæðisréttar allra kosningabærra manna óháð tekjum, þjóðfélagsstöðu, kynferði, trúarbrögðum og búsetu.

Íslendingar vilja að réttlætinu sé framfylgt í þessu efni, þjóðfundurinn staðfesti það. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki lengur hundsað þessa ósk.


Hvers vegna er mikilvægt að valdir ráðherrar sitji ekki á Alþingi?

Við segjum að alþingi hafi löggjafarvaldið. Gott og vel. Og við viljum að löggjafarvald og framkvæmdavald séu aðskilin.  

Samt er það þannig í dag að stór hluti lagafrumvarpa eru beinlínis framleidd af ráðherrum sitjandi ríkisstjórnar, handhafa framkvæmdavaldsins.  Lögin eru hreinlega skrifuð í ráðuneyti viðkomandi ráðherra!

Undir flokksaga er svo frumvarpið samþykkt á Alþingi og þegar hitamál eru í gangi jafnvel undir hótun um að sitjandi stjórn falli ef menn fylgja ekki flokkslínunni.

Með mínum leikmannsaugum er þetta afbrigðilegt og setur ráðherra í einvaldshlutverk á meðan hann situr. Ráðherraræði hafa menn nefnt þetta og það er réttnefni því að þetta er litið annað en einræði ráðherra. 

Þetta er svona í dag og það verður svona á meðan ráðherrar sitja á Alþingi.

Þetta hefur einnig í för með sér að stjórnarandstaðan verður fullkomlega óvirk það er ekki hlustað á hana fremur en hún sé ekki til og Alþingi fær sýndarhlutverk og verður ekki lengur lýðræðisstofnun heldur andlaus afgreiðslustofnun.

Af þessum sökum tel ég vera æskilegt að ráðherrar séu utan þings eða segi af sér þingmennsku á meðan þeir eru ráðherrar. Víða erlendis er þetta vandamál leyst svona og ég vil reyna að vinna þessu fylgi og setja í stjórnarskrá.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband