6.11.2010 | 23:16
Stjórnarskrá sem endurspeglar vilja lýðræðisþjóðar. Guðmundur Pálsson læknir, 2391.
Ég býð mig fram til stjórnlagaþings því ég vil stuðla að lýðfrjálsu og réttlátu samfélagi þar sem ríkir virðing og samvinna milli manna. Það er mikilvægt að allir fái notið sín og að við sköpum okkur leikreglur sem eru hófstilltar og almenn sátt ríkir um.
Góð stjórnarskrá þarf að endurspegla þau grunngildi sem við viljum lifa eftir hér á landi. Hún þarf að vera á eðlilegu og einföldu máli sem allir skilja.
Stjórnarskráin gæti byrjað á almennum orðum eins og: Við Íslendingar setjum okkur þessa stjórnarskrá til að tryggja frelsi, lýðræði og jöfn réttindi allra í samfélaginu.
Aðalatriðið er að stjórnarskrá okkar endurspegli þau grunngildi sem við höfum Íslendingar. Við viljum réttlæti, traust, virðingu, lýðræði og lög sem stuðla að jöfnum rétti þegnanna. Við viljum eðlilegt skipulag, sem hvetur menn til góðra samskipta og heiðarleika.
Við þurfum ramma sem stuðlar að sátt milli manna svo þeir geti þroskast og látið drauma sína rætast: Menntað sig, unnið og séð fyrir sér, getið börn og fjölgað sér, unað glaðir við sitt og fundið merkinu í lífi sínu. Ræktað sína lífsskoðun eða trú og fundið fyrir öryggi. Ríkisvaldið þarf eðlilegar skorður og skipulag þess þarf að vera skiljanlegt venjulegum borgara. Stolt okkar sem íslendingar má koma fram í stjórnarskránni.
1. Ný stjórnarskrá þarf að byggja á hefðinni. Byggja á þeirri stjórnarskrárhefð sem við þegar höfum, en sníða þarf af vankanta og herða á vissum hlutum sem sátt næst um. Hún má með öðrum orðum ekki vera útópísk eða tæknileg, ögrandi eða öfgafull jafnvel þó það kunni að vera freistandi fyrir suma hópa að vinna að því.
2. Stjórnarskráin má ekki fjalla um smáatriði sem stjórnmálin á hverjum tíma eiga að takast á um. Hún þarf að vera rammi utan um ríkisvald og stjórnmálavald svo kosið vald fái skírar reglur um hvað sé heimilt og hvað ekki. Einnig gegnir ramminn því hlutverki að ríkisvaldið og stjórnmálaöflin geri ekki á hlut þegnanna. Stjónarskránni á því að vera erfitt að breyta.
3. Stjórnarskráin má ekki festa einhvern hóp samfélagsins (eða stétt) í skorðum sem annar hópur ákveður. Ekki er td. við hæfi að of mikið sé greint á um fjármagn og flæði þess. Lán, erlenda samninga osfv. Það er mjög mikilvægt, en það reynir á víðsýni og samhug semjenda skrárinnar.
4. Gott er að hafa ákvæði, nokkrar setningar sem treysta aðskilnað þrískipts valds, löggjafarvalds , framkvæmdavalds og dómsvalds.
5. Kjördæmaskipun þarf að líta á og líklega er best að jafna kosningarétt um allt land. Margir fletir eru á því máli og ég veit ekki hvað er best.
6. Ef hægt er að koma í fáeinum setningum inn ákvæði sem með einhverjum hætti treystir og bætir umræðuhefð og ákvarðanatöku okkar í stjórnmálum væri það ómetanlegt. Ég veit ekki hvað er best í þeim efnum en hlusta á tillögur.
7. Vald forsetans er mér ráðgáta. Ég veit ekki hvernig best er að hátta því. Hef einfaldlega ekki ákveðið mig og vill hlusta á spekingana í því efni.
8. Það má ekki halla á neinn hóp í stjórnarskránni: Ekki eldri borgara eða börn. Ekki konur, veikt fólk, fatlað eða vanskapað, trúaða eða trúlausa. Enginn hópur má heldur ætla sér sérstaka meðferð eða forréttindi. Allir skulu vera jafnir að metum að lögum eins og hefð okkar býður.
9. Eignarréttur auðlinda og nýting hans á að tilheyra þjóðinni. Þó þarf að gæta sín og má ákvæðið ekki vera klaufalega orðað og hindra skynsamlega nýtingu auðlinda.
10. Kirkjan sjálfstæð gagnvart ríkinu. Best er að hafa ekkert nánar skrifað um hvernig því skuli háttað.
11. Stjórnarskráin á ekki að kveða á um það hvort og hvernig við tengjumst öðrum þjóðum. Hún má ekki herða á gömlu fullveldisskilgreiningunni þannig að ávallt verði hópur sem hrópi landráð í hvert skipti sem við eigum í samskipti við aðrar þjóðir um td. utanríkismál, varnarmál, efnahagsmál, menntamál osfv. Með öðrum orðin má stjórnarskráin ekki einangra okkur. Orðalag hennar má heldur ekki vera eins og vörður á leið inn í ESB. Hún á einfaldlega ekki að fjalla um þessi mál.
12. Gjarnan má vera ákvæði um að dauðarefsing sé ekki leyfð eins og í mörgum öðrum stjórnarskrám.
13. Það mætti hafa ákvæði um að vernda skuli lífið með öllum tiltækum ráðum frá getnaði til grafar. Ekki er heppilegt að hafa ákvæði um sérstakan rétt vissra hópa td. kvenna fremur en karla, stúlkna fremur en drengja osfv. Ekki um réttindi hópa sem hafa sérstaka kynþarfir heldur einungis almennt orðalag um að allir skulu jafnir fyrir lögum.
14. Frumlegt væri að hafa einhvers staðar stutta setningu um að Íslendingar voni og treysti á manngæsku og hjálpsemi manna og treysti á kærleikann, það afl sem stýrir veröldinni. Finni nú einhver hið rétta orðalag sem nútímafólk getur sætt sig við! Ef við finnum réttu orðin verður stjórnarskrá okkar þekkt um allan heim nákvæmlega fyrir þetta. Ég veit að þetta síðast nefnda er óvenjuleg hugsun í stjórnarskrá en við erum líka óvenjuleg!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:28 | Facebook
Bloggvinir
- juliusvalsson
- heidathord
- jonvalurjensson
- arnaeinars
- svanurg
- zeriaph
- vonin
- jeremia
- fsfi
- axelaxelsson
- asthildurcesil
- lydveldi
- baldher
- benediktae
- bjarnihardar
- gudmundsson
- gattin
- brandarar
- esgesg
- einarbb
- finnbjgisla
- fhg
- vidhorf
- geiragustsson
- fosterinn
- bofs
- zumann
- tilveran-i-esb
- vinaminni
- halldorjonsson
- smali
- hannesgi
- don
- jensgud
- johannbj
- islandsfengur
- jonmagnusson
- bassinn
- askja
- kolbrunb
- kristinn-karl
- krist
- stinajohanns
- lydurarnason
- marinogn
- martasmarta
- mortenl
- pallvil
- predikarinn
- ragnarfreyr
- ragnargeir
- rosaadalsteinsdottir
- logos
- sigurbjorns
- siggigretar
- sjonsson
- siggimaggi
- sigurjonth
- myndasagan
- stebbifr
- svavaralfred
- saemi7
- theodorn
- toshiki
- trj
- valdimarjohannesson
- valgardur
- postdoc
- thorhallurheimisson
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.