14.11.2010 | 02:14
Hvers vegna er mikilvægt að valdir ráðherrar sitji ekki á Alþingi?
Við segjum að alþingi hafi löggjafarvaldið. Gott og vel. Og við viljum að löggjafarvald og framkvæmdavald séu aðskilin.
Samt er það þannig í dag að stór hluti lagafrumvarpa eru beinlínis framleidd af ráðherrum sitjandi ríkisstjórnar, handhafa framkvæmdavaldsins. Lögin eru hreinlega skrifuð í ráðuneyti viðkomandi ráðherra!
Undir flokksaga er svo frumvarpið samþykkt á Alþingi og þegar hitamál eru í gangi jafnvel undir hótun um að sitjandi stjórn falli ef menn fylgja ekki flokkslínunni.
Með mínum leikmannsaugum er þetta afbrigðilegt og setur ráðherra í einvaldshlutverk á meðan hann situr. Ráðherraræði hafa menn nefnt þetta og það er réttnefni því að þetta er litið annað en einræði ráðherra.
Þetta er svona í dag og það verður svona á meðan ráðherrar sitja á Alþingi.
Þetta hefur einnig í för með sér að stjórnarandstaðan verður fullkomlega óvirk það er ekki hlustað á hana fremur en hún sé ekki til og Alþingi fær sýndarhlutverk og verður ekki lengur lýðræðisstofnun heldur andlaus afgreiðslustofnun.
Af þessum sökum tel ég vera æskilegt að ráðherrar séu utan þings eða segi af sér þingmennsku á meðan þeir eru ráðherrar. Víða erlendis er þetta vandamál leyst svona og ég vil reyna að vinna þessu fylgi og setja í stjórnarskrá.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Mannréttindi | Facebook
Bloggvinir
- juliusvalsson
- heidathord
- jonvalurjensson
- arnaeinars
- svanurg
- zeriaph
- vonin
- jeremia
- fsfi
- axelaxelsson
- asthildurcesil
- lydveldi
- baldher
- benediktae
- bjarnihardar
- gudmundsson
- gattin
- brandarar
- esgesg
- einarbb
- finnbjgisla
- fhg
- vidhorf
- geiragustsson
- fosterinn
- bofs
- zumann
- tilveran-i-esb
- vinaminni
- halldorjonsson
- smali
- hannesgi
- don
- jensgud
- johannbj
- islandsfengur
- jonmagnusson
- bassinn
- askja
- kolbrunb
- kristinn-karl
- krist
- stinajohanns
- lydurarnason
- marinogn
- martasmarta
- mortenl
- pallvil
- predikarinn
- ragnarfreyr
- ragnargeir
- rosaadalsteinsdottir
- logos
- sigurbjorns
- siggigretar
- sjonsson
- siggimaggi
- sigurjonth
- myndasagan
- stebbifr
- svavaralfred
- saemi7
- theodorn
- toshiki
- trj
- valdimarjohannesson
- valgardur
- postdoc
- thorhallurheimisson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.