Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðingar um stjórnarskrá II

Finnska stjórnarskráin frá 1999. 

Hún er all ýtarleg sjá www.finlex.fi/sv/laki/ajantasa/1999/19990731

Úr finnsku stjórnarskránni

Paragraf 6 

Allir eru jafnir fyrir lögum.

Engin má njóta sérréttinda án viðtekinnar ástæðu vegna kyns, aldurs, uppruna, tungumáls, trúar, sannfæringar, viðhorfs, heilsubrests eða fötlunar eða neinu er varðar hans persónu.

Börnum skal mætt sem jafningjum og þau skulu hafa rétt til áhrifa eftir þroska í þeim málum sem varða þau sjálf.

Leitast skal eftir jafnrétti milli kynja í samfélagslegri þjónustu og atvinnulífi eftir því sem nánari lög kveða á um, sérstakega hvað varðar launakjör og ráðningarákvæði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Guðmundur, að vekja athygli á góðum málum.

Sjáum þetta:

"Engin má njóta sérréttinda án viðtekinnar ástæðu vegna kyns, aldurs, uppruna, tungumáls, trúar, sannfæringar, viðhorfs, heilsubrests eða fötlunar eða neins er varðar hans persónu." –- Þarna er okkar ákvæðum snúið við á vissan hátt: talað um að enginn megi njóta þarna sérréttinda.

Og enn betra er þetta: "Börnum skal mætt sem jafningjum og þau skulu hafa rétt til áhrifa eftir þroska í þeim málum sem varða þau sjálf." -- Okkar kerfi hefur allt of mikið sniðgengið það að virða rétt barna, t.d. í forsjármálum.

Áfram Guðmundur! Og taktu nú þátt í kynningunni á DV-vefnum! (sjá tölvupóst þinn).

Jón Valur Jensson, 10.11.2010 kl. 08:12

2 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Kærar þakkir fyrir kommentin þín Jón Valur og sömuleiðis!

Þú minnist á börnin. Það voru margir á þjóðfundinum sem einmitt hnykktu á þessu sem þú nefnir varðandi forsjármálin, sem eru svartur blettur á samfélaginu. Umhugsunarefni er hvort ætti að setja inn í stjórnarskrá lið í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna um að "barn skuli njóta beggja foreldra sinna."

Guðmundur Pálsson, 10.11.2010 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband