Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2010

Grýtingar eru bannađar!

Ég sá frábćran frambjóđanda í dag sem ég ćtla ađ kjósa. Ţađ er Magnús Thoroddsen. Ef ég kysi einn mann kysi ég hann. Nćstur kćmi Ţorsteinn Gylfason og úr ţví ég er byrjađur ađ telja upp ţá er ţriđji mađur á lista Mikael Karlsson heimspekingur.

Ég var ađ glugga í sćnsku stjórnarskrána í dag og ţá norsku. Írska liggur á borđinu ásamt ţeirri japönsku. Suđur-Afríkumenn hafa víst áhugaverđa stjórnarskrá ađ sagt er, sem mćtti skođa.

Stjórnarskráin ţarf ađ innihalda grein um réttinn til ađ mótmćla. Hann gćti    t d. verđi hluti af grein um félaga- og fundafrelsi.

Ţar má standa:

1. Leyfilegt er ađ stofna til friđsamlegra mótmćla. Međ friđsamlegum mótmćlum er átt viđ ţau sem ekki stofna lífi og heilsu manna í hćttu eđa valda eignatjóni.

Ég ćtlađi ađ skrifa grýtingar eru bannađar en hćtti viđ.


Lifandi stjórnarskrá (living constitution) ađ hćtti Bandríkjamanna?

Lifandi skrá:  

Stjórnarskráin bandaríska er lifandi skrá (living constitution) eins og Bandaríkjamenn segja stundum um sína skrá frá 1787 og eru stoltir af. Međ lifandi skrá er ekki ađeins átt viđ ađ hún sé skiljanleg og höfđi til fólksins heldur ţróist hún einnig í takt viđ tímann. Höfuđgildin eru einföld, frelsi og réttlćti og varđandi stjórnskipunina sjálfa, ađ tempra ríkisvaldiđ.

Ţađ vćri óskandi ađ okkur takist ţađ sama og reynir ţađ mikiđ á samlyndi manna og víđsýni. Ég held ađ mestu skipti hvernig viđ hugsum hana ţegar í byrjun og hugarfar stjórnarskrármanna verđur ađ vera óbundiđ af eigin hagsmunum.

Mistökin gćtu legiđ í ţessu:

Stjórnarskráin má ekki festa einhvern hóp samfélagsins í skođum sem annar hópur ákveđur,  (ţessi setning er frá Gunnari Hersveini ) en töluverđ hćtta er á ţví eftir áföll ţjóđarinnar. Ţađ vćri afleitt og skađlegt og hverjir gćtu stađiđ fyrir ţví?

Einsýnir aktívistar, einstaklingar sem eingöngu vilja á ţing til ţess ađ skara eld ađ sínum hópi, kyni eđa ţjóđfélagsskođun. Kjósum ţá ekki, heldur ţá sem hafa hag allra Íslendinga ađ leiđarljósi. 

Stjórnarskráin á ađ vera skír og sem styst, en ekki laus viđ túlkunarmöguleika. Hćstiréttur getur skoriđ úr um sérstök vandasöm túlkunaratriđi varđandi stjórnarskrána eins og algengt er erlendis og ţađ er betra en ađ hafa alla ţćtti niđur njörfađa. Sama fyrirkomulag gćti hent í Íslandi.

En stjórnarskráin má ekki verđa eins og skjal í rammgerđum peningaskáp í lćstri hvelfingu heldur meira í líkingu viđ traust skip á hafi úti međ okkur sjálf innanborđs.   


Hugleiđing um stjórnarskrá III Um trúfrelsi í finnsku stjórnarskránni. (Finlands grundlag)

Viđ ţurfum ađ skođa gaumgćfilega allar stjórnarskrár grannţjóđa okkar liđ fyrir liđ og valinn hópur ţarf ađ samlesa allar ţessar skrár. Ţađan kemur traustur grunnur fyrir vinnu stjórnlagaţings. 

Hér er kafli úr finnsku stjórnarskránni frá 1999 um trúfrelsi.  

 

Paragraf 11. Um trúfrelsi og rétt til sannfćringar.

1. Sérhver mađur hefur frelsi til trúar og sannfćringar.

2. Međ trúfrelsi er átt viđ réttinn til ađ játa trú, taka ţátt í trúariđkun, tjá sig um trúarsannfćringu sína og tilheyra trúfélagi eđa söfnuđi. Engan má skilda gegn sannfćringu sinni til ađ ađ taka ţátt í trúarathöfn.

 


Hugleiđingar um stjórnarskrá II

Finnska stjórnarskráin frá 1999. 

Hún er all ýtarleg sjá www.finlex.fi/sv/laki/ajantasa/1999/19990731

Úr finnsku stjórnarskránni

Paragraf 6 

Allir eru jafnir fyrir lögum.

Engin má njóta sérréttinda án viđtekinnar ástćđu vegna kyns, aldurs, uppruna, tungumáls, trúar, sannfćringar, viđhorfs, heilsubrests eđa fötlunar eđa neinu er varđar hans persónu.

Börnum skal mćtt sem jafningjum og ţau skulu hafa rétt til áhrifa eftir ţroska í ţeim málum sem varđa ţau sjálf.

Leitast skal eftir jafnrétti milli kynja í samfélagslegri ţjónustu og atvinnulífi eftir ţví sem nánari lög kveđa á um, sérstakega hvađ varđar launakjör og ráđningarákvćđi.

 


Hugleiđingar um stjórnarskrá I

Ný stjórnarskrá ţarf ađ byggja á hefđinni. Byggja á ţeirri stjórnarskrárhefđ sem viđ ţegar höfum, en sníđa ţarf af vankanta og herđa á vissum hlutum sem sátt nćst um.

Hún má međ öđrum orđum ekki vera útópísk eđa tćknileg, ögrandi eđa öfgafull jafnvel ţó ţađ kunni ađ vera freistandi fyrir suma hópa ađ vinna ađ ţví.

1. Međ útópíu á ég viđ ađ hún innihaldi hugmyndir sem ekki er hćgt ađ fylgja eftir og ekki framkvćma. ( Fjallađ er um ţetta í leiđara Morgunblađsins í dag ) Ţađ er töluverđ hćtta á ţví ađ viđ setjum inn sykursćtar friđar og jafnréttisútópíur í stjórnarskrá. Viđ skulum hafa ţetta klassiskt og traust. Sćknum í smiđju annarra lýđrćđisţjóđa.

2. Ađ hún verđi of tćknileg, full af tölum og formúlum td. viđ hönnun á nýju kosningakerfi, tilvísana í veraldarvefinn osfv eins og allir séu nettengdir. Ţađ gengur ekki. Viđ getum skrifađ viđbótarlög um kosningakeriđ sem stjórnarskráin vísar til. Varđandi kosningakerfiđ: standa má td.: Allir kosningabćrir menn skulu hafa jafnan atkvćđisrétt. Meira ţarf ekki.

3. Stjórnarskráin á ađ vera falleg skrá. Ég á viđ fallega orđuđ og međ sígildar traustar hugmyndir sem standast tímans tönn. Og menn ţurfa ađ hugsa hana ţannig frá byrjun. Viđ ţurfum ađ gćta okkar á ögrandi eđa öfgafullu orđalagi. Hún má td. ekki vera hćgri- eđa vinstrisinnuđ, ekki heldur minna á  kvenréttindaskrá. Međ öđru orđum: Stjórnarskrá má ekki ögra neinum hópi ţjóđfélagsins. Hún er fyrir alla Íslendinga. 

Ţetta gerir ţađ ađ verkum ađ ţekktir baráttumenn á sviđi stjórnmálanna ţó einarđir séu eru ekki endilega bestu fulltrúarnir á stjórnlagaţing. 


Stjórnarskrá sem endurspeglar vilja lýđrćđisţjóđar. Guđmundur Pálsson lćknir, 2391.

1912592549Hvers vegna á stjórnlagaţing?

Ég býđ mig fram til stjórnlagaţings ţví ég vil stuđla ađ lýđfrjálsu og réttlátu samfélagi ţar sem ríkir virđing og samvinna milli manna. Ţađ er mikilvćgt ađ allir fái notiđ sín og ađ viđ sköpum okkur leikreglur sem eru hófstilltar og almenn sátt ríkir um. 

Góđ stjórnarskrá ţarf ađ endurspegla ţau grunngildi sem viđ viljum lifa eftir hér á landi.  Hún ţarf ađ vera á eđlilegu og einföldu máli sem allir skilja.

Stjórnarskráin gćti byrjađ á almennum orđum eins og:  Viđ Íslendingar setjum okkur ţessa stjórnarskrá til ađ tryggja frelsi, lýđrćđi og jöfn réttindi allra í samfélaginu.

Ađalatriđiđ er ađ stjórnarskrá okkar endurspegli ţau grunngildi sem viđ höfum Íslendingar. Viđ viljum réttlćti, traust, virđingu, lýđrćđi og lög sem stuđla ađ jöfnum rétti ţegnanna. Viđ viljum eđlilegt skipulag, sem hvetur menn til góđra samskipta og heiđarleika.

Viđ ţurfum ramma sem stuđlar ađ sátt milli manna svo ţeir geti ţroskast og látiđ drauma sína rćtast: Menntađ sig, unniđ og séđ fyrir sér, getiđ börn og fjölgađ sér, unađ glađir viđ sitt og fundiđ merkinu í lífi sínu. Rćktađ sína lífsskođun eđa trú og fundiđ fyrir öryggi. Ríkisvaldiđ ţarf eđlilegar skorđur og skipulag ţess ţarf ađ vera skiljanlegt venjulegum borgara. Stolt okkar sem íslendingar má koma fram í stjórnarskránni.

1. Ný stjórnarskrá ţarf ađ byggja á hefđinni. Byggja á ţeirri stjórnarskrárhefđ sem viđ ţegar höfum, en sníđa ţarf af vankanta og herđa á vissum hlutum sem sátt nćst um. Hún má međ öđrum orđum ekki vera útópísk eđa tćknileg, ögrandi eđa öfgafull jafnvel ţó ţađ kunni ađ vera freistandi fyrir suma hópa ađ vinna ađ ţví.

2. Stjórnarskráin má ekki fjalla um smáatriđi sem stjórnmálin á hverjum tíma eiga ađ takast á um. Hún ţarf ađ vera rammi utan um ríkisvald og stjórnmálavald svo kosiđ vald fái skírar reglur um hvađ sé heimilt og hvađ ekki. Einnig gegnir ramminn ţví hlutverki ađ ríkisvaldiđ og stjórnmálaöflin geri ekki á hlut ţegnanna. Stjónarskránni á ţví ađ vera erfitt ađ breyta.

3. Stjórnarskráin má ekki festa einhvern hóp samfélagsins (eđa stétt) í skorđum sem annar hópur ákveđur. Ekki er td. viđ hćfi ađ of mikiđ sé greint á um fjármagn og flćđi ţess. Lán, erlenda samninga osfv.  Ţađ er mjög mikilvćgt, en ţađ reynir á víđsýni og samhug semjenda skrárinnar.

4. Gott er ađ hafa ákvćđi, nokkrar setningar sem treysta ađskilnađ ţrískipts valds, löggjafarvalds , framkvćmdavalds og dómsvalds.

5. Kjördćmaskipun ţarf ađ líta á og líklega er best ađ jafna kosningarétt um allt land.  Margir fletir eru á ţví máli og ég veit ekki hvađ er best.

6. Ef hćgt er ađ koma í fáeinum setningum inn ákvćđi sem međ einhverjum hćtti treystir og bćtir umrćđuhefđ og ákvarđanatöku okkar í stjórnmálum vćri ţađ ómetanlegt. Ég veit ekki hvađ er best í ţeim efnum en hlusta á tillögur.

7. Vald forsetans er mér ráđgáta. Ég veit ekki hvernig best er ađ hátta ţví. Hef einfaldlega ekki ákveđiđ mig og vill hlusta á spekingana í ţví efni.  

8. Ţađ má ekki halla á neinn hóp í stjórnarskránni: Ekki eldri borgara eđa börn. Ekki konur, veikt fólk, fatlađ eđa vanskapađ, trúađa eđa trúlausa. Enginn hópur má heldur ćtla sér sérstaka međferđ eđa forréttindi. Allir skulu vera jafnir ađ metum ađ lögum eins og hefđ okkar býđur.

9. Eignarréttur auđlinda og nýting hans á ađ tilheyra ţjóđinni. Ţó ţarf ađ gćta sín og má ákvćđiđ ekki vera klaufalega orđađ og hindra skynsamlega nýtingu auđlinda.

10. Kirkjan sjálfstćđ gagnvart ríkinu. Best er ađ hafa ekkert nánar skrifađ um hvernig ţví skuli háttađ.

11. Stjórnarskráin á ekki ađ kveđa á um ţađ hvort og hvernig viđ tengjumst öđrum ţjóđum. Hún má ekki herđa á gömlu fullveldisskilgreiningunni ţannig ađ ávallt verđi hópur sem hrópi landráđ í hvert skipti sem viđ eigum í samskipti viđ ađrar ţjóđir um td. utanríkismál, varnarmál, efnahagsmál, menntamál osfv. Međ öđrum orđin má stjórnarskráin ekki einangra okkur. Orđalag hennar má heldur ekki vera eins og vörđur á leiđ inn í ESB. Hún á einfaldlega ekki ađ fjalla um ţessi mál.

12. Gjarnan má vera ákvćđi um ađ dauđarefsing sé ekki leyfđ eins og í mörgum öđrum stjórnarskrám.

13. Ţađ mćtti hafa ákvćđi um ađ vernda skuli lífiđ međ öllum tiltćkum ráđum frá getnađi til grafar. Ekki er heppilegt ađ hafa ákvćđi um sérstakan rétt vissra hópa td. kvenna fremur en karla, stúlkna fremur en drengja osfv.  Ekki um réttindi hópa sem hafa sérstaka kynţarfir heldur einungis almennt orđalag um ađ allir skulu jafnir fyrir lögum.

14. Frumlegt vćri ađ hafa einhvers stađar stutta setningu um ađ Íslendingar voni og treysti á manngćsku og hjálpsemi manna og treysti á kćrleikann, ţađ afl sem stýrir veröldinni. Finni nú einhver hiđ rétta orđalag sem nútímafólk getur sćtt sig viđ! Ef viđ finnum réttu orđin verđur stjórnarskrá okkar ţekkt um allan heim nákvćmlega fyrir ţetta. Ég veit ađ ţetta síđast nefnda er óvenjuleg hugsun í stjórnarskrá en viđ erum líka óvenjuleg!


« Fyrri síđa

Höfundur

Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Heimilislæknir. Málefni og sanngjörn umræða. Á engann skal hallað. gudmundur.palsson@gmail.com

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband